Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 26
'^pagonisti
MYND 2: Þegar agonisti tengist viðtaka þá klofnar fosfatidylinósitól-4,5-bisfosfat (PIP2) niður í
inósitóltrífosfat (IP3) og diacylglýceról (DAG). IP, veldur losun á kalsium (Ca) úr frymisneti en DAG
virkjar prótein kínasa C (PKC) sem fosfórýlerar prótein (Prótein-P).
ýmissa agonista sem bindast
viðtökum, þá klofnar lykilefnið
PIP, niður í tvö efni sem bæði eru
innri boðefni. Þessi efni sem
þannig losna eru diacylglyceról og
inósitólþrífosfat (IP ).
Diacylglyceról virkjar
ensýmið prótein kínasa C, en það er
ensým sem hefur áhrif á virkni
(eykur/minnkar) ýmissa próteina
með því að fosfórýlera þau. IP
tengist viðtaka á frymisneti og
veldur losun á Ca++ úr þvi( 19) (sjá
mynd 2).
Hver áhrifin verða af því að
hækka styrk Ca++ og örva prótein
kínasa C ræðst síðan af því hvaða
fruma á í hlut. B-frumur í
Langerhanseyjum í brisi svara með
því að seytra insúlíni, neutrófílar
svara á margvíslegan hátt til dæmis
með myndun súrefnisradíkala og
kemótaktískri hreyfingu og
æðaþelsfrumur svara með seytrun á
PGI, og ef til vill EDRF.
Eins og áður sagði getur
fruman einnig hækkað Ca++-styrk
með því að hleypa inn Ca++ að utan.
Tvær meginleiðir eru til þess,
annars vegar spennustýrð
jónagöng, en ekkert verður rætt um
þau hér og hins vegar göng sem
opnast vegna viðtakahvatningar á
frumuhimnu. Lítið er vitað um það
hvernig fruman stýrir þessum
jónagöngum. Kenningar eru þó að
sjálfsögðu uppi og má þar nefna
tvær. Annars vegar hefur verið
nefnt að viðtakinn sjálfur stýri
þessu gegnum svokallað G-
prótein(21). Hins vegar hefur
fosfatidylinósitól-boðkerfið verið
nefnt, það er að segja að IP4 sem
myndast úr IP3 opni þessi jónagöng
og hleypi þannig inn utanfrumu-
Ca++(22).
Arakídónsýra og afleiður
hennar: Þar sem losun
arakídónsýru gæti verið mikilvægt
skref í stýringu á EDRF losun er
rétt að minnast aðeins á myndun
hennar og umbrotsleiðir.
Arakídónsýra er fitusýra
sem bundin er í talsverðu magni í
fosfólípíð frumuhimnunnar. Hin
viðtekna skýring á því hvemig
arakídónsýra er losuð úr
himnulípíðum er sú að við Ca++-
hækkun í frumunni þá virkjast
fosfólipasar, meðal annarra
fosfólípasi A, sem kljúfi fosfólípíð
og losi þannig um arakídónsýru
(23,24). Raunar eru einnig uppi
kenningar um að fosfólípasi A, geti
virkjast beint frá viðtaka án
hækkunar á Ca++(25).
Arakídónsýra sem losnar úr
himnunni getur síðan farið eftir
tveim leiðum. Annars vegar
gegnum cyclooxygenasa og
myndað svokölluð prostaglandín
(t.d. prostacýklín(PGI2) og hins
vegar gegnum lípoxygenasa og
myndað leukotríen, hydroxy-
eicósatetraenóic sýrur (HETE-
sýru og HPETE-sýru) eða
Iípoxín(26). Þessi efni geta haft
víðtæk áhrif og nú nýlega var
einmitt stungið upp á því að afleiður
lípoxygenasa gætu þjónað sem
innri boðefni í frumum(27).
24
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.