Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 112
rétta mér góðgætið. En þó að lystin væri engin, reyndi
ég að halda virðingu minni, sat al varlegur og hugsandi
og braut kleinur. Yfirhjúkrunarkonan hefur sennilega
séð hvað mér leið, því að hún sagði hug-
hreystandi:”Það koma víst fáir að sjá unga lækninn í
dag. Það er alltaf fátt á laugardögum og svo veit víst
enginn, að þér eruð komnir.” Við þessi orð hresstist ég
það mikið, ég fór að geta svarað spurningum fólks
nokkurn veginn skynsamlega. Kl. 11 stundvíslega
opnaði ég biðstofudyrnar. Þetta var allstór biðstofa og
vistleg í betra lagi, en því miður full af fólki. Mér
sortnaði fyrir augum og varð kaldsveittur af skelfingu.
Einhvern veginn stundi ég þó upp: “Fyrsti, gjörið svo
vel!” Tveir þeir fyrstu drógu upp tóm meðalaglös og
báðuumáþauaftur. Egskrifaðireceptogfóraðverða
rólegri. Sá þriðji var með tómt glas undan phenemal
mixtúru, sagðist vera hjartveikur, órólegur og eiga
vont með svefni. Hann sagðist þurfa þriggja pela
flösku, ef þetta ætti að duga eitthvað. Eg horfði á
manninn furðulostinn. Það var naumast að hann vildi
verða rólegur. Til að láta þetta heita eitthvað, hlustaði
ég hjarta hans. Eg heyrði að vísu, að hjartað sló, annað
græddi ég ekki á hlustuninni. Tók þá að hugsa um
Kristins-fræðina og allt í einu mundi ég orðið:
Barbiturætur. Það var vissara að hafa vaðið fyrir neðan
sig. Ég horfði á manninn og hann horfði á mig. “Tvö
hundruð grömm,” sagði ég og var ákveðinn. “Tvö
hundruð grömm! Hvað er það fyrir mig, svona
órólegan og hjartveikan?” svaraði hann og varð fúll.
Ég skrifaði recept og rétti honum. Hefur honum
sennilega þótt lítið til minnar læknislistar koma, því að
ég sá hann ekki aftur.
Mér tókst að veita öllum, sem á stofunni voru,
einhverja úrlausn, að ég held, skar í kýli og gaf
sprautur. Kandídatinn. vinur minn, hafði haft
allmarga í sprautukúr, einkum voru þar á ferðinni
vítamínistar, kerlingar með útstungna rassa og alltaf
að hressast.
Þennan dag voru þrjár vitjanir, tvö skikkanleg
og virðuleg kveftilfelli, og afgreiddi ég þau eins og
vera bar með gagnkvæmum virðuleik og recepti.
Þriðja tilfellið var eitt af þessum lúalegu
útbrotaandsk..., sem enginn ræður við. Sá þjáði var
tæplega ársgamall. Ég gekk inn alvarlegur og
hugsandi, eins og ég hafði tamið mér síðustu
klukkustundirnar. Móðirin leiddi mig að vöggunni, sá
litli steinsvaf. Nú var ég skjótráður, breytti um
“taktik” í einu vetfangi, gerðist blíður á svipinn og
mjúkmáll. “Við skulum ekki vekja agnaskinnið, það
sefur s vo vært. Ég skal koma seinna”, sagði ég og hafði
í huga gálgafrest. En móðirin var ekki á því. Hún dreif
barnið upp og afklæddi það. En húð þess var hvít og
mjúk, hvar sem á var litið. Þegar hér var komið sögu,
var barnið vaknað og horfði á mig, undrandi og
móðgað. Það var dauða þögn, allir voru að búa sig
undir að segja eitthvað. Krakkinn varð fyrstur. Hann
talaði að vísu ekki nein ósköp, en orgaði þeim mun
meir, blánaði fyrst en roðnaði síðan. Þá tók móðirin að
benda mér á hina og þessa staði á líkama hans, sem
henni fundust athugaverðir. Ég sagðist ekkert sjá, sem
ekki væri eðlilegt. Hún féllst að lokum á þetta, en
sagðist skyldu hringja í mig seinna, þegar útbrotin
væru greinilegri. Tveim dögum síðar kom ég þangað
aftur, sprenglærður í húðsjúkdómum, diagnosticeraði
ofnæmi, gaf krakkanum viðeigandi meðferð. Síðar
frétti ég frá Ijósmóður staðarins, að krakkinn væri
stórum betri.
Tvisvar lenti ég í því vandasama verki að vera
kvaddur að dánarbeði. Annað tilfellið var háöldruð
kona, sem hafði dottið niður stiga. Ég var ekki rólegur
fyrr en ég heyrði lát hennar tilkynnt í útvarpinu. Hitt
tilfellið var nýfætt barn, er lézt á spítalanum. Ég
hlustaði það, þar til ein hjúkrunarkonan benti mér
vinsamlega á það, að barnið væri farið að stirðna.
Jæja, dagar liðu, sjálftraustið óx, en sjúklingum
fækkaði. Dag einn í seinni hluta viðtalstíma, kom til
mín ung stúlka. Hún var vel vaxin, há og grönn og
lagleg í betra lagi og rauðhærð í ofanálag. Hún sagðist
vera taugaóstyrk. Ég spurði, hvort nokkur sérstök
ástæða væri til þessa taugaslappleika. Hún horfði á
mig stórum, döprum augum og sagðist ætla að gifta sig
eftir viku. Ja, hvert þó í logandi. Ég hafði hingað til
haldið, að flest kvenfólk gengi um í sæludraumi, þar til
þær væru búnar að láta hlekkja sig eða öfugt og væru
sízt af öllu taugaslappar. En hér sat ein, var
taugaóstyrk og kvíðin og sem verra var, hún ætlaðist
til, að ég bjargaði málinu við. Mér datt strax í hug:
Láttu stelpuna lesa bókina Hjónaástir, sem ég hafði
einhverntíma heyrt nefnda. En við nánari íhugun áleit
ég, að það væru sennilega 20-30 ár síðan sú bók kom
út og því líklega ekki til nema á söfnum eða þá í eigu
bókasafnara, sem safna fágætum og merkilegum
bókum.Tabl.phenemali min. lx3ádagogróandiorð
urðu að duga. Töflurnar fékk hún og einhver orð sagði
110
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.