Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 7
ALNÆMI: ONÆMISFRÆÐI,
MEINGERÐ OG LYFJAMEÐFERÐ
Magnús Gottfreðsson, læknanemi
Inngangur
í þessari grein er ætlunin að
fjalla um alnæmi og þá einkum
ýmsar nýjungar varðandi sjúkdóm
þennan. Aðaláhersla verður lögð á
ónæmisfræði, kenningar um
meingerð (pathogenesis) sjúk-
dómsins og hugsanlega lyfja-
meðferð. Lítillega er tæpt á
veirufræði. Hins vegar er það ekki
ætlunin að fjaila nákvæmlega um
faraldursfræði ellegar hinar ýmsu
myndir alnæmis nema þegar hjá
þvf verður ekki komist, og þá í sem
allra stystu máli.
í upphafi gerði ég ráð fyrir
(eins og bláeygra bjartsýnismanna
er háttur) að ekki yrði mikið mál að
taka saman greinarkorn um helstu
nýjungar í alnæmisrannsóknum
um þessar mundir. En mér
skjátlaðist. Ef litið er í index
medicus má sjá tugi ef ekki
hundruð nýbirtra greina um alnæmi
í hverjum mánuði. Vonlaust er að
hesthúsa öll þau gullkorn, jafnvel
fyrir bláeyga. Því tók ég þá
ákvörðun að skrifa fremur um
afmarkað efni ættu áform mín ekki
að verða fyrir skriðufalli af pappír og
fá síðan hægt andlát undir
ljósritunarvél. Þessi grein er að nær
öllu leyti byggð á heimildum frá
árinu 1987 -’88 og er það von mín
að hún veiti lesandanum einhverja
innsýn í nýjungar í alnæmis-
rannsóknum.
Alnæmi var fyrst greint
meðal homma frá Los Angeles og
New York árið 1981. Það sem fyrst
vakti athygli manna á þessum
sjúkdómi var hin mikla aukning á
ýmsumkvillumeráðurvorufátíðir,
aðallega Kaposis sarcoma og
pneumocystis carinii lungnabólgu.
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að fljótlega kom í ljós að orsök
ónæmisbilunarinnar var sýking
með áður óþekktri veiru, sem
fljótlega tókst að einangra. Eftir
nokkrar skemmri skírnir sættust
menn á að kalla veiru þessa HIV
(Human Immunodeficiency
Virus).
Nú er talið að alnæmisveiran
sé upprunin í Afríku. Talið er að
rekja megi feril hennar allt aftur til
ársins 1970 eða fyrr (8).
Veirufræði
HIV , sem einnig er þekkt
undir nöfnunum LAV (Lymph-
adenopathy-associated Virus) og
HTLV III (Human T-cell
Leukaemia Virus III) tilheyrir
flokki retroveira (retroviridae).
Retroveirum má skipta í þrjá
flokka. Þeir eru lentiveirur,
oncoveirur og spumaveirur. Lenti-
og oncoveirur hafa verið allmikið
rannsakaðar í seinni tíð en um
spumaveirur er lítið vitað. Öllum
þessum veirum er sameiginlegt að
hafa ensímið reverse transcriptasa
er sér um umritun á RNA veiranna
yfir á DNA.
HIV er um 100 nm í
þvermál og er umlukin hjúp úr
fosfólípíðum. I hjúpnum eru tvö
glýkóprótein. Aðalglýkópróteinið
nefnist gp 120 en hitt er kallað gp
41. Fyrir innan hjúpinn eru
kjarnaprótein veirunnar (pl7,p24
(aðalpróteinið) og pl5), RNA og
ensímið reverse transcriptasi.
Erfðaefni veirunnar hefur verið
LTR
gag
pol
I I I L
L
tat
I
sor
1
1
trs/art
env
3'
orf
J L
LTR
4 5 6
k'Oóbassr
Mgnd 1. ErfSaefni HIV.
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
5