Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Page 20

Læknaneminn - 01.09.1982, Page 20
Útbreiddur lútarbruni. Augnskolun. glærubrún) sem næra glæruna. Alla meiriháttar ætisbruna á augum á að sjálfsögðu að leggja inn á augndeild. 2. Áverkar á augnalokum og tárafærum Skurður, sem liggur langs eftir augnaloki, gapir ekki og því er auð- velt að tengja sárabarma saman með einföldum saumaskap. Lítil hætta er Peritomia. á örvefsmyndun, þar eð húðin á augnalokum er mjög þunn, laust bundin og ríkulega nærð. Skurður sem er þvert í gegnum augnalok gapir þar sem hringvöðv- inn í augnalokinu (m. orbicularis) togar í sárabarmana. Hér þarf að gæta ítrustu varúðar við saumaskap annars geta varanleg líkamslýti hlot- ist af. Til þess að tengja sárabarmana saman á réttan hátt, þarf að leggja fyrsta sauminn gegnum „gráu lín- una“ á hvorum sárabarmi með sterk- um þræði. Tengjast þá samsvarandi vefir og missmíði verða lítil sem eng- in. Sé þetta ekki gert, getur komið skarð í augnalokið og það slapað frá auganu og orsakað tárarennsli, sem er hvimleiður kvilli. Síðan er auðvelt að tengja aðra vefi rétt saman. Trefjaleppurinn (tarsus) er tengdur með cat-gut eða kollagenþræði og húð er saumuð með silki eða næloni. Við alla skurði í augnalokum þarf að kanna hvort tárasmuga (canali- culus lacrimalis) er skorin í sundur og þá sérstaklega, þegar um skurð nef- megin á neðra augnaloki er að ræða. Ef tárasmuga er ekki tengd rétt sam- an með aðgerð verður stöðugt tára- rennsli niður á kinn. Áríðandi er að sjúklingur komist sem fyrst til slíkrar aðgerðar, sem eingöngu er hægt að gera á augndeild. Dragist aðgerð, þótt ekki sé nema nokkra daga, getur verið mjög erfitt að gera hana síðar og árangur vafasamur. 3. Áverkar á augnslímhúð og glæru Algengt er að ögn fari upp í auga t. d. sandkorn, sag eða rykkorn. Ef ögnin er á slímhúð neðra augnaloks er auð- velt að koma auga á hana og ná henni með votum bómullarpinna. Oft fest- ist korn undir efra augnaloki. Veldur það venjulega miklum óþægindum og tárarennsli þegar augum er depl- að, þar eð kornið nuddast við glær- una sem er mjög tilfinninganæm og særir yfirborð hennar. Til þess að fjarlægja kornið þarf að snúa augna- 18 LÆKNANEMINN 3-/iS82 - 35. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.