Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 41
tetracyklíni, mepacrini hydrochlor, talkúmi eða
jafnvel eigin blóði sjúklingsins (21). Aðgerðin er
einföld í framkvæmd og getur hentað vel mikið
veikum sjúklingum sem ekki þola stóra
brjóstholsaðgerð. I þeim hópi eru sjúklingar með
alvarlega lungnasjúkdóma (sekúndert loftbrjóst).
Kemísk pleurodesis er þó ekki talin hæfa í erfiðum eða
knýjandi tilfellum. Endurtekið loftbrjóst fæst í 10%
tilfella ólíkt því sem sésteftirpleurectómíueðapleural
abrasion þar sem endurtekið loftbrjóst telst til
undantekninga (2).
Meðferð loftbrjósts hjá sjúklingum
með þekktan lungnasjúkdóm
Þessir sjúklingar eru langflestir eldri en 45 ára
og með þekktan lungnasjúkdóm, oftast langvinnt
berkjukvef eða lungnaþembu. Yfirleitt nægir að
notast við brjóstholskera. Getur þess jafnvel þurft í
litlu loftbrjósti ef mæði ermikil. Kerann þarf oftast að
hafa lengur en í prímeru loftbrjósti þar sem loftlekinn
stendur yfirleitt lengur og lungað því lengur að þenjast
út. Einnig er reynt að sleppa við aðgerð eftir fremsta
megni þar sem aðgerð og svæfing hjá sjúklingi með
lélega lungnastarfssemi hefur í för með sér umtals-
verða áhættu. Ef nauðsynlegt reynist að gera opna
brjóstholsaðgerð er yfirleitt mælt með því að gera
aðeins pleural abrasion eða pleurectómíu og varast
eins og kostur er að nema burtu starfhæfan lungnavef.
Oftast er áður reynd kemísk pleurodesis. Til greina
kemur þó að gera kírugíska pleurodesis með hjálp
brjóstholssjár. Þar má búast við betri varanlegum
árangri með aðgerð sem gera má í staðdeyfingu eða
léttri svæfingu og stofnar því ekki sjúklingnum í
marktæka hættu.
Pakkir
Sérstakar þakkir fær Engilbert Sigurðsson
læknir en hann las greinina í handriti og kom með
margar góðar ábendingar.
Heimildir
(1) Wyngarden, J.B., Smith, L.H.: Cecil Textbook of
Medicine. 18th ed.., Saunders. 1988.
(2) Treasure, T., Murphy, J.P.: Pneumothorax.
Surgery,: 1780-86. The Medicine Group (UK) Ldt., 1989.
(3) Sabiston, Spencer: Surgery of the Chest. 5th. ed.
Saunders 1990.
(4) Shields et al: General Thoracic Surgery. 3d ed., 1989.
(5) RagnhildurSteinbach,GrétarÓlafsson: Sjúklingarmeð
sjálfkrafa loftbrjóst vistaðir á Landspítalanum 1975-84.
Læknablaðið. 73;88-92,1987.
(6) Bense L. et al.: Smoking and the increased risk of
contracting spontaneous pneuniothorax. Chest,
92(6): 1009-12, Dec, 1987.
(7) Margaliot, S.Z., et al.: Spontaneous pneumothorax and
mitral valve insufficiens. Chest 89(l):93-4, 1986.
(8) Weaver, R.G.,von Haam, E.: Cystic disease of the lung.
Surgery, 4:917, 1938.
(9) Sugiyama, Y., et al.: Familial spontaneous
pneumothorax. Thorax, 41(12): 969-70. Dec 1986.
(10) Bense, L., Wiam, L.G.: Time relation between sale of
cigarettes and the incidence of spontaneous pneumothorax.
Eur J. Respir. Dis., 71 (5):362-4, Nov. 1987.
(11) Sabiston, D,: Textbook of Surgery. 14th ed.
Saunders,1991.
(12) Warner, B.W., Bailey.W.W., Shipley.R.T.,: Valueof
computed tomography of the lung in the management og
primary spontaneous pneumothorax. Am. J. Surg,
162(l):39-42, Jul 1991.
(13) Granke, K. ofl.: The efficiacy and timing of operative
intervention for spontaneous pneumothorax. Ann. Thorac.
Surg., 42(5):540-2, 1986.
(14) Donovan,P.J.: Bilateral spontaneouspneumothorax: a
rareentity. Ann. Emerg. Med., 16(11): 1277-80, Nov 1987.
(15) Lenler, Petersen et al.: Familial spontaneous
pneumothorax. Eur. Respir. J., 3(3):342-5, Mar 1990.
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
39