Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 49
Upplýsingaleit í læknisfræði Sólveig Þorsteinsdóttir bókasafnsfræðingur Það sem gerir mörgum starfsmönnum á sviði heilbrigðis- vísinda erfitt fyrir við að fylgjast með á sínu sviði er aðallega tvennt: tími til lestrar og leitar að upplýsingum er naumur og ritaflóðið gífurlega mikið. Upplýsingaleit þarf þó ekki að vera flókin eða erfið, ef viðkomandi starfsmenn þekkja hagkvæmar leitaraðferðir. í þessu yfirliti verða kynntar helstu leitaraðferðir og hjálpargögn svo sem efnislyklar, skrár, handbækur og gagnagrunnar. Þau munu beina leitinni að tímaritagreinum, bókum, skýrsl- um, nýsigögnum og öðru efni sem hefur upplýsingar að geyma. Fjallað verður um Index Medicus (IM), Current Contents, Science Citation Index, Excerpta Medica, Medlars og nokkur fleiri hjálpartæki. Tugþúsundir tímarita um tækni og vísindi eru nú gefin út. National Library of Medicine í Washington er áskrifandi að um 22.000 tímaritum í læknisfræði og skyldum greinum hvaðanæva að úr heiminum. Læknisfræðitímarit hófu göngu sína fyrir 300 árum í Frakklandi og Englandi. Þeim fjölgaði brátt og ekki leið á löngu þar til erfitt var að finna greinar, sem komið höfðu út á prenti. Bandarískur læknir, John Shaw Billings, byrjaði árið 1881 á skrá um tímaritsgreinar. Aður höfðu evrópskir læknar tekið saman skrár yfirritað mál í læknisfræði, en þeim var ekki haldið við. Skrá hans var hinsvegar upphafið að Index Medicus, sem er einn helsti lykill að tímaritagreinum í læknisfræði í dag. Index Medicus Index Medicus er gefinn út af National Library of Medicine í Bandarfkjunum og er lykili að efni u.þ.b. 2700 tímarita í læknisfræði og skyldum greinum. Þessi 2700 tímarit eru valin úr þeim 22.000 áskriftum sem safninu berast. Index Medicus er gefinn út mánaðarlega, en síðan eru mánaðarheftin tólf sameinuð í eina heildarútgáfu, Cumulated Index Medicus, og kemur hún út í mars. Sérhver færsla í Index Medicus gefur eftirfarandi upplýsingar: höfund, titil, nafn á tímariti þar sem grein birtist, útgáfuár, mánuð, bindi,tölublað og blaðsíðu. Index Medicus er skipt í tvo hluta: efnisskrá og höfunda- skrá. Framan við efnisskrána er sérstök skrá um yfirlitsgreinar (review articles) og kemur hún sér oft vel fyrir þann sem þarf að fá yfirsýn yfir hvað skrifað hefur verið um ákveðið efni. Höfundar slíkra greina hafa viðað að sér miklu efni og greinunum fylgir yfirleitt langur heimildalisti. í janúarhefti Index Medicus er listi yfir þau tímarit sem eru efnistekin. Listinn er í tveimur hlutum: 1. Skammstafanir á heitum tímarita. 2. Fullt heiti tímarita. Algengast er að Index Medicus sé notaður til að finna greinar um ákveðið efni og er þá efnisskráin fyrst og fremst notuð. Efnisorðin eru í stafrófsröð og hverju efnisorði fylgja undir- efnisorð. Við leit að greinum um ákveðið efni verður að nota rétt efnisorð og er þetta nokkurt þjálfunaratriði. í stað þess að reyna að fletta strax að ákveðnu efnisorði í Index Medicus, flettir leitandinn upp í ákveðinni efnisorðaskrá, Medical Subject Headings Efnisord Númer í trénu GALLBLADDER A3.159 439 M rrlated CHOLECYSTECTOVÍY CHOLECYSTOGAAPHY ALLBLADDER DISEASES C6.IJO. 564+- GALLBLADDER NEOPLASMS C4.Stt.r74,120.401 C6.isa564.322 Mynd 1. LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.