Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Page 55

Læknaneminn - 01.04.1988, Page 55
karla og kvenna innan læknis- fræðinnar. Bækur og nýsigögn Meirihluti safnkosts læknisfræðibókasafna eru tímarit. Fræðilegur vettvangur fyrir framfarir í læknisfræði er aðallega í tímaritum og er því eðlilegt að þau myndi kjarna bókasafna. Þegar leitað er að upplýsingum um bókaútgáfu í læknisfræði, eru tvær bókaskrár mjög gagnlegar: National Library of Medicine Current Catalog og Bowker's Medical Books and Serials in Print. Fyrri skráin, NLM Current Catalog er gefinn út fjórum sinnum á ári og síðasta heftið er heildarútgáfa. Þar eru skráðar nýjar bækur annars vegar undir nafni höfundar og hinsvegar efni. Þar til 1978 birti þessi skrá upplýsingar um nýsigögn, en síðan hefur verið gefin út sérstök skrá yfir nýsigögn: National Library of Medicine Audiovisuals Catalog. Bowker's Medical Books and Serials in Print, New York: R.R. Bowker Co. er skrá yfir læknisfræðibækur og tímarit ritaðar á ensku. Skrá þessi kemur út einu sinni á ári. Bækurnar eru skráðar undir höfundi.titli og efnisorði, en tímarit undir heiti og efnisorðum. Þessi skrá gefur ennfremur upplýsingar um útgáfufyrirtæki og verð bóka. Bækur í íslenskum Iæknis- fræðibókasöfnum eru yfirleitt flokkaðar samkvæmt National Library of Medicine flokkunar- kerfinu. Til þess að finna hvað er til af bókum á safninu er best að nota spjaldskrá safnsins sem segir til um hvaða bækur eru til á safninu, og er einnig vegvísir um hvar bókin er staðsett á safninu. Bækumar eru skráðar undir nafni höfundar, bókarheiti og efnisorði. Efnisorðin eru að mestu leyti þau sömu og í MeSH. Bækur sem ekki eru til á landinu, er hægt að útvega frá erlendum bókasöfnum með aðstoð bókavarða. Lokaorð Bókasöfn á sviði heilbrigðisfræða eru sífellt að eflast. Það er ekki síst að þakka tilkomu tölvunnar, því með henni er upplýsingaöflun í læknisfræði mun aðgengilegri og auðveldari en áður. A Islandi er náin samvinna milli safna sem hafa yfir að ráða safnkosti á sviði heilbrigðisfræða. Einnig er mjög góð samvinna milli innlendra og erlendra bókasafna. Samnýting safnanna gerir það að verkum að notandi hefur greiðan aðgang að miklu safnefni. Notandinn þarf að vera tilbúinn að nýta sér þessa tækni og hina miklu auðlind upplýsinga. Undraverðir vinninqar koma pegar síst varir! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.