Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 53

Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 53
um notkun garnarþráðar til sauma. Segja má, að með Glaen hafi grísk læknisfræði risið hæst til að hnignaafturfyrren varði eins og Rómaveldi. Enginn slíkur líf- færafræðingur kom fram fyrr en Vesalius á 16. öld, og engar veru- legar framfarir urðu í lífeðlisfræði fyrr en með Marvey á 17. öld. Þessi niðurlæging vísindalegrar hugs- unar næstu aldir og velþóknun kirkjunnar á Galen vegna ein- gyðistrúar hans urðu til þess, að Galen varð sá maður, sem mest áhrif hefur haft á læknisfræðina og ritum hans var fylgt í stóru og smáu í 14 aldir. Hippokrates og Galen hafa löngum verið taldir jöfrar grískrar læknisfræði, og við samanburð hefur Hippokrates venjulega haft vinninginn. Samt var Galen honum fremri í undir- stöðugreinum svo og almennri menntun og víðsýni, enda byggði hann á betri grunni. Aftur á móti lýsa rit Galens sjálfbirgingi þess, sem ætíð hefur á réttu að standa, og þau skortir hina háleitu sið- fræði Hippokratesar, sem lýsti jafnt slæmum árangri sínum og góðum. Þótt grískri læknisfræði hnign- aði eftir Galen, komu síðar fram merkir læknar, t. d. Caelius Aure- lianus frá Numidíu í Afríku (4.-5. öld), sem starfaði í Róm og vareinn af Ijósustu rithöfundum forn- um. Hann ritaði á slæmri latínu ,,de morbis acutis et chronicis", rit, sem uppfyllir nær nútíma kröf- ur um skipulag og skýra hugsun. Þar eru sjúkdómar hvers líffæris raktir, hver sjúkdómur skilgreind- ur og rætt um upprunafræði, meinafræði, einkenni, greiningu, mismunagreiningu, meðferð og helztu rannsóknaraðferðir, og getið er um góð rit á hverju sviði allt frá Hippokratesi til Soranosar. Árið 326 varð kristni ríkistrú Rómaveldis og Byzantium eða Constantinopel höfuðborg um svipað leyti. Háskóli varstofnaður í borginni, sem varð brátt miðstöð leifa hinna grísk-rómversku menningar. Hin nýja trú reyndist vísindunum engin lyftistöng, nema síður væri, og hin byzanska menning einkenndist af íhaldsemi og afturför, þótt hún stæði í 10 aldir. Nokkrir byzanskir læknar þessa tíma hafa náð frægð, t. d. Oreibasios frá Pergamos (4. öld), Aetios frá Mesopotamíu (6. öld), Paul fráAegina(7. öld) og Johann- es Actuarius (13. öld). Þessir læknar voru lærisveinar Hippo- kratesar, Soranosar, Galens o. fl. og lögðu fæstir mikið af mörkum til framfara í læknisfræði. Með Johannesi Actuariusi rann skeið grískrar læknisfræði á enda. Rómaveldi var þá löngu fallið og Arabar löngu teknir við forustu í læknisfræði sem öðrum mennt- um. HEIMILDARIT: M. D. Ralph H. Major: A History of Medicine. Dr. med. Joh. Hermann Baas: Leit- faden der Geschichte der Medizin. Dr. Max Neuburger: Geschichte der Medizin. Valdimar Steffensen: Hippokrates. Sá maður sern villist af vegi skynseminnar, mun brátt hvílast í söfnuði fram- liðinna. LÆKNANEMINN 3"‘/ib!2 - 35. árg. 51

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.