Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.04.1988, Blaðsíða 57
kennara deildarinnar og erlenda kennsluspekinga. Þrír valkostir voru kynntir á deildarfundi 11. nóvember, ennfremur á tveimur félagsfundum læknanema og á síðustu vikum flutt endurteknar skýrslur fyrir kennslunefnd og deildarráð. Er nú stefnt að því að reyna að leggja af stað næsta haust með endurskipulagningu á fyrsta ári og hafa þá jafnframt tilbúið gróft skipulag fyrir 2. og 3. ár, sem kæmi til framkvæmda ári og tveimum árum síðar. Markmið Við endurskoðun á læknakennslu við Háksóla íslands hafa verið sett fram eftirfarnadi megin markmið: að auka samhæfingu einstakra kennslugreina (integration), að gefa aukinn gaum umhverfisþáttum þ.a.m. þátt umhverfis í sjúkdómsmynd og orsökum. að auka vægi grunngreina og reyna að koma í veg fyrir að þær gleymist stúdentum um leið og prófi hefur verið lokið í þeim. að auka á þátttöku stúdenta f vísindavinnu og kynna þeim vísindalegan þankagang og stuðla þannig að aukinni tilfinningu fyrir nauðsyn grunnrannsókna í læknisfræði. að auka tengsl við og virðingu fyrir samstarfshópum að auka áhuga og ánægju læknanema og kennara af starfi í deildinni Þegar litið er yfir markmiðalistann, fallast manni hendur svo viðamikið virðist verkefnið vera. Þaðmáþófullyrða, ef að tækist að ná árangri í ákveðnum atriðum myndu hin sennilega fylgja á eftir. Þannig má nefna, að ef tækist að efla áhuga kennara deildarinnar myndi, áhugi nemendanna fylgja með. Með aukinni sjálfstæðri þekkingarleit vaknaði áhugi á vísindavinnu sem jafnframt myndi auka mikilvægi grunngreina í augum nemenda. Þetta má e.t.v. skilja svo að ég sé að fullyrða að áhugaleysi kennara sé undirstaða alls þess, sem miður kann að fara í deildinni, en ég bið menn ekki túlka orð mín svo. Þá er næst að spyrja, ef einhvers staðar er áfátt í áhuga, hvernigáaðglæðahann? Þaðmáef til vill segja að í þessari spumingu felist mikilvægustu rökin fyrir því að gera breytingar. En breytingar á námsskipan er sennilega eina leiðin sem við höfum til þess að fá menn til að setjast niður, gera úttekt á ástandinu og !aga það sem miður fer. Það er mjög athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu sem verður á kandídötum við það að komaerlendis. Það eru mörg dænri þess að unglæknar, sem hafa verið gjörsamlega staðnaðir í vinnu sinni hér heima, hafa allt í einu tekið kipp, farið að sýna áhuga og lagt miklu harðar að sér en nokkru sinni fyrr, bara við að koma í kerfi þar sem áhugi er landlægur og nauðsynlegur til þess að komast áfram. Þessi afstaða helst gangandi í 2-3 ár eftir að heim er komið og lognast svo gjaman út af. Þetta finnst mér vera ein gleggsta ábending þess, að kerfisbreyting geti haft áhrif. Nauðsynlegt er að kerfisbreyting hafi áhrif á tengsl einstakra greina. Með aukinni samhæfingu er stúdentum gert léttara að sjá tengls milli t.d. grunngreina og klíniskra greina og slík samhæfing er nauðsynleg til að ryðja burt þeirri skoðun, að hafi stúdent lokið prófi á 2. ári úr lífefnafræði, þurfi hann ekkert að hugsa um þá grein meira. Með kynningartengslum klíníkur við grunngreinar og síðar endurtekningu og upprifjun á grunngreinum í tengslum við klíniska þjálfun, fléttast þessar greinar saman. Auk þess kemur að sjálfsögðu til greina að prófa í grunngreinum á lokaprófi. Það er því algjörlega fráleitur sá misskilningur, sem komið hefur upp, að þær breytingar sem lagðar hafa verið til komi til með að skerða virðingu eða mikilvægi grunngreinanna, þvert á móti er það markmiðið að auka og efla veg þeirra. Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna að læknar hafi lítinn gaum gefið breytingum, sem orðið hafi á umhverfi þeirra, og því sé margt í starfi og afstöðu lækna orðið gamaldags og úrelt. Er hér nefnt sérstaklega virðing fyrir samstarfsmönnum og sjúklingum. Mikilvægt er að allir skilji, að engum verður sköffuð virðing, heldur verða menn að vinna til hennar. Læknisfræðin er orðin það fjölbreytt og margir þættir það sérhæfðir, að farsælast verður að teljast að vinna með, t.d. meinatæknum og hjúkrunar- fræðingum, heldur en að reyna að skipa þeim fyrir um þætti sem þeir hafa miklu meira vit á reynslu sinnar vegna. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að umhverfisþættir hafa mikil áhrif á sjúkdóma og til að vinna gagnlegt fyrirbyggjandi starf þarf að taka tilllit til þeirra, og einnig er nauðsynlegt að þekkja til aðstæðna til þess að þekking nýtist best til aðstoðar sjúklinga. I tengslum við þetta er LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.