Læknaneminn - 01.10.1991, Side 34

Læknaneminn - 01.10.1991, Side 34
Einkenni loftbrjósts Einkenni loftbrjósts ráðast fyrst og fremst af því hversu stórt það er og hvort lungnasjúkdómur er til staðar. Margir sjúklingar hafa það Iítið loftbrjóst að þeir verða ekki varir við nein einkenni eða óþægindi, en helstu einkenni Ioftbrjósts eru: a) BRJÓSTVERKUR. Þetta er algengasta einkennið og stundum það eina. Þegar pleuralögin losna hvort frá öðru tognar áþeim en það veldur verk frá pleura parietalis. Yfirleitt er um að ræða skyndilegan verk yfir Iungnatoppi, svokallaðan takverk, en það er verkur sem versnar við hósta og djúpa innöndun. Með tímanum getur verkurinn orðið stöðugur og staðsetningin óljósari. b) MÆÐI og ANDÞYNGSLI. Mæði getur gert vart við sig eftir að sjúklingur finnur fyrir takverk. Húnermestáberandi íþrýstiloftbrjósti og hjá sjúklingum með loftbrjóst í tengslum við lungnasjúkdóm. Sjúklingurinn kvartar oft um að hann sé andstuttur. Lækkun súrefnis í blóði (hypoxemia) sést nær undantekningalaust þegar helmingur lungans er samanfallinn(3). Astæðan ersú að blóðrás helst áfram til þess hluta lungans sem hefur fallið saman en öndunarloft kemst ekki að. Því verður svokallað »SHUNT« þar sem öndun og blóðrás til samfallna lungnahlutans fer ekki saman (“ventilations perfusion mismatch”). Ef hitt lungað er heilbrigt er lækkunin oftast tímabundin og minnkar eða hverfur þegar blóðrásin til samfallna lungans minnkar (3). c) HÓSTI. Kemur vegna ertingar á pleura. Skyndilegur hósti getur verið eina einkennið sé um lítið loftbrjóst að ræða. Eins og áður hefur komið fram er oftast um að ræða einstaklinga með prímert sjálfkrafa loftbrjóst. Hið dæmigerða tilfelli er ungur (25-30 ára) hávaxinn og grannur karlmaður. Hann reykir en er vel á sig kominn líkamlega og hefur fundið óþægindi fyrir brjósti og verið andstuttur og óeðlilega mæðinn við áreynslu í nokkra daga áður en hann leitar læknis. Einkenna verður sialdan vart í kiölfar árevnslu en stundum er saga um skyndileg átök þegar einkenna varð fyrst vart, t.d. í íþróttum (2). Dæmi eru um að einkenni hafi komið alveg upp úr þurru í svefni. Ef um sekúndert sjálfkrafa loftbrjóst er að ræða geta einkenni komið á lengri tíma. Þá hefur sjúklingurinn jafnan hlutfallslegameirimæðitilfinninguensjúklingurmeð prímert loftbrjóst af svipaðri stærð (3,2). Við lungnaþembu og langvinnt berkjukvef minnkareigin teygjanleiki (elastic recoil) lungnanna, þannig að þrýstingsmunur milli alveoli og fleiðruholsins er minni en venjulega. Lungað fellur því hægar saman en heilbrigt lunga þegar loft kemst í fleiðruholið. Auk þess verður loftbrjóstið minna. Lítið loftbrjóst getur hins vegar valdið miklum einkennum hjá þessum sjúklingum. Einnig er rétt að geta þess að sjúklingar með slæma lungnaþembu og langvinnt berkjukvef eru oft mæðnir að staðaldri. Getur því verið mjög erfitt að gera sér grein fyrir því þegar einkenni loftbrjósts bætast við þau einkenni sem rekja má til þess lungnasjúkdóms sem fyrir hendi er. Talið er að mörg loftbrjóst komi aldrei í hendur lækna, þá aðallega lítil loftbrjóst þar sem loftlekinn lokast af sjálfu sér. Sjúklingurinn finnur fyrir takverk í 3-4 daga sem síðan hverfur og sér ekki ástæðu til að leita læknis. Loftið í fleiðruholinu frásogast smám saman og á 2-3 vikum hefur lungað náð að þenjast til fulls. Ef sjúklingur hefur ÞRÝSTILOFTBRJÓST (tension pneumothorax) eru einkenni svæsnari. Sjúklingarnir finna fyrir miklum öndunar- erfiðleikum, hafa köfnunartilfinningu og eru kvíðnir og órólegir. Þeir geta haft aukinn fylliþrýsting í bláæðum á hálsi (venustasi) og orðið bláir að lit (“cyanótískir”). Blóðþrýstingur getur síðan lækkað og leitt til lostástands ef dregst að beita viðeigandi meðferð. Greining Greining loftbrjósts byggist fyrst og fremst á skoðun og röntgenmynd af lungum. Klínísk skoðun Oft er lítið eða ekkert að finna við skoðun hjá sjúklingi með lítið loftbrjóst. Ef meira en fjórðungur 32 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.