Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 59

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 59
frí frá námi til að klára það. Reiknað er með að allir stúdentar skrifi ritgerð að þessu tímabili loknu. Á fimmta og sjötta ári er svo lögð áhersla á klíníska þjáifun. Verður farið yfir sjúkdóma í ákveðnum líffærakerfum og nú aftur kallað á kennara úr grunngreinum til að rifja upp þau atriði, sem skipta máli hverju sinni. Þarna þarf einnig að fara yfir sjúkdómseinkenni gerð grein fyrir mismunandi meðferðarleiðum og samvinnu hinn ýmsu sérgreina til lausnar vandamálum. Á fjórða ári er gert ráð fyrir 4 vikna dvöl á handlæknis-og lyflækningadeild en á 5. og 6. ári verður aðal viðveran á sjúkradeildum. Hún fellst í viðveru á lyflækningadeild, handlækning- adeild, geðdeild, taugalækninga- deild, barnadeild, fæðinga-og kvensjúkdómadeild auk viðveru á heilsugæslustöðvum. Þáergertráð fyrir þremur mánuðum í valfrjálst nám. Lagt hefur verið til að fyrirlestrum verði fækkað all verulega t.d. verði einungis teknir tveir eftirmiðdagar í viku fyrir fyrirlestra. Aðalyfirferð yfir sjúkdómseinkenni fari hins vegar fram í umræðuhópum helst í tengslum við umsjá sjúklinga á sjúkradeildum. Greinilegt er að ákveðnar breytingar eru nauðsynlegar á klínísku kennslunni. Það þarf að gera hana markvissari og er þegar farið að skoða ákveðín atriði. Lagt hefur verið til að gerð verið heildarendurskoðun á kennslu unglækna og sem tengist klínískri þjálfun læknanema. Stungið hefur verið upp á leiðum til að gera viðveru stúdenta samfelldari, þeir fái tækifæri til að f y 1 g j a sjúklingunum betur eftir og gerist meiri þátttakendur í ákvarðannatöku um rannsóknir og meðferð. Sem dæmi má nefna að hugsanlegt væri að leggja niður bráðavaktir sjúkrahúsanna til að gera jafna innlögnir og vinnuálag, sem hlýtur að auka gæði þjónustu. Próf Ekki hefur verið í þessari umfjöllun rætt um próf önnur en numerus clausus. Við töldum eðlilegast að próf væru sem fæst t.d. einungis eftir þriðja ár og síðan á sjötta ári. Það virðist þá allt stefna í það að þau verði að vera fleiri t.d. eftir annað ár, þriðja ár , jafnvel fimmta ár og svo lokapróf á sjötta ári. Jafnframt verður komið á sífelldu mati þar sem túdorar og kennarar annist eftirlit og mat. Þetta gerir að sjálfsögðu meiri kröfur til viðveru því ekki er hægt að dæma um frammistöðu einhvers, sem aldrei hefur mætt. Jafnframt er nauðsynlegt að koma á kerfi er kanni álit stúdenta á kennslunni og jafnvel hafa verið hugsaðar leiðir til að fá mat utandeildar (extemal accrediation). Stjórnun All mikil vinna liggur að baki þessari áætlunargerð og fáar ákveðnar mótbárur hafa heyrst. Hefur þó verið bent á það, að hér sér í raun ekki um neina nýjung að ræða, heldur sé einungis verið að hrinda í framkvæmd reglugerðarbreytingu, sem gerð var fyrir sautján árum. Aðrir hafa bent á, að þetta hafi jú áður verið rey nt en aldrei náð að komast almennilega í framkvæmd. Þá hefur verið á það bent, að mikilvægt sé að þessu sé vel stjórnað. Greinilegt er að deildarstjómin og kennslunefnd stendur einhuga að baki þessum tilraunum, en nauðsynlegt er að efla starf kennslustjóra verulega frá því sem nú er. Þá hefur verið lagt til að tekið verði upp hlutverk blokkarstjóra, þ.e.a.s umboð- smaður kennslunefndar og deildarstjórnar verði skipaður fyrir hverja líffæraheild. Þannig mundi sá aðili sjá um að kennarar þeirra greina er tengjast yfirferð í ákveðnu líffæri, samhæfi krafta sína og einnig að yfirferð t.d. á öðru ári tengist yfirferð á þriðja ári og síðar í klíník. Það hefur verið lagt til að þessi aðili hafi kynnst læknisstarfinu af eigin raun, þ.e. nauðsynlegt hefur verið talið að hann búi yfir þeirri yfirsýn sem fæst með því að fara í gegnum kerfið allt. Niðurlag Það virðist augljóst að breytingar sem þessar hljóta að kosta mikla umþóttun og aukið álag sérstaklega fyrir kennara en líka fyrir stúdenta. Það er von okkar að þessar breytingar verði til þess að gera nám stúdenta skemmtilegra og áhugaverðara en alls ekki til þess að þeir komist léttar frá þessu eða komist í gegnum læknadeild án þess að Ieggja eitthvað á sig. Það er okkar skoðun sem vinnum að þessu að nauðsynlegt sé að auka vikt grunngreina og virðingu, bæta við vísindalegu verkefni í læknanámið og að deildinn taki þátt í því með stúdentum, að lýsa á hvern hátt einstakar greinar tengjast hvor annarri og hvernig námið í heild tengist mannfólkinu og þjóðfélaginu íkring. Við trúum því að þessar breytingar leiði til ánægjulegra og markvissara læknanáms. LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.