Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Side 11

Læknaneminn - 01.04.1988, Side 11
Tafla 1. Ónæmisbilanir í alnæmi -Fækkun CD4+ fruma -Minnkuð vaxtarviðbrögð(proliferative responses) gegn leysanlegum vækjum -Síðbúin ofnæmisviðbrögð eru minnkuð -Minnkuð framleiðla á y-interferoni í framhaldi af örvun með vækjum -Fjölstofna B-frumu örvun með auknurn vexti frumanna(spontaneous) og aukinni mótefnaframleiðlsu(aðalega IgGl,IgG3,IgA og IgD) -Minnkað vessabundið ónæmissvar gegn bólusetningu(primary) -Lymphopenía -Minnkuð vaxtarviðbrögð gegn T-frumu mitogenum og alloantigenum -Minnkuð vaxtarviðbrögð gegn sérstökum B-frumu mitogenum -Minnkuð IL-2 ífamleiðsla -Minnkað frumudráp veirusýktra fruma -Minnkuð myndun á ónæmisfléttum -Minnkuð drápsfrumuvirkni þrátt fyrir að NK-frumur tengist markfrumum á eðlilegan hátt -Minnkaður chemotaxis hjá einkjarna átfrumum -Minnkuð tjáning á MHC class II hjá einkjarna átfrumum -Aukning á sýru-óstöðugu a-interferoni Ath. Ekki eru öll ofantalin einkenni nauðsynlega til staðar á sama tíma. undirtlokkum T hjálparfruma sé að ræða, að tjáning þeirra fruma er tjá antigen fyrir T hjálparfrumur sé skert (e.APC: antigen presenting cells), eða að starfsemi T hjálparfruma skerðist vegna beinna áhrifa frá veirunni. Eitt af einkennum alnæmis er fjölstofna örvun á B frumum (sjá töflu). Talið er að orsök hennar sé ýmist bein örvun af völdum veirunnar eða örvun á T hjálparfrumum til framleiðslu á vaxtar- og þroskaþáttum fyrir B frumur (BCGF, B-cell growth factor og BCDF, B-cell different- iation factor)(7). Athygli vekur að hluti af gpl20 og neuroleukín eru samsvarandi í byggingu. Neuroleukín er lymphokín er virkjar B frumur og örvar mótaefnamyndun þeirra. Hugsan- legt er að þetta sé hluti af skýringunni á fjölstofna virkjun B fruma. í einstaklingum með HIV smit en lítil sem engin klínísk einkenni verður stundum vart við skert mótefnasvar gegn polysakkaríð antigenum, en eðlilega svörun gegn prótein antigenum. þetta kemur fram jafnt í sjúklingum með fækkun á T hjálparfrumum og einnig sjúklingum með eðlilegan fjölda þeirra. Ástæða þessarar truflunar á mótefnasvörun er óþekkt. Virkni NK fruma er vanalega minnkuð í sjúklingum með alnæmi og hana má örva með gjöf IL-2 in vitro (9). Sýnt hefur verið fram á að IL-2 hefur bein örvandi áhrif á monocyta til frumudráps (53).Hins vegar hefur verið sýnt fram á í klínískum tilraunum að gjöf á IL-2 eykur hættu á bakterísýkingum í alnæmissjúklingum á lokastigi. Hugsanlega hefur g-interferon öfug áhrif. Ekki hefur tekist að skýra þennan mismun út frá þekktum áhrifum efnanna in vitro (10). HIV sýking í monocytum og macrophögum kann að leiða til skerðingar á efnasæki (chemo- taxis) þessarra fruma. Ef til vill skýrir sýking alveolar macrophaga hærri tíðni af pneumocystis carinii lungnabólgu er sést meðal alænæmissjúklinga en sést hjá öðrum sjúklingum með bælt ónæmiskerfi (1). Einnig er hugsanlegt að sýking með veirunni hafi áhrif á losun monokína frá þessum frumum. Aukin losun á IL- 1 eða TNF (tumor necrosis factor, cachectin), sem bæði eru öflug hitahækkandi (pyrogen) efni gæti skýrt hinn króníska hita er gjaman sést í alnæmissjúklingum( 12). TNF örvar einnig catabolisma og vera kann að aukin seytrun þess sé LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 9

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.