Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 24

Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 24
stöðugleika og næmi fyrir ýmsum efnum(47). Þessi uppgötvun að EDRF er NO kom flatt upp á marga. Menn áttu ekki að venjast að boðefni milli frumna væru svona einföld að efnafræðilgri gerð og fyrir vikið hefur þetta vakið gífurlega athygli. Einnig varpar þetta nýju ljósi á flokk nítrat lyfja, sem notuð hafa verið í marga áratugi eins og áður sagði. LOSUN EDRF ÚR ÆÐAÞELI Nú þegar ljóst er að EDRF er hvorki meira né minna en NO er eðlilegt að spurt sé: Hvemig fer æðaþelið að því að mynda NO og hvernig er losuninni stýrt? Eins og staðan er í dag þá er þekkingin á þessu sviði ákaflega brotakennd og í rauninni lftið vitað, sérstaklega hvað varðar myndunina. Nokkrar vísbendingar eru til staðar um hvernig losuninni er stýrt og verður bent á þær hér á eftir og reynt að spá í mögulegar leiðir út frá þeim. Atriði 1: I allri umræðunni í kaflanum hér á undan var eingöngu talað um ach. sem agonista fyrir EDRF losun. I rauninni er ach. aðeins einn af fjölmörgum agonistum. Af öðrum má nefna: ATP, ADP, A-23187 (Ca++- jónaferja), bradykínín, substance P, VIP, calcitónin gene-related peptide, mellittín, thrombín, histamín (H,), noradrenalín (a2), serótónín(S,) og arakídónsýra(5). Ef þessi listi er skoðaður betur má sjá að flestir þessara agonista eru einnig þekktir af að valda losun á PGI,, það er að segja agonistarnir ATP, ADP, A-23187, calcitónín gene-related peptide, melittin, thrombín, histamín og arakídón- sýra(6,7,8,48). Þessi samsvörun milli EDRF og PGI, gæti því bent til að þessi tvö efni væru losuð eftir sameiginlegri boðleið, að einhverju leyti að minnsta kosti. Atriði 2: Nokkuð ljóst er að hækkun á innanfrumu kalsíum (Ca++) er nauðsynlegt skref í losun á EDRF(7,9,10,11,12). Óljóst er hvaðan þetta Ca++ kemur, það er segja hvort það kemur úr innanfrumubirgðum eða að utan. Nýjustu rannsóknir benda til að um hvort tveggja sé að ræða, það er að fyrst komi Ca++ að innan en ef losunin er langvarandi þá komi síðar til utanfrumu-Ca++(10,13). Atriði3: Ýmislegtbendirtil að klofnun fosfólípíða með fosfólípasa A„sem þannig losar arakídónsýru, sé nauðsynlegt skref í myndun EDRF.Það sem styður þetta atriði er eftirfarandi: a) Arakídónsýra losnar þegar fosfólípasi A, klýfur fosfólípíð. Ef arakídónsýra er sett á æðaþel losnar einmitt EDRF(5). Þar sem arakídónsýra getur auðveldlega borist gegnum frumuhimnuna að utan styður þetta þá hugmynd að losun hennar úr fosfólípíðum sé nauðsynleg fyrir myndun EDRF. b) Melittin sem virkjar fosfólípasa A2 beint veldur losun á EDRF(5). c) Ýmis efni til dæmis manoalide og quinacrine (mepa- crine) sem þekkt eru af því að hemja fosfólípasa A2 hindra EDRF(1,14,15). d) Efni sem hemja lipoxy- genasa, til dæmis ETYA og NDGA, hindra sum EDRF(4,5). e) Eitt umbrotsefni arakídón- sýru gegnum lipoxygenasa það er 15-HPETE veldur losun á EDRF(28). Aður en hugsanlegt mikilvægi þessara atriða verður nánar rætt er rétt að gefa örlítinn fræðilegan grunn. Leiðir til að hœkka innanfrumu-Ca++: Kalsíum jónin hefur geysilega mikilvægu stýrihlutverki að gegna í hinum ýmsu störfum frumunnar. Það er því ljóst að fruman þarf að geta stýrt nákvæmlega hversu mikið laust Ca++ er til staðar í frumunni hverju sinni. Við ákveðin áreiti hækkar hún innanfrumu-Ca++-styrk og við það fara í gang ýmis konar kerfi, til dæmis virkjast fosfólípasi A2 en hann getur klofið fosfólípíð í frumuhimnunni eins og áður sagði og losar þannig arakídónsýru. En hvernig fer fruman að því að hækka styrk Ca++ ? Því má gróflega skipta í tvennt. I fyrsta lagi þá getur fruman losað Ca++ úr eigin birgðum það er að segja úr frymisneti (endoplasmic reti- culum). I öðru lagi getur fruman hleypt inn Ca++ að utan í gegnum sérhæfð Ca++-jónagöng. Skiln- ingur manna hefur á síðustu árum aukist mjög á því hvemig fruman getur stjórnað þessum hækkunum á Ca++-styrk, sérstaklega hvað varðar losun úr innanfrumubirgðum. Tekist hefur að sýna fram á nýtt boðkerfi (second messenger system) í frumum sem stýrir þessu, hið svokallaða fosfatidylinósitól- boðkerfi(17,18). Hér verður ekki farið náið í þetta boðkerfi, en fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar er rétt að benda á að fjöldi yfirlitsgreina hafa verið skrifaðar(m.a. 19,20). Lykilefniðí kerfinu er fosfatidylinósitól-4,5- bisfosfat (PIP,) sem er fosfólípíð í frumuhimnunni. Þegar boðkerfið örvast í frumunni, fyrir áhrif 22 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.