Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 54
Þættir Ævintýri úr Westurheimi Juhani Kömpelöinen Smásaga í einum kafla Einu sinni voru ríkur og voldugur tannlæknir og tannlækniskona í ríki sínu. Þau áttu heima í Power Street og áttu sér eina dóttur. Hún var voða mjó og fín og sat allan daginn í hvítum silkikjól og saum- aði út eða spilaði á píanó. Hún var voða góð og mesta uppáhald for- eldra sinna. Á sama tíma var fátækur at- vinnuleysingi og búðahnuplari sem bjó í bílakassa niðri í fjöru. Hann var svo fátækur að hann átti ekki fyrir frímerkjum til að senda umsóknir um atvinnu. Enda hefði það ekkert þýtt, hann hafði svo skakkar tennur að enginn vildi ráða hann í vinnu. Einn dag gerðist það að drekinn sem lá á opinberum skjölum í stórum dimmum kjöllurum Rockefellerbókasafnsins stal mjóu sætu tannlæknisdótturinni. Hann fór með hana ofan í stóra dimma skjalakjallarann — en drekar hér liggja ekki á gulli heldur skjölum, fyrst eru þeir bara litlir ormar, en leggist þeir á opin- bert skjal vaxa þeir og skjölin líka, — læsti hana inn í skjalaskáp og tók að fita hana með því að gefa henni eingöngu kók. Lét nú tannlæknirinn boð út ganga að hver sem frelsaði dóttur 52 hans mætti eiga hana og fengi ókeypis tannréttingar að auki. Þetta frétti fátæki búðahnuplar- inn þegar hann sá auglýsinguna í dagblaði sem hann fann og ætlaði að nota til að troða upp í rifu á kassanum sínum. Skipti það engum togum að hann lagði af stað upp College Hill, laumaðist inn um glugga á Rockefellerbókasaninu, tók stóru skjalalyftuna niðrí kjallara og hnuplaði öllu Kóki drekans. Því næst fór hann í The Thayer Market og hnuplaði jafn mörgum dósum af Tab og Kókdósir drekans höfðu verið. Þegar drekinn fór inn í Kókbúrið sitt til að sækja Kók handa tann- læknisdótturinni tók hann ekki eftir neinu og án þess að hann vissi hvað hann var raunverulega að gera gaf hann henni Tab. En Tab er, öfugt við Kók, megrandi. Þegar tannlæknisdóttirin varð mjórri og mjórri með hverjum deg- inum sem leið varð drekinn svo reiður að hann drapst og fátæki búðahnuplarinn fór og sótti tann- læknisdótturina. Þarsem hann var flinkur hnuplari gekk honum vel að opna skjalaskápinn sem hún var læst inní. Þegar búðahnuplarinn færði Time Square. tannlækninum dóttur hans mjórri og fínni en hún hafði nokkru sinni verið þá urðu tannlæknirinn og kona hans glaðari en orð fá lýst. Tannlæknirinn gaf búðahnuplar- anum ókeypis tannréttingu og búðahnuplarinn setti upp tann- burstabros og fór í bankann og sagði ég er tengdasonur tann- læknisins. Og hann fékk lán og vinnu við að stimpla skjölin sem höfðu vaxið undir drekanum. Svo giftist hann tannlæknisdótturinni og þau voru mjög fín hjón og áttu Kadilakk og bjuggu í New Haven og drukku aldrei Kók eftir það og trimmuðu á hverjum degi allt til dauðadags. Og lýkur þar sögu þessari. LÆKNANEMINN 3'Vxml - 35. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.