Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 34
Einkenni loftbrjósts
Einkenni loftbrjósts ráðast fyrst og fremst af því
hversu stórt það er og hvort lungnasjúkdómur er til
staðar. Margir sjúklingar hafa það Iítið loftbrjóst að
þeir verða ekki varir við nein einkenni eða óþægindi,
en helstu einkenni Ioftbrjósts eru:
a) BRJÓSTVERKUR. Þetta er algengasta
einkennið og stundum það eina. Þegar
pleuralögin losna hvort frá öðru tognar áþeim en
það veldur verk frá pleura parietalis. Yfirleitt er
um að ræða skyndilegan verk yfir Iungnatoppi,
svokallaðan takverk, en það er verkur sem
versnar við hósta og djúpa innöndun. Með
tímanum getur verkurinn orðið stöðugur og
staðsetningin óljósari.
b) MÆÐI og ANDÞYNGSLI. Mæði getur gert
vart við sig eftir að sjúklingur finnur fyrir
takverk. Húnermestáberandi íþrýstiloftbrjósti
og hjá sjúklingum með loftbrjóst í tengslum við
lungnasjúkdóm. Sjúklingurinn kvartar oft um
að hann sé andstuttur.
Lækkun súrefnis í blóði (hypoxemia) sést nær
undantekningalaust þegar helmingur lungans er
samanfallinn(3). Astæðan ersú að blóðrás helst
áfram til þess hluta lungans sem hefur fallið
saman en öndunarloft kemst ekki að. Því verður
svokallað »SHUNT« þar sem öndun og
blóðrás til samfallna lungnahlutans fer ekki
saman (“ventilations perfusion mismatch”). Ef
hitt lungað er heilbrigt er lækkunin oftast
tímabundin og minnkar eða hverfur þegar
blóðrásin til samfallna lungans minnkar (3).
c) HÓSTI. Kemur vegna ertingar á pleura.
Skyndilegur hósti getur verið eina einkennið sé
um lítið loftbrjóst að ræða.
Eins og áður hefur komið fram er oftast um að
ræða einstaklinga með prímert sjálfkrafa loftbrjóst.
Hið dæmigerða tilfelli er ungur (25-30 ára) hávaxinn
og grannur karlmaður. Hann reykir en er vel á sig
kominn líkamlega og hefur fundið óþægindi fyrir
brjósti og verið andstuttur og óeðlilega mæðinn við
áreynslu í nokkra daga áður en hann leitar læknis.
Einkenna verður sialdan vart í kiölfar árevnslu en
stundum er saga um skyndileg átök þegar einkenna
varð fyrst vart, t.d. í íþróttum (2). Dæmi eru um að
einkenni hafi komið alveg upp úr þurru í svefni. Ef um
sekúndert sjálfkrafa loftbrjóst er að ræða geta einkenni
komið á lengri tíma. Þá hefur sjúklingurinn jafnan
hlutfallslegameirimæðitilfinninguensjúklingurmeð
prímert loftbrjóst af svipaðri stærð (3,2).
Við lungnaþembu og langvinnt berkjukvef
minnkareigin teygjanleiki (elastic recoil) lungnanna,
þannig að þrýstingsmunur milli alveoli og
fleiðruholsins er minni en venjulega. Lungað fellur
því hægar saman en heilbrigt lunga þegar loft kemst í
fleiðruholið. Auk þess verður loftbrjóstið minna.
Lítið loftbrjóst getur hins vegar valdið miklum
einkennum hjá þessum sjúklingum. Einnig er rétt að
geta þess að sjúklingar með slæma lungnaþembu og
langvinnt berkjukvef eru oft mæðnir að staðaldri.
Getur því verið mjög erfitt að gera sér grein fyrir því
þegar einkenni loftbrjósts bætast við þau einkenni
sem rekja má til þess lungnasjúkdóms sem fyrir hendi
er.
Talið er að mörg loftbrjóst komi aldrei í hendur
lækna, þá aðallega lítil loftbrjóst þar sem loftlekinn
lokast af sjálfu sér. Sjúklingurinn finnur fyrir takverk
í 3-4 daga sem síðan hverfur og sér ekki ástæðu til að
leita læknis. Loftið í fleiðruholinu frásogast smám
saman og á 2-3 vikum hefur lungað náð að þenjast til
fulls.
Ef sjúklingur hefur ÞRÝSTILOFTBRJÓST
(tension pneumothorax) eru einkenni svæsnari.
Sjúklingarnir finna fyrir miklum öndunar-
erfiðleikum, hafa köfnunartilfinningu og eru
kvíðnir og órólegir. Þeir geta haft aukinn
fylliþrýsting í bláæðum á hálsi (venustasi) og orðið
bláir að lit (“cyanótískir”). Blóðþrýstingur getur
síðan lækkað og leitt til lostástands ef dregst að beita
viðeigandi meðferð.
Greining
Greining loftbrjósts byggist fyrst og fremst á
skoðun og röntgenmynd af lungum.
Klínísk skoðun
Oft er lítið eða ekkert að finna við skoðun hjá
sjúklingi með lítið loftbrjóst. Ef meira en fjórðungur
32
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.