Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 56
Hugleiðingar um breytta læknakennslu
Kristján Erlendsson læknir
Um þessar mundir fer fram
úttekt á kennsluskipan í læknadeild
Háskóla íslands. Sú vinna er
jafnframt undirbúningur er leitt
gæti til breytingar á
kennslufyrirkomulagi. I raun er
enn ekki búið að ákveða að til
breytinga þessara komi, deildin
hefur einungis samþykkt að skoða
málið með ákveðin megin
sjónarmið í huga. Ljóst er að
ákvörðun verður að taka á næstu 8
vikum ef einhverjar breytingar eiga
að sjá dagsins ljós næsta haust.
Við þessar aðstæður er rétt
að spyrja, er einhver þörf á
breytingum og ef svo, hversu
víðtækum? Ljóst er að menn
skiptast í hópa hvað varðar álit á
nauðsyn breytinga. Talsmenn
breytinga halda því fram, að mikið
skorti á að stúdentar fái gagnlega
heildarmynd af læknisfræði,
kennslan fari fram í bútum, sem
gleymast jafnóðum og hafist er
handa við næsta bút, mjög skorti á
akademiskan hugsunarhátt og
áhugi fyrir eigin þekkingarleit sé í
algjöru lágmarki. Því hefurjafnvel
verið haldið fram að stúdentar komi
inn í deildina ákafir og frjóir, í
einlægri þekkingarleiten komi út úr
deildinni áhugalausir og illa
menntaðir. Þeir sem eru á móti
breytingum, halda sig við hina vel
þekktu skoðun knattspyrnu-
þjálfara, að sigurliði skuli ekki
breytt. Ágætinúverandikerfisfelst
t.d. í því að hérlendis sé eitthvert
fullkomnasta heilbrigðiskerfi í
heimi og íslenskir læknar veki
yfirleitt athygli erlendis fyrir glæsta
frammistöðu. Af því er dregin sú
ályktun að deildin útskrifi
kandídata, sem standi nánast öllum
framar. Þama bætist við umræða
um langlífi þjóðarinnar og annað
þess háttar, þætti sem má í rauninni
útskýra betur út frá öðru heldur en
stórfenglegri læknakennslu.
Síðasta reglugerðarbreyting
varðfyrir 17árumenþaðþýðirekki
að það sé síðasta breytingin sem
varð. Þvert á móti hafa hinir ýmsu
kennarar deildarinnar verið að
reyna fyrir sér smátt og smátt,
fundið endurbætur, sem leitt hafa til
verulegra framfara í kennslu. Það
eru þó enn allmargir veikir hlekkir
í læknakennslunni.
Forsaga
Á síðustu árum hafa
alheimssamtök um læknakennslu
vaxið töluverður ásmegin. Þau
hafa einbeitt sér að því að safna
hvaðanæfa úr heiminum straumum
í læknakennslu og reynt að
samræma og samhæfa það besta. Á
Evrópuþingi í Dublin nú í
september s.l. var kynntur árangur
og niðurstöður þessa starfs, sem á
næsta ári munu vera lagt fyrir
alheimsþing og síðar
stjómmálamenn til þess að leggja
upp með eina breiða línu í
læknakennslu. Það var áberandi á
þessu þingi hve allir voru sammála!
Þess ber þó að geta að einungis um
10% af læknaskólum í Evrópu sá
ástæðu til að senda fulltrúa á þessa
samkomu og töidu ýmsir að þetta
væri veikleikamerki, þ.e.a.s. að sú
stefna sem kom fram á
ráðstefnunni, og er því opinber
stefna samtakanna um
læknakennslu, væri einungis
prívatskoðanir fámennrar klíku og
hefði þess vegna ekkert með
heildarstefnu í kennslumálum að
gera. Aðrirtúlkuðuþettahins vegar
þannig, að stærsti hluti læknaskóla
hefðu engan áhuga á að skoða
frammistöðu sína, hvað þá að bæta
sig og því ekki ástæða til þess að
láta stefnuleysi þeirra ráða ef
framfara væri óskað.
Fyrir rúmu ári höfðu
deildarforseti, varadeildarforseti
og formaður kennslunefndar hafið
undirbúningsumræður og viðræður
við ýmsa kennara deildarinnar er
miðuðu að því að samræma
læknakennslu á Islandi þeim
heidlarsjónarmiðum er komið
höfðu fram hjá alheims-
samtökunum. Eftir þær umræður
var sett fram vinnuplagg, þar sem
að lögð voru drög að breytingu á
kennsluskipan. í ágúst mánuði
1987 voru síðan fengnir til starfa
þrír nytsamir sakleysingjar af yngri
kynslóðinni, Guðmundur
Þorgeirsson, Kristján Erlendsson
og Sigurður Guðmundsson til að
reyna að útfæra frekar þær
hugmyndir, sem settar höfðu verið
fram. Höfumviðsíðangerttillögur
að heildarskipulagi, rætt þær í
einkaviðtölum við allmarga
54
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.