Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 41
Um krabbamein og erfðir Nokkmar hugleiðingar um arfgeng krabbamein og önnur Óskar Þór Jóhannsson aðstoðarlæknir Inngangur Á árunum 1985-86 vann undirritaður að B.S. verkefni við Læknadeild Háskóla Islands. Verkefnið fólst í því að einangra erfðaefni (DNA) og setja upp aðferð til greiningar þess við frumulíffræðideild Rannsókna- stofu Háskólans í Meinafræði. DNA var unnið úr blóðsýnum sem fengin voru úr þremur áttum: a) Ættum þar sem brjóstakrabbamein er algengt og ætla má að erfðaþættir komi við sögu. b) Konum greindum með brjóstakrabbamein, en ekki með náskyldan ættingja með brjóstakrabbamein. c) Heiibrigðum einstak- lingum sem áttu engan náskyldan ættingja með krabbamein. Sú rannsókn sem hafist var handa við fólst í athugun á genasamsætum (allele) c-Ha-ras prótóonkógensins, en rannsóknir erlendis bentu til að sjaldgæf afbrigði þeirra væru algengari meðal krabbameinssjúklinga en annarra (1). Niðurstöður fyrsta áfanga þessa verkefnis voru lagðar til grundvallar að B.S. ritgerð sem kynnt var í B.S. fyrirlestri í mars 1987. Annar áfangi er nú langt kominn. Síðastliðið sumar hófst þriðji áfangi þessa verkefnis í samvinnu við Krabbameinsfélag Islands. Þessi áfangi fól í sér að farið var yfir nálægt 100 ættarskrár kvenna með brjóstakrabbamein og loksvaldar nokkrarættirtil frekari athugunar. Ætlun er að hefja bráðlega tengslakönnun (Linkage study) með það fyrir augum að kortleggja hugsanleg gen sem tengjast krabbameinsmyndun. I þessari grein ntun einkum vera fjallað um nokkur atriði tengd erfðum krabbameina og vikið að nýlegum uppgötvunum um eðli þeirra. Farið verður heldur hratt yf ir sögu og ekki í smáatriðum, enda þau ekki ljós. Ekki ber að líta á grein þessa sem heimildarrit um ættlæg krabbamein, frekar sem kynningu, sem hefur það markmið að varpa ljósi á hví það er svo mikilvægt að spyrja um ættarsögu þegar grunur leikur á krabbameini. Hvað eru ættlæg krabbamein? Svarið við þessu er tiltölulega einfalt, ættlæg krabbamein eru krabbamein sem er að finna í ákveðinni ætt og þá yfirleitt tíðari þar en almennt. Hins vegar er ekki eins auðvelt að svara þeirri spurningu hvort þessi krabbamein séu arfgeng, þ.e. mynduð vegna erfðagalla frentur en t.d. vegna áhrifa sameiginlegs umhverfis og lífsvenja. Það mun ekki hafa verið fyrr en um miðja síðustu öld að menn tóku eftir að krabbamein voru algengari í sumum ættum en öðrum. Franski læknirinn Paul Broca birti 1866 bækling þar sem hann setur fram þá kenningu að háa tíðni brjósta og lifrarkrabbameins sem var að finna í ætt eiginkonu hans væri að rekja til arfgengs galla í þeim vef sem æxli myndast í (2,3). Síðan þá hafa safnast saman upplýsingar sem benda til að arfgeng krabbamein séu til, þ.e. í erfðasafni ættarinnar sé að finna einhverja breytingu sem eykur líkur á krabbameini meðal þeirra sem erfa hana. Ástæða þess að óljóst orð eins og breyting er notað er sú að margar mismunandi forsendur eru fyrir krabbameini eins og síðar verður vikið að. Flokka má arfgeng krabbamein í mismunandi erfðaflokka s.s. ríkjandi og víkjandi erfðir. Að auki virðist í nokkrum tilvikum frekar vera um að ræða arfgenga tilhneigingu en skilgreindar erfðir og er sá flokkur hér nefndur óljósar erfðir. Lítum nánar á þessa flokka: a) ríkjandi arfgeng æxli Átt er við krabbamein eða æxli sem birtist með ríkjandi hætti í ætt. Það má þannig t.d. finna í hverri kynslóð, svipgerð (þ.e. krabbamein) birtist í u.þ.b. helmingi þeirra sem geta erft genið og erfist niður frá þeim sem sýna svipgerð gens. Þetta er einföldun því ýmsir þættir s.s. sýnd (penetrance), síðbúin birting (manifestation) og mismunandi tjáning (expression) gens hafa LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.