Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 29
rétt sé að geta þess að þetta er enn lítt
rannsakaður þáttur innan EDRF-
fræðanna.
HUGLEIÐING UM
LÍFEÐLISFRÆÐILEGT
OG KLÍNÍSKT GILDI
EDRF
í stuttu máli hefur nú verið
rætt um efnafræðilega gerð, losun
og verkunarhátt EDRF. Þaðerekki
hægt að láta staðar numið án þess að
hugleiða hlutverk EDRF í
blóðrásinni.
Stjórnun blóðþrýstings:
Flestar tilraunir á losun EDRF eru
gerðar á stórum æðum en ekki á
hinum svo kölluðu viðnámsæðum
sem gegna mestu hlutverki í
stýringu blóðþrýstings. Mun erfið-
ara er að nota hinar smáu
viðnámsæðar í þessum tilraunum.
Þetta hefur þó verið reynt og benda
niðurstöður þeirra tilrauna til þess
að losun á EDRF úr æðaþelinu eigi
sér einnig stað í þessum æðum(4).
Þessar niðurstöður virðast því styðja
þær hugmyndir að EDRF sé
mikilvægur hlekkur í stjórnun
blóðþrýstingsins.
I þessu samhengi er einnig
rétt að geta þess að flest bendir til
þess að æðaþelið gefi ekki einungis
frá sér EDRF við örvun heldur sé
lika til staðar grunnmyndun (basal
release) á EDRF sem gefur enn
frekar til kynna hugsanlegt
stýrihlutverk þess á æðavídd(28).
Stjórn blóðflœðis: Stað-
bundin stjórnun blóðflæðis er sú
stjómun sem á sér stað staðbundið
innanákveðinnavefja. Efblóðflæði
eykst um vefinn eykst samdráttur í
sléttum vöðvum æðanna en ef
súrefnisskortur verður slaknar á
æðunum vegna myndunar á
æðaslakandi efnum(36).
Sum hinna æðaslakandi
efna sem talin eru gegna hlutverki
í staðbundinni stjórnun blóðflæðis,
til dæmis adenosine og histamín
(37), valda einmitt losun á EDRF.
Þannig má vel ímynda sér að EDRF
sé hlekkur í staðbundinni stjórnun
blóðflæðis.
Klínískt mikilvœgi: Gegnir
EDRF einhverju hlutverki í
myndun háþrýstings eða jafnvel
æðakölkunar?
Ekki eru komin nein svör
við þessum spurningum en ef horft
er á afmarkaðri fyrirbæri þá hefur
sitthvað komið í ljós varðandi
hugsanlegt hlutverk EDRF. Eitt af
þvi er svo kallaður æðaherpingur
(vasospasm) í kransæðum. Þetta er
fyrirbæri sem veldur því sem kallað
er Prinzmetal hjartaöng (angina).
Menn hafa tekið eftir því að þessi
kransæðaherpingur verður oftast í
tengslum við æðakölkun, sem gæti
bent til þess að æðakölkun sem slík
geti truflað eðlilega stjómun á
æðavidd.
Með þetta að leiðarljósi var
gerð mjög athygliverð rannsókn á
áhrifum achetylcholine á þrjá hópa
einstaklinga. I fyrsta hópnum voru
einstaklinga með alvarlega
æðakölkun (>50% þrenging), í
öðrum hópnum voru einstaklingar
með væga æðakölkun (<20%
þrenging) og í þriðja hópnum voru
einstaklingar með eðlilegar
kransæðar.
I fyrsta hópnum svöruðu
allir átta einstaklingarnir
achetylcholine með samdrætti
kransæða og þar af fimm með
algerri lokun. í öðrum hópnurn
svöruðufimmafsex einstaklingum
achetylcholine með samdrætti á
kölkuðum svæðum en einn
einstaklingur svaraði achetyl-
choline með útvíkkun. í þriðja
hópnum, það er að segja
viðmiöunarhópnum, svöruðu allir
með æðaútvfkkun. Allir ein-
staklingarnir svöruðu nítró-
glyceríni eðlilega, það er að segja
með útvíkkun(38).
Þessar niðurstöður benda
eindregið til þess að æðaþelið í
kölkuðum æðum hafi minnkaða
getu til að gefa frá sér EDRF við
achetylcholine örvun og gefa
vísbendingu um að ástæðu
æðaherpingsins geti verið að leita í
hæfileika æðaþelsins til að gefa frá
sér EDRF.
Önnur merkileg rannsókn
sem gerð var á rottum sýndi að
æðakölkun, sem framkölluð var
með kólesterólríkri fæðu, dró úr
EDRF losun en með breyttri fæðu
sem dró úr æðakölkuninni mátti fá
aftur fram eðlilega EDRF
losun(39). Þessar niðurstöður
benda því einnig til tengsla milli
æðakölkunar og minnkaðrar EDRF
losunar.
Af þessu má ljóst vera að hér
er um að ræða merkilega nýjung í
allri umræðu um hjarta- og
blóðrásarkerfið. Þaðhefurnúþegar
varpað ljósi á ýmis fyrirbæri sem
áður voru óútskýrð og á eflaust eftir
að koma við sögu á mörgum fleiri
sviðum í náinni framtíð.
Þakkir
Guðmundur Þorgeirsson læknir og
Haraldur Halldórsson lífefna-
fræðingur fá kærar þakkir fyrir
aðstoð við öflun efnis, lestur
handrits og ýmsar þarfar
ábendingar.
HEIMILDASKRÁ
1. Furchgott.R.F. &Zawadzki,J.V. The
obligatory role of endothelial cells in
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
27