Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 37
tíma verið erfitt að finna geðlækna til
aðstoðar.1
Ein aðalástæða þess að vöðvagigtar-
sjúklingum farnast svo illa hjá lækn-
um og verst á spítölum virðist sú að
þessi truflun á heilbrigði (syndrome)
passar ekki inn í sjúkdómshugmynd-
ina eins og læknar vilja hafa hana.
Vöðvagigt vantar nægilega skýr og
stööug einkenni, ákveðinn sjúk-
dómsgang, vefjaskemmdir sem sjá
má í smásjá eða mælanlega efna-
fræðilega truflun. Fyrirbærið rennur
úr greipunum, læknirinn ypptir öxl-
um og segir að hann sé búinn að úti-
loka alla ærlega sjúkdóma, truflunin
hljóti því að vera í höfðinu á sjúkl-
ingnum. Best að hann fari heim.
Sjúklingurinn. sem fer síðan heim,
segist enn hafa verki í líkamanum,
hann er e. t. v. sár eða reiður, e. t. v.
hræddari en áður um að hann sé
kannski hálfgeðveikur, svörer hvergi
að fá, best að kvarta sem minnst og
éta sitt Valium þrisvar á dag.
Hér kemur fram óheppileg til-
hneiging lækna til að huga mest að
þeim vandamálum sem eiga sýnilega
eða áþreifanlega orsök, en loka aug-
unum fyrir truflunum á starfsemi, af
því að þeir eiga erfiðara með að skil-
greina og leysa slík vandamál. f>á er
til trafala sú tilhneiging lækna
(læknisfræðinnar) að blína á það sem
sjúkt er en sjá illa bakgrunninn -
manneskjuna í umhverfi sínu.
Sú nýlega vitneskja að vöðvagigt
getur átt geðrænan orsakaþátt het'ur
litlu breytt til batnaðar fyrir sjúkling-
ana. Aldagömul trúarleg og heim-
spekileg hefð í vestrænni menningu
sem skiptir manneskjunni í líkama
annars vegar og meira eða minna
1 Eg ætla ekki aö mæla sérstaklega meö geö-
læknum til aö meðhöndla vöövagigt, þar sem
þeir hafa, aö hætti sérfræðinga, tilhneigingu til
aö marka sér sérsviö, í þeirra tilfelli „hiö geö-
ræna“, sem stundum er þröngt markað. Góö
geölæknisathugun og aðstoð ætti þó í flestum
tilfellum aö hjálpa viö greiningu og meöferð.
óskiljanlega sál hins vegar (sbr.
söguna um Sálina hans Jóns míns) er
enn í fullu gildi í læknisfræði, bæði
almennri læknisfræði og geðlæknis-
fræði. Peir sem vilja telja sig raun-
vísindamenn vinna yfirleitt sam-
kvæmt þeirri afstöðu að forðast hið
,,andlega", láta það afskiptalaust eða
vísa því til presta, sálfræðinga eða
geðlækna. Með því að hluta manninn
þannig tvennt er náttúrlegri starfs-
einingu skipt. Möguleikar læknisins
að leiðrétta truflun á starfsemi heild-
arinnar sem slíkrar, starfsemi sem
óhjákvæmilega fer fram í ,,báðum
hlutunum" eru þar með mjög skertir.
Parna gjöldum við þess hve hefð-
bundin vísindaleg hugsun okkar
Vesturlandabúa hefur verið þröng-
sýn og takmarkandi. Hún á rætur að
rekja til ágætismanna eins og Aristo-
telesar, Newtons og fleiri og hefur
dugað Iengi til að skýra eðlisfræði
ólífrænna fyrirbæra. En þegar kemur
að Iifandi náttúru dugar þessi aðferð í
hugsun og skilningi, „beinlínuhyggj-
an” (linear causality) ekki lengur.
Samspil orsaka og afleiðinga í hinni
lífrænu veröld, í líkömum, ,,sálum"
og samfélögum er svo margfalt
flóknara. Nýrri hugmynda er þörf.
II. HVAÐ ÞARF
AÐ ÞEKKJA?
Til að lækna vöðvagigt þarf læknir-
inn fyrst og fremst að þekkja orsaka-
þætti hennar. Meðferð er á færi hvers
læknis sent stundar kliniska læknis-
fræði og hefur yfirsýn yfir manninn
allan. Peir sem vilja takmarka athygli
sína og störf við eitt ákveðið kerfi eða
líkamspart ættu ekki að meðhöndla
vöðvagigt. Þekking læknisins á geð-
læknisfræði þart' ekki að vera mikil.
Hann þarf öllu fremur að kunna skil
á líffræði og lífeðlisfræði, skilja
hvernig heil lífvera þrífst. Hann þarf
helst að hafa kjark til að treysta eigin
skilningarvitum og niðurstöðum
venjulegrar sjúkraskoðunar. Auk
þess er honum mikils virði að hafa
nokkurt næmi fyrir eigin líkama og
tilfinningum, þekkja eigin kvíða,
sorg og reiði, líkamleg áhrif þeirra og
þekkja eigin vöðvaspennu. Slík
sjálfsþekking veitir innsýn í líðan
annars fólks og er mikilvæg í kliniskri
vinnu.
Fólk sem hefur komið sér upp
vöðvagigt í einhverjum mæli hefur
alltaf truflun á lífeðlisfræðilegri starf-
semi sem nær út fyrir vöðvakerfiö
sjálft (sjá sjúkrasögu bls. ?). Hvað
svo sem kom vöðvagigtinni af stað í
upphafi (tognun, liðaskemmd, kuldi,
þreyta, kvíði, röng vinnustelling,
langvarandi pirringur) komast síðar í
gang margir vítahringir. Þannig hefur
gigtin ríka tilhneigingu til að við-
halda sjálfri sér. Hlutverk læknisins
er að þekkja og rjúfa þessa hringi og
kenna sjúklingnum aðferðina. Ég
trúi því að endanlegt markmið með-
ferðar eigi ekki aðeins að vera það að
sjúklingur lœknist heldur að þaðan í
frá hafi hann kunnáttu til og nokkra
ábyrgð á að halda sjálfum sér í lagi.
Til að svo megi verða þarf læknirinn í
viðbót við eða í staðinn fyrir hlutverk
sitt sem líknara að ganga inn í hlut-
verk uppfræðara og jafnvel þjálfara.
Vítahringir:
Hér verða nefndir þrír vítahringir
sem eru trúlega alltaf fyrir hendi í
slæmri vöðvagigt og verða nefndar
helstu aðferðir til að rjúfa þá. Hægt
er að hugsa sér fleiri vítahringi en þá
sem hér eru taldir.
A) Verkur ^ vöðvaspenna. Hvar
sem verkur er í líkamanum þar
spennist vöðvi (sbr. spenntan kvið-
vegg í botnlangabólgu). Vöðvi sem
er spenntur í nokkurn tíma, jafnvel
mínútur, verður aumur. Flestir telja
að orsök eymslanna sé minnkað eða
LÆKNANEMINN “ÍEs*- 35. árg.
35