Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 6
LEIÐARI
Nú hefur lœknaneminn
skriðið út undir bert loftfen bara
smápása, er á leiðinni út ísjoppu).
Hárið er náttúrlega allt úfið og ber
vott um túrbulent flœði hugsana,
hörundið ber lit blaðsíðna bókanna
og hann er allur í keng sökum
krampakenndrar yfirlegu - en allt
þetta stendur til bóta þar sem
einhversstaðar í framtíðinni œtlar
hann að teygja úr sér í sólinni og
stinga sér í risastórri parabólu
ofaní kristaltœrt og svalandi
vatnið.
Utúr prentvélinni hefur þó
Læknaneminn skriðið. Þegarlitið
er á innra umhverfi hans, þá kennir
ýmissa grasa. Nú eiga sér stað
umrœður um hugsanlegar
breytingar á kennslu í lœknisfrœði.
Ríkir nú velvilji á öllum vígstöðvum
fyrir því að dusta rykið af
deildargarminum og fvlla uppí
glufurnar. Hér er augljóslega
mikið mál áferðinni og œttu því allir
lœknanemar að hafa bœði augun
galopinn gagnvart því. Kristján
Erlendsson, einrt þriggja hönnuða
þessara tillagna, gerir íþessu blaði
grein fyrir því hvað hér er á seyði.
Kennslumálafrœðingarnir Ari og
Gunnlaugur berafána nemenda á
lofti.
Flest berum við í hugum
okkar drauminn um betri
lœknadeild og því getum við nú
sameinast í gleði okkar yfir því að
nú séu í sjónmáli einhverjar
breytingar til batnaðar.
Margt safaríkt fyrirfinnst í
þessum nýju tillögum sem fœr
aldna lœknanema til að klökkna.
Hér er rœtt um hluti einsog
samhæfingu kennslugreina
(integration), vinna við grunn-
rannsóknir og tutora-kerfi.
Semsagt, allt í áttina.
Eg hefði nú viljað sjá
hugmyndir um aukna verkefna-
vinnu á kostnað hinna stóru og
þunglamalegu prófa áfyrstu árum
námsins, draga inní myndina
4
margbreytilegri mœlistikur á gœði
stúdenta og auka fjölbreyttni
námsins. Það eru til fleiri leiðir
uppá þetta fjall. En oft grunar mig
að áhugamenn um klettaklifur hafi
haft ískyggileg áhrif á deildina í
gegnum tíðina.
/ þessu blaði hefur göngu
sína fastur dálkur sem nefnist
Höfuðlausn. Hér er um að ræða
vangaveltudálk, rifrildisdálk eða
einhversskonar allsherjar útrásar-
dálk. Ollum læknanemum er að
sjálfsögðu velkomið að troða hér
upp, en heimildalistar eru með öllu
bannaðir. Hans Jakob Beck ríður
fyrstur ávaðið.
Þetta blað er með öllu unnið
á tölvu. Þeir sem hyggjast nema
land á síðum þess í framtíðinni er
því bent góðfúslega á að koma til
ritnefndar með diskling í fórum
sínum frekar en pappír.
Með von um að læknanemar
allir skríði glaðhlakkalegir útúr
prófum inní sumarið,
P.B.J.
LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.