Læknaneminn - 01.10.1991, Side 106
Spítalavistin
Mér var komið fyrir á K.A.T. spítalanum, ekki
langt frá grunnskólanum góða, sem er miðstöð
orthopediskra lækninga í Grikklandi en þó ekki nema
á stærð við Landakot. Orthopedíunni var skipt í tvær
deildir, almenna deild þar sem sjúklingarnir lágu hver
um annan þveran og þar var eilífur þys og læti, og svo
sérdeild þar sem sérfræðingarnir geymdu sína
uppáhaldssjúklinga eins og aðstoðarlæknirinn nefndi
þá. Þ.e.þásemgátuborgaðeðahöfðusambönd. Allur
aðbúnaður var betri, rýmra um sjúklinga og meira
næði á sérdeildinni. Eg sáekki beturen að þarna væri
stunduð tvenns konar læknisfræði þó aðeins ein hurð
skildi þessa sjúklinga að.
Fyrsta daginn var ég kynntur fyrir læknunum
sem tóku mér vel og voru mjög vinsamlegir. Einn
þeirra, sambrýndur skratti, bauð mér að vera með
honum í aðgerð daginn eftir: ‘i’m going to do a total
hyperreplacement” sagði hann á bjagaðri ensku og ég
sagði “ha”. Hann endurtók en ég, preklíniskur
auminginn, var engu nær. Morguninn eftir komst ég
svo að því að aðgerðin var algjör mjaðmaskipti (total
hip replacement) og stóð engan veginn undir þeim
væntingum sem ég hafði gert mér áður en greiddist úr
misskilningnum. Reyndar fór svo að ég sá fjórar
svona aðgerðir og ekkert annað því Grikkjum þóttu
þær svo merkilegar og drógu mig alltaf í þær. Mér
þótti þær hins vegar afspyrnulangar og leiðinlegar en
kunni ekki við að styggja Grikkina sérstaklega eftir að
ég sá að sérfræðingarnir hleyplu hami þegar þeir stigu
inn á skurðstofuna og urðu ótrúlega viðskotaillir,
jafnvel af orthopedum að vera. Sérstaklega er mér
minnistæð ein aðgerð þar sem sérfræðingurinn grætti
skurðstofuhjúkkuna og þrumaði yfir einum
aðstoðarlæknanna “malagi, malagi” sem var eitt af
fáum orðum sem ég hafði lært á grísku (ísl. sá sem
fróar sér, runkari). Aðstoðarlæknirinn skalf eins og
lauf í vindi undir þessum svívirðingum með
svitaperlur á enninu.
Eftir þetta fannst mér nóg komið af orthopediu
og Iagðist á flakk um grísku eyjarnar með öðrum
jarðeðlisfræðingnum og ungverskum læknanema og
reyndist það velheppnaður endir á ferðalaginu.
Eina heimildin sem til er um að umrædd ferð hafi verið farin. Fyrir þá sem eiga erfitt með að greina íslending frá Grikkjum
skal tekið fram að ég er lengst til vinstri. Lengst til hægri er Jorgó.
104
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.