Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 9
Algengustu umbúðir um brunasár er,
vaselíngrisja, næst sárinu, utaná hana eru lögð 4-5 lög
af þurrum grisjum, og utaná þau lag af vatnasjúgandi
bómull. Þetta er svo fest með Kling eða teygjubindum
sem halda vel að, en tilgangslaust er að leggja þrýsting
á brunasár til að minnka bjúgmyndun. Þessar umbúðir
má láta liggja óhreyfðar í 5-6 daga, eða lengur ef þær
blotna ekki í gegn, en þá þarf að skipta innað
vaselíngrisjunum. Leiðbeiningar til brenndra
sjúklinga, sem sendir eru heim að meðferð lokinni eru
á þá leið, að sjúklingurinn á að koma til eftirlits á
öðrum, eða þriðja degi. Hann á að koma strax. ef hann
fer að finna til í sárinu, ef umbúðir gegnblotna. raskast,
eða vond lvkt kemur af þeim. og ef hann fær hita.
Algengast er að skipta á brunasárunum á 5.-7.
degi, ef allt er eðlilegt. Séu sárin þurr og hrein er best
að láta vaselíngrisjurnar vera kyrrar, uns þær losna af
sjálfu sér, til að eyðileggja ekki þekjuna, sem er að
myndast í sárunum.
Brunasár, sem ekki gróa á þremur vikum eru
djúp og gera þarf á þeim aðgerð.
Smyrsl og sérhannaðar bruna-
umbúðir
Tegundir brunasmyrsla eru óteljandi.
Sameiginlegt er með flestum þeirra, að framleiðendur
lofa því, að þau flýti fyrir því, að sárin grói. Þeirri
fullyrðingu hefur verið gerð skil í fyrri grein. Þau
brunasmyrsl, sem helst koma til greina, til að halda
sýkingu í skefjum eru, Sulfamyelon og
silfursulfadiazine (Flamasine). Sumir nota slík smyrsl
við meðferð á öllum 2.stigs brunasárum, sem
meðhöndluð eru utan spítala, en ekki hefur verið sýnt
fram á að verulegur munur sé á árangri gagnvart
hefðbundinni meðferð. Sá galli er á Flamazini að það
getur valdið miklum sviða.
Á markaði eru margar tegundir brunaumbúða,
sem sumar innihalda sýklaeyðandi efni. Við minnstu
bruna geta slíkar umbúðir verið handhægar, en að
jafnaði eru þær of dýrar til að nota á stærri bruna, og
stundum er ekki auðvelt að koma þeim á, svo vel fari.
Meðferð meiriháttar brunasára
Hafi sjúklingur greinst með meiriháttar
brunasár, fer það nokkuð eftir aðstæðum, hver
viðbrögð eru. Sé slysstaður nálægt sjúkrahúsi skal
koma sjúklingi þangað, svo fljótt sem kostur er.
Hugsanlegt er að vefja hann í votar umbúðir og
halda þeim blautum á leiðinni, þó skal fara varlega í að
kæta útbreidda bruna, sérlega á börnum, vegna þess
aðkælingingeturstuðlaðaðlosti. Þámákæling aldrei
tefja lífsbjargandi meðferð. Sé það Ijóst að það muni
taka nokkurn tíma, þ.e.a.s. meira en tvær klukku-
stundir að koma sjúklingi á meðferðarstað, þarf að
byrja meðferð, sem fyrst og fremst er í því fólgin, að
gefasjúklingi vökva. Efsjúklingurermeðmeðvitund,
á að láta hann drekka eins mikið og hann getur í sig
látið, enjafnframt skal hefja vökvagjöf í æð, ef vökvi
til innrennslis í æð er fyrir hendi. Þá skal leggja upp
þvaglegg, til að fylgjast með þvagútskilnaði. Þegar
þvagleggur er lagður, á að tæma blöðruna, mæla það
þvag sem stendur og síðan mæla þvagútskilnaðinn á
klukkustundar fresti.
Deyfa þarf sársauka, og deyfilyf á að gefa í æð,
því dreifing lyfja er seinkuð hjá brunasjúklingum.
Meðan á flutningi stendur þarf að láta fara eins vel um
sj úklinginn og kostur er á. Til þessa eru ti 1 sérhannaðar
umbúðir, en séu þær ekki til, reynir á hugkvæmni
þeirra sem búa um hinn brennda í að nota það sem fyrir
hendi er.
Þá er vert að muna, að víðast er hægt að ná
símasambandi, við slysa- eðabrunadeild og leitaráða.
Meðferð á sjúkrahúsi
Þegar sjúklingur með meiriháttar bruna kemur
inn á sjúkrahús, er byrjað á því að meta almennt ástand
hans, kortleggja stærð brunasáranna og reyna að meta
dýpt þeirra. Tekin er sjúkrasaga, ef sjúklingurinn er
með meðvitund, annars leitað upplýsinga þeirra sem
fylgja honum. í sjúkrasögu þarf að koma fram hvemig
slysið skeði, hver brunavaldurinn var og hve lengi
hann verkaði. Taka þarf inní sjúkrasögu og skoðun
almennt heilsufar hinns brennda og það hvort hann sé
undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa, svo og
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
7