Læknaneminn - 01.10.1991, Side 22

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 22
s Ahættuþættir Helstu áhættuþættir óráðs eru öldrun heilans, heilaskaði, heilasjúkdóntar, minnkuð sjón og/eða heyrn (7). Hrörnun ákveðinna hluta heilans eins og lobus frontalis, hippocampus, locus caeruleus getur verið eðlilegur hluti öldrunar. Hæfni til að viðhalda innra jafnvægi líkamans og að bregðast við álagi minnkar með aldrinum, líklega vegna breytinga í samspili undirstúku, heiladinguls og nýrnahetta. Skerðing á kólínerga kerfi heilans ásamt minnkun á þéttni annarra boðefna verður í heilabilun af Alzheimer gerð. Þar sem þessi boðefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega vitsmuni eins og hugsun, minni og skynjun, athygli og eðlilegt svefn-vöku ferli er um skiljanlegan áhættuþátt fyrir óráði að ræða (7). Ahættuþættir geta stuðlað að óráði við andlegt álag, svefnleysi. hreyfingarleysi, minnkað heyrnarskyn og sjón eða þá að sjúklingur verði fyrir of miklum skynáreitum í einu (6,12). Breytingar þær sem verða með aldrinum í sambandi við niðurbrot, dreifingu og útskilnað lyfja gerir eldra fólk mun viðkvæmara fyrir aukaverkunum lyfjanna og þar á meðal óráði (7). Meingerð Til eru a.m.k. þrjár kenningar um meingerð óráðs: 1) taugaboðefna kenningin, 2) kenningin um ofgnótt cortisols og 3) staðbundin meingerð (9). Almenn minnkun á súrefnisháðum efnaskiptum í heila er talin leiða til vitsmunaskerðingar sem sést í óráði og þeirra breytinga á heilalínuriti sem oft sjást. Minnkuð efnaskipti leiða til minnkaðrar framleiðslu á taugaboðefnum í heilanum og þá sérstaklega acetýlkólíns og adrenalíns. Hlutfallslegur skortur á acetýlkólíniertalinneinn aðalþátturmeingerðarinnar. Kenningin um taugaboðefnaskort hefur verið studd af tilraun þar sem óráð var framkallað með andkólínergum efnum og læknað með fýsóstigmíni sem hamlar niðurbroti acetýlkólíns (9). Önnur kenning heldur því fram að óráð sé afleiðing bráðs stressálags, bæði líkamlegs og andlegs sem miðlað er af of hárri cortisolsþéttni í blóði. I einni rannsókn sem gerð var kom fram að eldra fólk útskilur meira af cortisoli en miðaldra fólk. I annarri rannsókn sáust tengsl milli útskilins magns cortisols og þess hve vitsmunaskerðing var mikil hjá eldra fólki. Cortisol minnkar hæfni einstaklingsins til að beina athyglinni í ákveðna átt, að vinna úr upplýsingum og að greina á • Minnkuð hæfni til að halda athygli á ákveðið áreiti og til að beina athyglinni að nýju áreiti á eðlilegan hátt. • Brengluð hugsun sem kemur fram í óskipulögðu, tilgangslausu og samhengislausu tali. • AUa vega tvennt af eftirfarandi til staðar: 1. Breytilegt meðvitundarstig 2. Skyntruflanir: mistúlkanir, ímyndanir, eða ofskynjanir 3. Truflun á svefn-vöku ferli með svefnleysi eða svefni að degi til 4. Aukin eða minnkuð hreyfiþörf 5. Léleg áttun á stað, stund og persónum 6. Truflað minni (skammtíma eða langtíma) • Klínísk einkenni greinast á dögum eða klukkustundum og eru mismikil eftir tíma sólarhrings • Annað hvort 1 eða 2: 1. Saga, skoðun eða rannsóknir benda til að orsakir megi finna í undirliggjandi sjúkdómi 2. Vanti slíkar vísbendingar, má gera ráð fyrir undirliggjandi orsök ef ekki finnst einhver geðlæg truflun sem leitt gæti til þessa ástands Mynd 1. Óráð: DSM-III-R greiningarlykill (1). 20 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.