Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 49
stytta sjúklingi aldur.“ í meðferð sjúklinga sinna náði Hippokrates langt, enda byggði hann þar meir á dómgreind sinni en kennisetn- ingum. Hann leitaðist við að bægja burt sjúkdómsorsök, þegar hún var þekkt og það mögulegt, en annars réðst hann gegn ein- kennunum með symptomatiskri meðferð. Almennar ráðleggingar voru nefndardiaita, en það hugtak var víðara en diet er nú og fól í sér allt hátterni sjúklingsins, hreyf- ingu, hvíld, klæðnað, fæði o. fl. Hippokrates gætti hófsemi í öllum fyrirmælum og forðaðist snöggar breytingar. Lyfjagjöf hans var hóf- leg, en helzt notaði hann uppsölu- lyf og veik hægðalyf og auk þeirra vín, edik, brennistein, valeriana, myrru, spanskflugu, járn, eir o.fl. Blóðtökurstundaði hann líkatil að losa líkamann við skaðlega vessa í blóðinu. Lengst náði Hippokrates í handlækningum og lagði þar grundvöll, sem stóð nokkurn veg- inn óhaggaður til seinni helmings 19. aldar, í nær 2400 ár. í Corpus Hippokraticum eru 5 bækur um handlækningar, að flestra áliti eftir Hippokrates sjálfan. Sérstaka áherzlu leggur hann þar á hrein- læti og kveður á um handþvott, lengd nagla og hreinsun undir þeim. Áhöld skyldu vera laus við skreytingar og útflúr, svo að auð- veldara væri að halda þeim hrein- um. Sóttvörnum hrakaði eftir daga Hippokratesar og var lítill sómi sýndur, unz Lister kom fram eftir miðja 19. öld, þótt einstaka læknir sýndi þar mikinn skilning, t. d. Semmelweis. Sárameðferð Hippokratesar var sígild, en þar var æðsta boðorðið að aðhafast sem minnst. Væri sárið hreint og nýtt, varfyrst látið blæða vel, síðan saumað og þurrar umbúðir not- aðar, en ekki bakstrar eða smyrsl ,,Þurrar umbúðir hindra ígerð.“ Vel skyldi fara um hinn særða lim í eðlilegum stellingum og hvíld. Blæðingar hindraði hann með því að halda limnum hátt og þrýsta á með kompressu eða með blóð- stillandi lyfjum, kulda eða brennslu með glóandi járni. Væri sárið marið, rifið og óhreint, var farið með það sem særi (ulceratio) og það ýft til graftrar- og vessa- myndunar. Síðan var það hreinsað og lagðir við hreinsandi bakstrar. Líffærafræði Hippokratesar var í molum, enda leyfðu trúarbrögð ekki krufningar nema dýra og glæpamanna. Þekking hans á heila, taugum, innyflum, æðum og vöðvum nægði rétt til venjulegra aðgerða, en sæmilega þekkti hann til beinaog liðamóta. Honum tókst líka vel að lækna beinbrot og liðhlaup og sá vel hættuna, sem felst í opnum brotum. Til að hag- ræða brotum notaði hann tog, oft með vindu, og vogarstöng til að færa beinin í skorður. Síðan lagði hann við spelkur og batt um. Hippokrates og nemendur hans voru góðir skurðlæknar og gerðu stórar aðgerðir, ef þeir töldu sig ráða við blæðingar. Þeir skáru í ígerðir og tóku æxli, opnuðu brjósthol til að hleypa út greftri og stungu líka á brjósthol og hleyptu inn lofti þegar um tæringu var að ræða (arteficial pneumothorax). Gyllinæðar skáru þeir og notuðu spegla við innri gyllinæðar. Höfuðkúpuna opnuðu þeir í ýms- um tilgangi, aflimuðu, opnuðu kviðarhol og skáru í ígerðir í og við nýru. Ekki er vitað, hvort þeir bundu fyriræðar, en undirbinding varð ekki algeng fyrr en f lok 18. aldar. Sennilega hafa þeir notað jurtalyf til deyfingar. Þeir voru all- vel að sér í kvensjúkdómum, en af einhverjum ástæðum létu þeir Ijósmæðrum eftir þau störf, en lögðu þó sjálfir á ráðin. Þeir skáru heldur ekki til blöðrusteins, því að það hafði stétt iðnaðarmanna með höndum. Verkfæri þeirra voru flest úr bronzi, en hnífar úr stáli. Helztu verkfærin voru, auk ein- og tvíeggja hnífa, tengur, sárakrókar og kannar, spaðar, sköfur, borar, nálarog þvagleggir. Hippokrates aðskildi fyrstur manna heimspeki og læknisfræði, en eftir hans dag tóku þessar greinar aftur að nálgast hvor aðra. Synir hans, Þessalos og Drakon, o. fl. mynduðu hina dogmatisku eða ritonalisku lækningastefnu í andaskynsemisstefnu Þlatóns, og reynsla læknisins varð að víkja fyrir rökhugsun. Dogmatistartóku upp krufningar og bættu mjög þekkingu í líffærafræði og greindu fyrstir milli slagæða og bláæða. Heimspekingurinn og læknirinn Aristoteles lagði líka margt af mörkum til líffærafræðinnar, og kenningar hans höfðu mikil áhrif á læknisfræði og aðrargreinarlangt fram eftiröldum. Eftir dauða Alexanders mikla 323 f. Kr. féll Egyptaland í hendur Ptolemeiosar I, hershöfðingja hans. Hann stofnaði bóka- og listasafn í Alexandríu, þar sem vís- indamenn í mörgum greinum störfuðu og kenndu, og þess vegna hefur það verið nefnt fyrsti háskólinn. Gríska varð brátt al- þjóðlegt vísindamál og Alexandría miðstöð grískrar menningar. Þar var stunduð fyrsta skipulega kennslan í líffærafræði með kruf- ingum og, að sögn Galens, með kvikskurði (vivisectio) glæpa- manna. í Alexandríu starfaði Herophilos frá Calcedon (d. um 300 f. Kr.), sem kallaður hefur verið faðir líffærafræðinnar. Hann lýsti hjarna og hnykli og skipti taugum í motoriskar og sensor- iskar. Hann lýsti lika úræðum, kirtlum, kynfærum og innyflum og LÆKNANEMINN íaaa - 35. árg. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.