Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 52
bezti kvensjúkdóma- og fæðinga- læknir Forngrikkja, og hans fræg- asta rit, um kvensjúkdóma, var allsráðandi á því sviði í 15 aldir. Hann lýsti þar blæðingatruflun- um, fæðingarörðugleikum og vendingu fósturs, meðferð mæðra fyrir og eftir fæðingu og ung- barnasjúkdómum og meðferð þeirra. Antyllos (uppi á fyrri helmingi 2. aldar e. Kr.) var frægasti skurð- læknir síns tíma. Mörgum að- gerðum á augnlokum og nefi, og ritum sínum, t. d. aðgerðum á beinum, liðamótum, fistlum og við drer (cataracta) og plastiskum að- gerðum á augnalokum og nefi, og við hverja aðgerð íhugaði hann allar mögulegar complicationir. Frægastur er hann fyrir aðgerðir sfnar á slagæðagúlpum, sem voru fólgnar í brottnámi æðarinnar, og var aðferð hans notuð óbreytt til 18. aldar. Frægasti og áhrifamesti elect- istinn var Galen frá Pergamos f Litlu-Asíu (131 til um 200). Hann nam læknisfræði í Pergamos, Smyrna og Alexandríu, og 33 ára kom hann til Rómar og gat sér brátt góðan orðstír. Hann varð líflæknir Marcusar Aureliusar keisara og starfaði lengst af í Róm. Sem rit- höfundur var Galen ótrúlega af- kastamikill, og auk 125 bóka um ýmis efni samdi hann 389 læknis- fræðrit um líffærafræði, lífeðlis- fræði, lyf- og handlækningar, læknismeðferð, heilsufræði, sið- fræði og sögu læknisfræðinnar. A. m. k. helmingur rita hans er nú glataður, en þó eru til 12 bindi um læknisfræði, ekkert undir 1000 bls., og fáir geta stært sig af því að hafa lesið það allt. Galen ein- skorðaði sig ekki við kenningar electista, þótt hann sé oftast talinn í þeirra flokki. Hann lagði áherzlu á gildi hvarfdaganna og tók vessa- kenninguna upp eftir Hippokrat- esi, sem hann bar djúpa virðingu fyrir og taldi sig læra margt af. Hann fór þó ekki að dæmi hans um að aðskilja heimspeki og læknisfræði, en leitaðist við að byggja upp læknisfræði sína á grundvelli heimspeki og stærð- fræði, sem hann var vel að sér í frá Alexandríu. Viðleitni hans í þá átt lenti oft á villigötum, og þar hjálp- aði tilhneiging hans til að sjá guðlegan tilgang í hverju fyrir- bæri, en hann var eingyðistrúar. Skýringar hans á starfsemi líffæra urðu því stundum vafasamar, sem kemur bezt fram í blóðrásarkenn- ingum hans, sem voru svipaðar kenningum annarra pneumatista. Harvey undraðist 15 öldum síðar, að Galen skyldi ekki hafa upp- götvað hringrás blóðsins, því að hann hafi þekkt starfsemi hjarta- lokanna og álitið, að slagæðar og bláæðar tengdust saman úti í lík- amanum, og að blóð kæmist frá hægri til vinstri hjartahelmings um lungun. Þótt Galen tækist ekki að gera sér grein fyrir hringrás blóðs- ins, var framlag hans til lífeðlis- fræðinnarfrábært. Hann lýsti m. a. áhrifum af þversneiðingu mænu í mismunandi hæð á starfsemi lík- amans og mismunandi áhrifum heila- og hnykilsskemmda. Hann vissi og, að höfuðáverkar geta or- sakað minnisleysi, og að raddleysi kemur fram eftir sneiðingu aftur- hvarfstaugar (n. laryngeus recur- rens). Heiladingulinn taldi hann vera síu, sem fjarlægði skaðleg efni úr heilanum og skilaði þeim niður í kokið. Þessi kenning var við lýði í 15 aldir, og á henni byggðist notkun lyfja til hreins- unar heilans og sú skoðun, að heiladingullinn ætti sök á andar- teppu og lungnakvefi. Magann taldi hann gegna þrennskonar hlutverki: Að geyma fæðu, að búa hana undir meltingu og að færa hana niður í smágirnið. Einnig sá hann, að þindin og millirifjavöðv- arnir eru mikilvægustu öndunar- vöðvarnir. Líffæraþekking Galens var sízt lakari, enda byggð á eigin krufningu dýra og manna, og víða benti hann á mikilvægi góðrar þekkingar lækna á þessu áhuga- sviði sínu. Hann lýsti mörgum hlutum heilans vel og öllum heila- taugunum nema ef til vill n. throchlearis, en sumar taldi hann saman, svo að þær urðu ekki nema 7. Beinum skipti hann í flöt og löng og greindi milli apo-, epi- og diaphysis. Hann lýsti upptök- um, festu og starfi vöðva ágæt- lega, og fyrstur lýsti hann m. popli- teus, m. platysma, samsetningu hásinarinnar og 3 lögum slagæða. Hann lýsti foramen ovale og ductus arteriosus einnig vel, og allsstaðar dáir hann meistarann fyrir sköpunarverkið. Krufningar lögðust að mestu niður eftir daga Galens, enda þóttu þær óþarfar, þar sem hann var í nær 15 aldirálit- inn óskeikull og rit hans tæmandi á þessu sviði. í lyflækningum var Galen einnig vel heima. Hann rit- aði eina fyrstu bókina með lyfja- forskriftum og bjó til algilt móteit- ur, theriac, samsett úr 73 þáttum. Það gaf hann keisara sínum reglu- lega, og það finnst í forskriftum fram á 18. öld. Sjúkdómslýsingar hans eru margar góðar, til dæmis á tæringu, þar sem hann lagði áherzlu á þýðingu góðs lofts og fæðis fyrir sjúklinginn. Hann greindi brjósthimnubólgu frá lungnabólgu og verki við brjóst- himnubólgu frá verkjum frá lifur og gallkerfi. Móðursýki þekkti hann líka vel. Hann ritaði einnig um handlækningar og lýsti m. a. aðgerðum við beinbrot, liðhlaup og sár, enda var hann um skeið læknirgladiatora. Einnig gat hann 50 LÆKNANEMINN - 35. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.