Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 70
með þeim árangri að dánartala lækkaði niður í 15-25 %
þar sem þessari meðferð varð við komið. Jafnframt
hófust tilraunir með bóluefni úr heilum, dauðum
meningókokkum. Voru margar tilraunir gerðar með
þeirri tegund bóluefna fyrstu fjóra áratugi aldarinnar,
einkuni í Afríkulöndum sunnan til við Sahara
eyðimörkina þar sem meningókokkafaraldrar eru
tíðari en annars staðar í heiminum (meningitis belt)
Flestarþeirrabáru óljósan, lítinn eðaengan áranguren
einstaka góðan. (2)
Þegarsúlfalyfkomu ínotkun um 1938 reyndust
þau mjög vel gegn meningókokkum bæði til
meðferðar á meningókokkasjúkdómi (dánartala
lækkaði niður í u.þ.b. 10%) og einnig til útrýmingar
meningókokka úr nefkoki smitbera. Ahugi á þróun
meningókokkabóluefna mun hafadvínað um hríðeftir
tilkomu súlfalyfja en aukist aftur þegar bera tók á
súlfaónæmi meningókokka í byrjun sjöunda
áratugsins. Að vísu tóku önnur sýklalyf við, mjög virk
gegn meningókokkum en dánartala sjúkdómsins
hefur þrátt fyrir tilkomu þeirra haldist óbreytt um 10-
15% í iðnvæddum löndum, í þróunarlöndum er hún
hærri.
Enn ein tilraun með bóluefni úr heilum, dauðum
meningókokkastofnum af fjórum hjúpgerðum var
gerð í Afrfku á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar 1966-1968. Niðurstaða varð ekki marktæk.
Bóluefnið reyndist þola geymslu illa og hafa allmiklar
aukaverkanir. (3) Var þar með hætt tilraunum til að
gera bóluefni úr heilum, dauðunt meningókokkum og
menn sneru sér að því að leita að einstökum, hreinum
mótefnavökum.
Árið 1945 tókst Kabat að vinna fjölsykrung
hjúpgerðar A hreinan með sams konar aðferðum og
notaðar voru til að vinna fjölsykrunga úr hjúpi
pneumókokka. Þessi A fjölsykrungur var síðan
prófaður sem mótefnavaki á sjálfboðrdiðum, en þeir
reyndust ekki mynda mótefni. (4) Lágu tilraunir af
þessu tagi niðri í 20 ár en þá hafði verið sýnt fram á að
sameindarþungi fjölsykrungs þurfti að vera a.m.k.
100.000 til þess að hann framkallaði mótefni. Sá sem
Kabat vann upphaflega hafði sameindarþunga aðeins
20.000. Með nýjum aðferðum tókst Gotschlich og
samstarfsmönnum undir lok sjöunda áratugarins að
vinna vel virka mótefnavaka úr hjúpi A og C en ekki
B. (5,6). Voru síðan þróuð fjölsykrungabóluefni gegn
meningokokkum af hjúpgerðum A og C.
Fyrsta prófun á þessum bóluefnum í stórum hópi
fór fram árið 1969 á C bóluefni í æfingabúðum
Bandríkjahers þar sem töluvert hafði borið á
meningókokkasjúkdómi af hjúpgerð C síðan 1967.
Alls voru 13.763 hermenn bólusettir. Engaralvarlegar
aukaverkanir komu fram. Við samanburð á
bólusettum og óbólusettum hópi reiknaðist vemd
bóluefnisins 87%. (7)
Bóluefni úr fjölsykrungi hjúpgerðar A var reynt
í Nigeriu 1969 fyrir rúmlega 7000 skólabörn en gaf
þeim enga vernd og var talið að bóluefnið hefði verið
geymt við of mikinn hita (35-40° C). (8) Næst var það
reynt 1973 í Egyptalandi í A faraldri. Fengu 62.000
börn á aldrinum 6-15 ára bóluefnið, ekkert þeirra
veiktist en 15 í sambærilegum hópi óbólusettra. (9).
Um svipað leyti var það notað í A faraldri í Súdan fyrir
börn og ungt fólk að 21 árs aldri með góðum árangri
(10) og í Finnlandi í A faraldri 1974, fyrst fyrir 16.000
hermenn, síðan fyrir tæplega 50.000 böm 3ja mánaða
ti 15 ára. Reyndist bóluefnið gefa þeim um 90% vernd
í samanburði við jafnstóran hóp sem fékk bóluefni
gegnHaemophilus infiuenzae. (11). í Brasilíu hófst C
faraldurárið 1971 en 1974tókskæður Afaraldurvið.
Mérieux lyfjafyrirtækið tók þá að sér að framleiða
tvígilt bóluefni, AC, sem gefið var 90 milljón manns
árið 1975 með þeim árangri aðfaraldurinn rénaði. (12)
Meningókokkabóluefni úrfjölsykrungum gegn
hjúpgerðum Y og W135 bættust síðar við og er nú
hægt að fá tvígilt bóluefni, AC, og fjórgilt,
ACYW135. Aukaverkanir eru litlarhjá fullorðnum,
aðallega roði og bólga á stungustað, en böm fá
stundum hita auk staðbundinna einkenna.
Hvorugt þessara bóluefna vekur T-frumuháð
ónæmissvar. Mótefni gegn viðkomandi hjúpgerð
hækka á 1-2 vikum en þau vara fremur stutt, 3-4 ár hjá
fullorðnum, skemur hjá börnum og því skemur sem
þau eru yngri. A bóluefni vekur aðeins lág mótefni hjá
börnum á fyrstaári en C bóluefni vekurengin mótefni
hjá bömum yngri en 2ja ára. (13)
Þessi bóluefni eru nú ráðlögð til að stöðva
faraldraeða hefta útbreiðslu viðkomandi hjúpgerðaef
fleiri en eitt tilfelli af sömu hjúpgerð koma fyrir innan
skamms tíma í ákveðnum fólkshópi. Þau eru einnig
ráðlögð fyrir ferðamenn, sem eru að fara á svæði þar
sem A eða C faraldur gengur.
Hér á landi hafa þessi bóluefni tvisvar verið
notuð í fólkshópa. Síðari hluta árs 1975 greindust
68
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.