Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 35
megin (heilataugar IX og X),
augntif (nystagmus) og einkenni
frá litla heila sömu megin (tractus
spinocerebellaris og pedunculus
cerebellaris inf.), Horner’s
syndróm sömu megin (sympatískir
þræðir á niðurleið), verk og dofa í
andliti sömu megin (tractus
spinalis n. trigemini), skerðingu
sársauka- og hitaskyns á bol og
útlimum í gagnstæðum líkams-
helmingi (tractus spinothalamicus
lat.), andlitslömun sömu megin (n.
facialis) og jafnvel væga
gagnstæða helftarlömun (efri
hreyfitaugungar).
Drep í brú (pons) veldur
fjölbreytilegum brottfalls-
einkennum frá heilataugum
(supranuclear, nuclear eða
infranuclear), skertri meðvitund
(oft dái), lömun í mismörgum
útlimum og einkennum frá litla
heila.
Drep beggja vegna í
brúarsporði (basis pontis) orsakar
svonefnt innilæst (locked-in)
ástand, en þá er sjúklingurinn
vakandi (dreifin, þ.e. formatio
reticularis, sleppur), fylgist með
(brautir á uppleið sleppa), getur
blikkað augunum, en annars ekki
hreyft sig. Ef drepið nær til
dreifarinnar missir viðkomandi
meðvitund, en heldur ýmsum
frumstæðum viðbrögðum (t.d.
sýgur, tyggur og kyngir), getur
opnað augun og fylgt hlutum með
augunum (coma Vigil eða Akinetic
mutism).
Drep í miðheila getur valdið
fjölbreyttum einkennum og hafa
verið afmörkuð mörg syndróm, sem
kennd eru við þá sem lýstu þeim.
Þekktust eru syndróm Webers
(ipsilateral oculomotorlömun og
contralateral hemiparesa) og
Benedikts (insilateral oculomotor-
lömun og contralateral tremor).
Einangrað drep í litla heila
þarf ekki að valda miklum
einkennum (góð blóðrás um
hliðargreinar). Meiri líkur eru á að
einkenni frá litla heila fylgi
einkennum frá heilastofni
(langbrautir, dreif) og heila-
taugum. Drep vegna skerts
blóðflæðis í aftari og neðri
hnykilsslagæð (a. cerebellarispost.
inf.) getur þó valdið einangruðum
einkennum frá litla heila (svimi,
ógleði, uppköst, nystagmus og
ataxia) sem líkjast einkennum
bráðrar bólgu í völundarhúsi
(labyrintitis acuta). Fylgjast ber
mjög náið með sj úklingum með drep
ílitlaheila. Dánartíðninerhá. Þrjár
helstu dánarorsakirnar eru
fylgjandi drep í heiiastofni,
þrýstingur á heilastofn (vegna
bjúgs í litla heila) og brátt
vatnshöfuð (hydrocephalus). Ekki
er til nein virk meðferð við drepi í
heilastofni, en þrýsting á
heilastofn og vatnshöfuð verður að
meðhöndla skjótt með skurðaðgerð,
þar sem þrýstingnum er létt af
svæðinu (posterior fossa
decompression) og/eða lagður er
inn “ventill” (ventricular
drainage)(25).
Truflað blóðflæði í aftari
hjamaslagæð (a. cerebri post.)
getur m.a. valdið drepi í miðheila,
en helsta einkennið er þó
sjónskerðing í gagnstæðum
helmingi sjónsviðs (contralateral
homonym hemianopia) vegna
dreps í hnakkablaði (lobus
occipitalis) eða í öllu sjónsviðinu
(vegna blóðreks til beggja aftari
hjarnaslagæðanna). Hluti
sjónsviðsins getur þó sioppið. Ef
aðlæg úrvinnslusvæði barkarins
skaddast einnig, beggja vegna,
verður sjúklingurinn blindur en
neitar að svo sé (Anton’s syndróm).
Sköddun úrvinnslusvæðannaeinna
í ríkjandi heilahveli getur valdið
þvf að sj. þekki ekki hluti sem hann
horfir á (sjónrænt túlkunarstol eða
visual agnosia), þekki fólk ekki af
andlitum þeirra (aprosapognosia)
og geti ekki nefnt hluti sem hann
sér (visuonominal afasia). Við
sköddun sömu svæða í hinu
heilahvelinu veitir sj. ekki athygli
því sem er í gagnstæðu sjónsviði
(visual inattention) og hættir e.t.v.
að rata þótt hann þekki vel til
aðstæðna (visuospatial agnosia).
Drep í hornfellingu (gyrus
angularis) hvirfilblaðs (lobus
parietalis) hefur í för með sér að
viðkomandi ruglar saman hægri og
vinstri (allochiria), getur ekki
aðgreint fingur sína (fingur
agnosia), reiknað eða skrifað
(acalculia og agrafía). Þetta ástand
er nefnt Gerstmann’s syndróm.
Eftir heilablóðfall vegna lokunar
aftari hjamaslagæðar geta komið
fram hvimleiðir verkir í gagnstæðri
hlið Iíkamans (thalamískt
syndróm).
Vitglöp :
Vitglöp (dementia) geta átt
rætur að rekja til myndunar margra
lítilla drepsvæða í heilanum vegna
útbreiddrar æðakölkunar, t.d.
lokunar eða verulegra þrengsla í
báðum innri hálsslagæðunum.
Gagnstætt við vitglöp vegna
heilahrörnunar (svo sem sjúkdóms
Alzheimers) er yfirleitt ekki um
jafna framþróun einkenna að ræða,
heldur versna einkennin (vitglöp
og staðbundin brottfallseinkenni) í
þrepum. Stöðug framþróun
vitglapa getur hins vegar hlotist af
lengingu og útvíkkun botn-
slagæðarinnar (a. basilaris) vegna
æðakölkunar, sem veldur þrýstingi
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
33