Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 6
Ritstjórnarspjall Eldur orðsins, mynd Kjarvals prýðir nú forsíðu Læknanemans. Myndina gáfu íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn Háskóla Islands seint á árinu 1912. Upphaflega höfðu þeir ætlað að gefa Háskólanum gjöf við stofnun hans en málið drógst á langinn og á endanum gáfu þeir honurn mynd þessa sem tannfé. Eldur orðsins, eldur sá er ornað hefur og jafnvel haldið lífinu í íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar. Menning og tungumál Islendinga hefur geymst í orðum á kálfsskinni svo og þjóðarvitund okkar. An glóðarinnar sem þar hefur geymst væri tungumál okkar og saga líklega týnd og tröllum gefin. íslenska væri ekki til í dag sem slík, heldur töluð hér danska með engilsaxnesku ívafi. Þrátt fyrir alls kyns hungursneyðir, dreppestir og erlend yfirráð sem ekki voru alltaf til góðs, er furðulegt hvernig þessum þúsundum Islendinga tókst að þreyja þorrann. í dimmum baðstofum, kulda og trekki í mesta skammdeginu er því ekki ólíklegt að sögur af fomum köppum sem riðu um héruð hafi yljað svöngu fólki og það sofnað með von í hjarta um betri tíma. í öllum þeim hungursneyðum sem yfir landið hafa dunið væri ekki að undra þó að einhverjir hafi síðan lagt sér orðið til munns í bókstaflegri merkingu til að seðja sárasta hungrið. Eldur orðsins, eldurinn sem lýsir í gegnum sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Fátt annað gat fámenn og fátæk bændaþjóð notað gegn öflugu konungsveldi en orðið. Einnig síðar þegar ísland er orðið fullvalda ríki er orðið það sem ber þjóðina í gegnum sortann og mun vonandi gera um ókomna tíð. Eldur orðsins, oft hafa stúdentar notað orðið til að gagnrýna samtímamenn sína og viðtekin gildi sem ekki hafa staðist tíinans tönn. Hafa þeir skarað í eldinn og ráðist með orðið að vopni til að fá fram breytingar. Oft er slíkt í óþökk stjómvalda sem vilja halda í horfinu eins og kollegar okkar máttu reyna í harmleiknum á Torgi hins himneska friðar. Nú fara erfiðir tímar íhönd. íslensk stjómvöld virðastekki lengur hugsa um menntun sem einn af máttarstólpum öflugs þjóðfélags. í stað þess að hlúa að Háskólanum með það fyrir augnamiði að þar þrífist sá vaxtarsproti sem framtíðin byggir hefur verið ráðist að honum þannig að hann fær ekki að vaxa og dafna. Nú er tíminn kominn fyrir okkur stúdenta að láta í okkur heyra. Samhent en ekki sundruð í fylkingar verðum við að berjast gegn þessari ógn er nú steðjar að. Áfram er það orðið sem verður okkur að vopni. Við skulum hvísla og við skulurn hrópa svo undirtekur í höllunum sem standa við Tjörnina. Með orðið að vopni skulum við opna augu þessara svefngengla þar til þeir vakna og sjá það sem við sjáuin svo vel. Steinar 4 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.