Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Side 21

Læknaneminn - 01.09.1982, Side 21
Iokinu, þannig að slímhúðin innan á trefjaleppnum viti út, sést kornið þá vel og er auðvelt að fjarlægja. Snúa þarf efra augnaloki með sérstöku handbragði. Sjúklingur lokar báðum augum, horfir niður á við og slakar á. Tekið er í augnahár efra augnaloks og það togað niður á við og til hliðar. Nögl þumalfingurs er síðan Iögð á augnalokið ofantil. Er þá auðvelt að snúa augnalokinu við, en það snýst um efri brún trefjalepps. Stundum þarf að strjúka með votum bómullar- pinna upp í efra slímhúðarhvolf til þess að ná aðskotahlut, er farið hefur upp í augað eða harðri kontaktlinsu sem hefur losnað af glæru og borist þangað upp. Æskilegt er að lita glæru með flu- orescin-Iit, ef korn hefur fest undir efra augnaloki eða rykkorn farið undir kontaktlinsu til að kanna hvort glæra er rispuð. Sé svo verður að þekja augað með augnpúða á meðan sárin eru að gróa. Glærusár af völdum slyss Skaddist glæra er alvara á ferðum, þar sem vagl um miðbik glæru veldur meira eða minna sjóntapi, sem ekki er unnt að bæta nema með glæru- ígræðslu. Örvefur fjarri glærumiöju orsakar yfirleitt ekki sjónskerðingu sem heitið getur. Áríðandi er, að taka öll glærusár réttum tökum frá byrjun. Orsakir grunnsæris á glæru af völdum slysa (abrasio corneae) eru fjölmargar. Minnst hefur verið á korn undir efra augnaloki, sem rispar glæruna þegar auganu er deplað. Nokkrar aðrar orsakir grunnsæris á glæru eru: Trjágrein rekst í auga við garðyrkjustörf, kornabörn fálma í augu með skarpri nögl, gluggajárn rekst í auga eða horn á sængurveri rispar glæruna. Þar sem mikið er af sársaukavið- tækjum í glærunni kemur strax verk- Augnalok saumað. lýsingu er oftast hægt að sjá sár á glæru, en mun auðveldara, þegar lit- að hefur verið með fluorescinlit. Sár litast græn, en heilbrigð glæruþekja litast ekki. Um meðferð slysasára á glæru er þetta að segja: Ef um grunnsæri er að ræða þ. e. sárið nær ekki niður fyrir grunn- himnu grær það fljótt og án örvefs, venjulega á einum eða tveimur sólar- hringum. Oftast er látið þrýstings- bindi yfir augað og sjúklingi sagt að Þrýstiumbúðir settar á auga. ur í augað, þegar þekjan skaddast eða verður fyrir ertingu. Tárarennsli og ljósfælni auka á óþægindin. Ef sárið er miðsvæðis er og minnkuð sjónskerpa. Til þess að unnt sé að rannsaka með góðu móti sært auga, þarf að nota deyfingardropa. Þegar sársauk- inn hverfur er auðveldara fyrir sjúkl- ingað halda augum opnum. Með ská- /•'/ TS S Flúorescinlitun. LÆKNANEMINN - 35. árg. 19

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.