Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 64
eiginleikum, sem búa í hverjum
manni og geta orðið svo ýktir að þeir
afskræmi manninn. Þroskinn getur
hneigst til að velja of margt eða
hafna of mörgu.
Við sem höfum valið að lesa
læknisfræði kynnumst grein sem er
í senn gífurlega víðtæk, en sækir þó
þekkingu til þröngra sviða ýmissa
grunngreina. í sinni hreinustu
mynd snýst greinin um líf og heilsu
mannsins, sem er gleðilega
óhégómlegt viðfangsefni á tímum
miklu ómerkilegri gæða.
Er hér ekki akur að plægja
einlyndum mönnum eða marg-
lyndum, ólíkum að skapi og
hugsun?
Persóna ein í íslenskri
skáldsögu hafði tíðum á orði að lífið
væri bara til í bókum, enda heldur
holur rnaður í raun þó annað sýndist
við fyrstu kynni. Ætli skaðinn sem
fólk getur orðið fyrir í læknanámi
stafi ekki af sömu villu. Menn ætla
kannski, að dag einn standi þeir
upp, ljúki aftur bók og kunni
Iæknisfræði. Þetta er firra vegna
þess að lífið er ekki að finna í
bókum. Og samt verður enginn
læknir nema lesa margar bækur, og
kannski enn fleiri sem hann vill
verðabetri.
Steinn Steinarr segir á
einum stað um Reykjavík “Hún
hefur að vísu ekki gefið okkur neitt,
sem auga sér eða hönd á festir. En
hún hefur gert okkur að
mönnum...”.
Þessum orðum mætti snúa
við og hafa um deildina: Hún hefur
gefið okkur eitthvað sem auga sér
og hönd á festir. En hún hefur að
vísu ekki gert okkur að mönnum.
GARÐS APÓTEK APÓTEK
SOGAVEGI 108 AUSTURBÆJAR
HATEIGSVEGI 1
Læknasími: 34006 Almennur sími: 33090 Læknasími: 23270
Almennur sími: 621044
Leiðrétting
í grein Björns Hjálmarsonar "Hlutdeild rauðra blóðkoma í eyðingu mótefnafléttna", í síðasta tölublaði
Læknanemans, urðu þau mistök að hluti af samantektinni var tvítekin. Samantektin er heil og óslitin en kaflinn
á undan henni er sundurslitinn af stórum hluta úr samantektinni. Að auki vantar inní flæðiskema greinarinnar
"Activation of Hageman Factor" þaðan sem örvar stefna frá eyðu uppi til hægri.
Við biðjum Bjöm velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Ritnefnd.
62
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.