Læknaneminn - 01.04.1988, Side 32
Heilablóðfall (heiladrep vegna blóðþurrðar)
Sigurður Thorlacius læknir
T alað er um heilablóðfall eða
heilaslag (apoplexia cerebri) þegar
heilinn skaðast af völdum
blæðingar (haemorrhagia cerebri)
eða dreps (infarctus cerebri).
Heilablóðfall er mikið heilbrigðis-
vandamál, því það er þriðja
algengasta dánarorsök Vestur-
landabúa (á eftir hjarta-
sjúkdómum og krabbameini) og
margir þeirra sem lifa af eru
verulega bæklaðir. í Band-
aríkjunum greinast u.þ.b. hálf
milljón ný tilvik heilablóðfalls á ári
(af þeim deyja meira en 200
þúsund) og um 1,9 milljónir manna
hafa þar á hverjum tíma einkenni
vegna heilablóðfalls( 1,2).
Þótt einkennin séu gjarnan
umtalsverð getur klínísk greining
verið erfið, eins og sjá má af
niðurstöðum rannsóknar sem
framkvæmd var í Edinborg, þar
sem niðurstöður 1152 sjúkra-
húskrufninga voru bornar saman
við klínískar sjúkdóms-
greiningar(3). í 129 tilvikum var
klínísk greining heila-
æðasjúkdóms staðfest, en í 118
tilvikum stóðst klfníska greiningin
ekki (í 71 tilviki fannst slíkur
sjúkdómur án þess að klínískur
grunur hefði legið fyrir og í 47
tilvikum var klínískri greiningu
heilaæðasjúkdóms hnekkt).
Um 20 af hundraði
heilablóðfallstilfella flokkast sem
heilablæðing, en um 80 af hundraði
sem heiladrep( 1,4). í þessari grein
verður hér eftir eingöngu fjallað um
síðari flokkinn, heiladrep.
Orsakir og afleiðingar
blóðþurrðar í heila
Heiladrep stafar af blóð-
þurrð í heila (ischaemia cerebri).
Tafla 1 sýnir helstu orsakir
blóðþurrðar í heila( 1,6-10), en oft
eru fleiri en einn þessara þátta
samtímis að verki. Einnig spila
þama inn í ýmsir áhættuþættir fyrir
æðasjúkdóma (háþrýstingur,
reykingar, ofneysla áfengis, offita,
sykursýki, notkun p-pillunnar,
hækkuð blóðfita, of- eða
vanstarfsemi í skjaldkirtli, hækkun
þvagsýru í blóði)( 1,6,8,9,11-14). í
heilsufarssögu þarf einnig að huga
að hvort um sé að ræða einkenni frá
öðrum hlutum blóðrásarinnar
(angina pectoris/infarctus
myocardii, claudicatio inter-
mittens).
Blóðþurrð í heila getur
valdið tímabundnum einkennum
eða T.I.A. (transient ischemic
attack). Líta verður á T.I.A. sem
viðvörunareinkenni fyrir
yfirvofandi heiladrep, því búast
má við að u.þ.b. þriðjungur T.I.A.
sjúklinga fái heilablóðfall innan 5
ára. Innan við fjórðungur
slagtilfella kemur hins vegar í
kjölfar T.I.A(6). (Fjallað var
sérstaklega um T.I.A. í síðasta
tölublaði Læknanemans(15)).
Heilablóðfall getur komið
fyrir á öllum aldri, en einkum þó
þegarlíðatekuráæviskeiðið. Þegar
á heildina er litið er því lang
algengasta orsök blóðþurrðar í heila
staðbundin lokun slagæðar af
völdum blóðsega (thrombosis
cerebri), en næst algengasta
orsökin er æðalokun af völdum
blóðreks (embolia cerebri) frá
hjarta, sem orsakar u.þ.b. 15%
heiladrepstilvika(7). Ungt fólk fær
helst heiladrep ef það hefur
mígreni, mítrallokusjúkdóm eða
æðafláningu (arterial dissection),
en reykingar og notkun p-pillunnar
virðast vera mikilvægir
áhættuþættir(l,9,10).
Afleiðingar blóðþurrðar í
heila ráðast að verulegu leyti af
ástandi æða kerfis heilans almennt
(útbreiðslu æðaskemmda, hversu
opnar hliðargreinar skaddaðra æða
eru, virkni sjálftemprunar
blóðflæðisins) og hversu hratt
ástandið þróast, þ.e. hvort
blóðrásinni vinnst tími til
aðlögunar. Skyndileg lokun æðar
vegna blóðreks reynist þannig
gjarnan afdrífaríkari en hægt
vaxandi lokun vegna blóðsega á
staðnum og drepið nær þá oft yfir
stórt heilasvæði og kemur oftast án
viðvörunareinkenna (T.I.A.).
Málið er þó ekki svo einfalt
að það sé aðeins ástand stóru
heilaslagæðanna sent máli skipti,
eins og sjá má af niðurstöðum
vandlega útfærðrar alþjóðlegrar
rannsóknar á árangri utan-
innankúpu æðahjáveita (extra-
cranial-intracranial arterial
30
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.