Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 20
Útbreiddur lútarbruni. Augnskolun. glærubrún) sem næra glæruna. Alla meiriháttar ætisbruna á augum á að sjálfsögðu að leggja inn á augndeild. 2. Áverkar á augnalokum og tárafærum Skurður, sem liggur langs eftir augnaloki, gapir ekki og því er auð- velt að tengja sárabarma saman með einföldum saumaskap. Lítil hætta er Peritomia. á örvefsmyndun, þar eð húðin á augnalokum er mjög þunn, laust bundin og ríkulega nærð. Skurður sem er þvert í gegnum augnalok gapir þar sem hringvöðv- inn í augnalokinu (m. orbicularis) togar í sárabarmana. Hér þarf að gæta ítrustu varúðar við saumaskap annars geta varanleg líkamslýti hlot- ist af. Til þess að tengja sárabarmana saman á réttan hátt, þarf að leggja fyrsta sauminn gegnum „gráu lín- una“ á hvorum sárabarmi með sterk- um þræði. Tengjast þá samsvarandi vefir og missmíði verða lítil sem eng- in. Sé þetta ekki gert, getur komið skarð í augnalokið og það slapað frá auganu og orsakað tárarennsli, sem er hvimleiður kvilli. Síðan er auðvelt að tengja aðra vefi rétt saman. Trefjaleppurinn (tarsus) er tengdur með cat-gut eða kollagenþræði og húð er saumuð með silki eða næloni. Við alla skurði í augnalokum þarf að kanna hvort tárasmuga (canali- culus lacrimalis) er skorin í sundur og þá sérstaklega, þegar um skurð nef- megin á neðra augnaloki er að ræða. Ef tárasmuga er ekki tengd rétt sam- an með aðgerð verður stöðugt tára- rennsli niður á kinn. Áríðandi er að sjúklingur komist sem fyrst til slíkrar aðgerðar, sem eingöngu er hægt að gera á augndeild. Dragist aðgerð, þótt ekki sé nema nokkra daga, getur verið mjög erfitt að gera hana síðar og árangur vafasamur. 3. Áverkar á augnslímhúð og glæru Algengt er að ögn fari upp í auga t. d. sandkorn, sag eða rykkorn. Ef ögnin er á slímhúð neðra augnaloks er auð- velt að koma auga á hana og ná henni með votum bómullarpinna. Oft fest- ist korn undir efra augnaloki. Veldur það venjulega miklum óþægindum og tárarennsli þegar augum er depl- að, þar eð kornið nuddast við glær- una sem er mjög tilfinninganæm og særir yfirborð hennar. Til þess að fjarlægja kornið þarf að snúa augna- 18 LÆKNANEMINN 3-/iS82 - 35. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.