Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 58
einnig sett fram það mikilvæga markmið að leggja aðaláherslu á að kenna læknanemum læknisfræði í læknadeild þannig að þeir hafi að loknu kandídatsprófi næga yfirsýn, til að velja að starfa við lækningar, kennslu eða rannsóknir. Það er því stefnt að því, að minnka sérfræðikennslu í deildinni og hún verði færð meira afturfyrir embættispróf. Leiðir Frekar en að leggja fram uppdrætti af hverju ári fyrir sig, ætla ég einungis að fara fáum orðum um þær breytingar, sem lagðar hafa verið fram, sem hugmyndir að leiðum að ofangreindum markmiðum. Lagt er til, að á fyrsta ári verði efnafræðikennsla stokkuð upp. Efnafræði er grein, sem ætlað er að jafna aðstöðumun stúdenta eftir því úr hvaða menntaskólum þeir koma. Það er umdeilanlegt hvort Háskólinn eigi að taka að sér slíkt hlutverk, en meðan sú skoðun ríkir, er allavega rétta að hún taki eins lítið frá hinni eiginlegu læknakennslu og mögulegt er. Það er því lagt til að ólífræn efnafræði verði kennd á stífu námskeiði, t.d. 3ja vikna, í byrjun árs og megi því byrja á lífrænu efnafræðinni í október. Læknadeild býr við numerus clausus og það skiptir miklu máli fyrir alla skipulagningu hvar því er fyrir komið. Það hefur verið lagt til að numerus clausus prófið verði þreytt fyrir jól og engin verkleg kennsla fari fram fyrir þann tíma. Fyrir þessu eru tvenns konar rök. í fyrsta lagi sparast tími í verklegri kennslu eftir að hópurinn minnkar. Þáereinnigmikilvægtað stytta þann tíma fyrir súdenta er þessi óeðlilegi samkeppnisandi ríkir. Við það að færa numerus clausus fram í desember verður jafnframt að gera þá kröfu, að þau fög, sem prófað er í, séu fjölbreytt og tengist læknisfræði meir heldur en ólífræn efnafræði gerir. Því verður að gera ráð fyrir að frumulíffræði verði að verulegu leiti fyrir áramót svo og eðlisfræði/ lífeðlisfræði. Þá verður reynt að tengja saman þá þætti í eðlisfræði, frumulíffræði og lífefnafræði sem ótvírætt eiga saman. Þannig hefur verið lagt til að í stað þess að kenna um frumuhimnu og starfsemi hennar á þremur mismunandi stöðum, sameini kennarar þessara þriggja greina krafta sína og kenni um frumuhimnuna og starfsemi hennar sem heild, en gefi stúdentunum um leið rnynd af þessu viðfangsefni frá sjónarhóli þriggja ólíkra, en tengdra, greina. Líffærafræði verður fyrst um sinn lítið breytt. Viðbætistsvo nýrkennsluhluti þarsem lögðverði sérstök rækt við hina mannlegu hlið læknisfræðinnar, s.s. sálarfræði, samskiptafræði og atferlisfræði. Eftir áramót verður í líffærafræði aðallega rætt um bein og vöðva og líkur þeirri yfirferð með kynningu í klínískum fyrirbærum svo sem eins og beinbrotum og liðagigt. Kemur þá til mála að tengja það stuttu ívafi af aflfræði og ónæmisfræði. Þá kemur inn í verkleg yfirferð í efnafræði og líffærafræði og ennfremur klárast þarna lífræn efnafræði sem tengist yfirferð um gen.ogkjarnasýrurpróteinsmíð og yfirferð unr prótein í lífefnafræði. Á öðru ári verði síðan farið í sérstök líffærakerfi og verði þar líffærafræði og vefjafræði undirstaða en inn í komi lífeðlisfræði og lífefnafræði eftir líffærakerfum. Að lokinni yfirferð verði sameiginlegt seminar þar sem gert verði yfirlit yfir eðlilegt líffærakerfi og starfsemi þess. Síðan komi stuttarklínískarmyndir til að minna á tengsl við það sem framundann er. Á þriðja ári er byrjað á inngangsyfirferð unt meinafræði, lyfjafræði og örverufræði. Síðar verður farið í sérhæfðari þætti og þá gengið út frá líffærakerfum eins og fyrr, þ.e.a.s nú verður fjallað um bilun og galla í þessum kerfum og yfirferð lokið með kynningu aftur meðdæmum úrklínik. Áþriðjaári fá stúdentar einnig fyrstu kynni af sjúkradeildum. Tilgangur þeirra dvalar verður fyrst og fremst að kynna stúdentum andrúmsloft og hugsunargang svo og vinnubrögð, en ekki hugsuð til þess að kenna þeim endanlega um ákveðna sjúkdóma eða meðferð. Á sama tíma fer einnig fram kynnig og viðræður við samstarfshópa og lögð áhersla á að kynna starfsemi þeirra fyrir verðandi læknum í þeirri von að þekking á starfsvettvangi samstarfsfólksins geri samstarf auðveldara í framtíðinni. Aðalbreytingar á fjórða ári liggja á seinna misseri. Þar er gert ráð fyrir þriggja mánaða tímabili sem helgað yrði grunnrannsóknum og vinnu að vísindaverkefni. Þáer reiknað með að kennarar deildarinnar kynni þær rannsóknir, sem þeir eru að vinna að og leggi fram lítil rannsóknarverkefni er megi vinna á þremur mánuðum. Þessu fylgir m.a. kynning á aðferðafræði og tölfræði er komi að gagni við þetta verkefni. Þarna opnast sá möguleiki að þessi vinna leiði til B.S. náms og má þá taka árs 56 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.