Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 44
sig hálffimmtugur er það orðið heldur seint. Þá er hann dæmdur til að lifa sem sjálfs síns gestur og það er sennilega það versta sem getur komið fyrir nokkurn mann. í það minnsta er það það versta ef indæll lífsförunautur kveður mann jafnsnemma og Anni kvaddi mig. Drengurinn var aðeins fimm ára. Ég er yfirleitt þeirrar skoðunar að enginn geti lagt mælistiku á ógæfu sína er hún dynur yfir. Aðal kvölin kemur eftir á með minning- unum. Þannig var það hjá mér. Dauði hennar kom leiftursnöggt. Hann var náttúrufyrirbæri, sem lagði mig að velli um stund, en náði þó ekki að eyða mér. Tveim vikum eftir jarðarförina hóf ég aftur að sinna skyldustörfum og mætti vinalegu brosi kunningja minna á götunni. Mig langaði að lifa. En smám saman upphófst lokaþátturinn. Með hættulegri stundum lífsins eru þær stundir þegar einmana- leikinn leggst yfirmann. Ég hefi átt fjölda slíkra. Sum vetrarkvöld, þegar ráðskonan var farin í eld- húsið og sonur minn út, á skauta eða að gantast og flissa ásamt jafnöldrum sínum, sat ég tímunum saman við arininn, sama um allt, með opna bók. Hlustaði hvernig barkaði í húsinu og gamlar fest- ingar kvörtuðu. Það var merkilega lifandi rödd sem mælti til mín og sagði mér frá ýmsu sem einhver utanaðkomandi bæri ekkert skyn á. Oft leiddu þær huga minn að Anni. Ég gat heyrt hana ganga um hljóðlega, eins og á þeirri tíð er hún flutti inn. Hún var mjög feimin þá. Hún var næstum hrædd við mig, ég var tuttugu árum eidri en hún. En smám saman varð hún heimavön og húsið varð hluti af henni sjálfri. Það var næstum eins og hún lifði í húsgögnunum, veggjunum og gólfunum. Anni hafði hæfileika til að lífga upp, og sigra þannig umhverfi sitt í róleg- heitum. En sá hæfileiki vék samt ekki alveg burtu þeim gesti sem hún hafði verið í byrjun hjóna- bandsins. Mér fannst sem ég gæti aldrei unnið sál hennar algerlega. Ég var því eins og í lausu lofti á stundum en lærði svo að sætta mig við minn hlut. Ég unni kon- unni minni fyrir það eitt að vera til. En þeim mun sárari varð kvöl min á þessum einmanalegu vetrar- kvöldum. Þótt minningarnar væru sumpart til að gleðja mig, var ekki heldur laust við að ég legði á þær fæð. Það var af því að ég átti ekk- ert annað en þær. Ég var bundinn fortíðinni og reyndi án árangurs að rífa mig lausan. Eina vonin var drengurinn. Ég beið þess óþolin- móður að hann kæmi heim á kvöldin og var í huganum búinn að undirbúa allt sem ég ætlaði að segja við hann. En þegar hann loks kom, hress og angandi af úti- veru, ruglaðist ég í ríminu. Ég bauð honum oft í bókaherbergið mitt. Honum geðjaðist það lítt, ég sá það, svo að gleði mín vék fyrir þeirri eigingirni sem blundaði í mér. Þegar drengurinn svo var sestur í hægindastólinn framan við mig leið langur tími áður en ég gat sagt nokkuð. Það sem okkur fór á milli var jafnan fastmótað og þurrt, stuttaralegar setningar sem við höfðum báðir heyrt áður og við vorum báðir ergilegir. Stöku sinn- um losnaði um málbeinið í okkur og við náðum saman. Þá töluðum við um allt milli himins og jarðar, eða við lásum upphátt Ijóð og sög- ur. Slíkar samverustundir voru mér mikils virði. Ég held að syni mínum hafi líka liðið vel þau kvöld, þau eru meðal hans bestu æsku- minninga. En þessi kvöld voru fá, mjög fá. Burtséð frá þeim gekk mér ekkert að nálgast son minn. Honum þótti sennilega vænt um mig, en ekki á þann hátt sem ég vildi. Það sást best af því hvernig hann tók tilboði bróður míns. Fyrst í stað tók hann ekkert eftir því hvað mér fannst um það mál. Kannski kom það líka til af því að hann vildi vera viss um að ég legð- ist ekki gegn brottför hans. Ég hefi alltaf leyft honum að ráða lífi sínu, því mér er móti skapi að taka mér bessaleyfi sem ekki eru sjálfgefin varðandi frelsi annarra. Allt um það hefði ég vonað að hann reyndi að minnsta kosti að dylja gleði sína. Hann hefði og gert það hefði hann skilið hvað það þýddi fyrir mig. Hann er hjartgóður. Það versta er að hann hefir ekkert verið að hugsa það mál. Það sýnir best hve lítið við þekkjumst í raun. Nú er því Ijóst að hann fer. Ég heyri hann fleygja til hlutum í her- bergi sínu. Ég skil gleði hans. En ég trúi ekki að hann sé svo glaður vegna þess sem bíður hans. Hann getur ekki hafa gert sér neitt í hug- arlund um það. Hann hefirallaævi átt heima hér í bænum og þekkir veröldina ekki einu sinni með nafni utan þessara fáu gatna. Hann gleðst einungis yfir að geta yfirgefið þetta hús— í hreinskilni sagt — komist í burtu frá mér. Ég viðurkenni fúslega að það er ómennskt að ætla að fjötra ungan mann við umhverfi þarsem aðeins svífa uppþornaðar hugsanir og brostnarvonirgamalmennis. Von- andi getur bróðir minn búið hon- um betri framtíð en ég megna. Drengurinn hefir nú í nokkur ár unnið í deildinni, þarsem ég eyddi meiri hluta ævinnar. Þetta starf hefði veitt honum örugga framtíð. Bróðir minn er vissulega áhrifa- mikill maður — hann ástórtskipa- félag — en það er samt aldrei að vita hvað hendirþásem hættasérí 42 LÆKNANEMINN *-4/i« - 35. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.