Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 27
Hugsanlegar boðleiðir: Nú er rétt að snúa sér að þeim atriðum sem upp voru talin í upphafi kaflans og hugsanlegu mikilvægi þeirra í sambandi við EDRF losun. Þessi atriði voru: (i) svipaðir agonistar valda losun á EDRF og PGI2 => gætu verið svipaðar boðleiðir (ii) Ca++-hækkun er nauðsynleg fyrir EDRF losun og (iii) losun arakídónsýru og umbrot hennar gæti verið hlekkur í losun EDRF. Hvað fyrsta atriðið snertir þá hefur tekist að sýna fram á boðleið sem stýrirPGþ losun. Hérerumað ræða virkjun á fosfatidylinósitól- boðkerfinu með hækkun á Ca++- styrk (úr frymisneti) í kjölfarið. Hækkun á Ca++ styrk leiðir til örvunar á fosfólípasa A, sem losar arakídónsýru og leiðir til myndunar á PGI, gegnum cyclooxy- genasa(8,49). Þegar losun PGI, eftir bradykínín örvun er borin saman við EDRF losun við sama áreiti kemur eftirfarandi í ljós. PGI, losun stendur í stuttan tíma og er óháð utanfrumu-Ca++. EDRF Iosun stendur lengur en PGI, losun. EDRF losun er í fyrstu óháð utanfrumu Ca++ en verður þegar á líður háð þvi( 13). Þannig virðist losun á EDRF og PGI, haldast í hendur til að byrja með og eru þá bæði óháð utanfrumu-Ca++ en síðan heldur EDRF losun lengur áfram og verður samhliða háð utanfrumu- Ca++. Of snemmt er að fullyrða að fosfatidylinósitólboðkerfið komi við sögu í losun EDRF þar sem enn hafa engar mælingar farið fram á veltu inósitóllípíða samhliða EDRF losun. Þóverðuraðsegjaaðþettasé líkleg boðleið, sérstaklega hvað varðar fyrri hluta losunar. Hvað tekur við að loknu þessu fyrsta skrefi, það er að segja hækkun á Ca++-styrk? Hvernig veldur hækkun á Ca++-styrk losun á EDRF? Ámeðanaðengin vitneskja er fyrir hendi um myndunarhátt EDRF íæðaþelinuernæstaerfittað svara spurningunni. Einn líklegur hlekkur gæti þó eins og áður sagði verið losun á arakídónsýru, en losun hennar er einmitt eitt af því sem gerist við hækkun á Ca++-styrk. Eins og í upphafi kaflans sést eru rökin fyrir því nokkuð sterk að þetta sé einn hlekkur í EDRF losuninni. Þegar við bætist að sýnt hefur verið fram á að afleiður arakídónsýru gegnum lipoxygenasa geti þjónað sem innri boðefni(27) má vel ímynda sér að svo sé raunin í æðaþeli. Ef svo reyndist vera gæti ferlið litið einhvem vegin svona út: Agonisti tengist viðtaka => myndun á IP => hækkun á [Ca++]i => örvun fosfólípasa A, => losun arakídónsýru og umbrot gegnum lipoxygenasa =>=> losun EDRF. Þetta ferli er að sjálfsögðu ekkert annað en tilraun til að skýra hvernig agonisti sem tengist viðtaka á æðaþeli veldur losun á EDRF. Þaðeinasemernokkuð ljóst í þessu ferli er að hækkun á Ca++- styrk er nauðsynleg. Eflaust er þó ekki langt að bíða að þetta skýrist betur. VERKUNARHÁTTUR EDRF Það var strax árið 1983 að tókst að sýna fram á innanfrumuboðleið sem leiðir til verkunar EDRF í sléttum æðavöðva. Þama er um að ræða hækkun á c-GMP í slétta vöðvanum sem veldur slökuninni(29). Fyrir um það bil tíu árum kom í ljós að hækkun á c-GMP veldur slökun í sléttum æðavöðva. Var það í sambandi við nítróglýcerín og skyld lyf sem þetta uppgötvaðist (30), en þessi verkun c-GMP kom nokkuð á óvart á þeim tíma. c- GMP hafði frekar verið tengt við samdrátt sléttra vöðva, sérstaklega í ljósi þess að ýmis efni sem ollu hækkun á innanfrumu Ca++ styrk í þessum frumum og þannig samdrætti voru þekkt af að valda hækkun á c-GMP. Hins vegar var vandskýrt að hækkunin á c-GMP virtist frekar vera afleiðing af hækkuðu Ca++ heldur en orsök, þar sem hækkun á c-GMP var á eftir í tíma(31). Annað atriði sem ýtti undir þá skoðun manna að c-GMP ylli samdrætti var svokölluð “Yin- Yang”-kenning. Húngekkútáþað að frumuvexti og ýmsum öðrum þáttum í starfsemi frumunnar væri stýrt af hlutfalli c-GMP á móti c- AMP, það er að segja að þessi tvö efni hefðu andstæðar verkanir í frumunni og með því að hafa áhrif á innbyrðis hlutfall efnanna væri hægt að stýra gerðum frumunnar (32). Hækkun á c-AMP í sléttum vöðvahafði lengi verið þekktaf því að miðla slökun og því hlaut hækkun á c-GMP að valda því gagnstæða, það er samdrætti. En annað kom á daginn eins og áður sagði og hækkun á c-GMP var tengt við slökun. Þau æðaslakandi efni sem hvað mest eru í sviðsljósinu í dag, það er EDRF og ANF(atrial natriuretic factor) valda einmitt bæði slökun með að hækka c- GMP(32). Við skulum nú snúa okkur aðeins nánar að verkunarhætti c- GMP í sléttum vöðvafrumum. Samdráttarkraftur sléttra vöðva eins og annarra vöðva ræðst af magni af fríu Ca++ inni í frumunni. LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.