Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 60
og raunar aðeins eftir á þeirri hliðinni sem snýr að
meltingarveginum. I ristilkrabbameini er tjáning á
CEA breytt og aftur orðin eins og á fósturskeiði og
reyndar er þekjan þá jafnframt aftur orðin marglaga
(Benchimol et al, 1989). Nýlega var lýst mælingum á
E-cadherini í tilraunum með frumulínu úr hundsnýra,
sem hægt er að gera illkynja með því að sýkja með
æxlisveiru. Þegar frumumar urðu illkynja hvarf E-
cadherin af yfirborði þeirra (Behrens et al, 1989).
Breytingar á tjáningu sameinda sem sjá um
samloðun frumna koma vel heim við það alþekkta
sérkenni illkynja þekjufrumna að þær losna úr
eðlilegum tengslum hver við aðra. Þetta er greinilegt
af hegðun krabbameinsæxla, þ.e. frumur losna frá
frumæxlinu dreifa sér fyrst í aðlæga vefi og svo víðar,
sem leiðir til myndunar meinvarpa. Við greiningu á
stungusýnum, t.d. úr brjóstum, er eitt af því sem gáð er
að einmitt afstaða frumnanna og er dæmigert að
eðlileg þekja sést sem samfelldir flákar en illkynja
frumur eru sundurlausar (mynd 2 a-b).
Auk eiginlegra samloðunarþátta sem tengja
saman frumur eru þekktir annars konar þættir sem
myndatengiliðimillifrumnaogmillifrumuefnisoger
rétt að nefna hér einn slíkan, þátt sem kallast
“tenascin”. Þetta efni er áberandi á fósturskeiði í
mesenchyma vef undir þekjufrumulagi sem er að
þroskast í kirtilvef, t.d. mjólkurkirtil. I fullmynduðum
brjóstvef sést tenascin mjög staðbundið í ákveðnu
mynztri sem breytist í tíðahringnum en í
brjóstakrabbameini birtist það aftur mjög ríkulega í
bandvefnum sem oft er mjög mikill í þessari tegund
krabbameins (Chiquet-Ehrismann et al., 1986,
Ferguson et al., 1990).
3. Hreyfiþættir
Hreyfiþættir - “motility-stimulating factors” -
eru fremur nýlega komnir til sögunnar og raunar
fundnir aðallega við rannsóknir á krabbameins-
frumum (sjá Warn & Dowrick, 1989 og Erickson,
1990). Þremur slíkum hefur verið lýst og eru talsvert
ólíkir. “Scatter factor” er efni sem bandvefsfrumur úr
fóstri eða illkynja bandvefsfrumur gefa frá sér og
valda því að þekjufrumur losna úr tengslum hver við
aðra. “Autocrine motility factor” verkar eins og
3c.
Mynd 3. Skrið fósturlíkra bandvefsfruma í collagenhlaupi.
a) Bandvefsfrumur ofan á hlaupinu, þéttleiki 2x 104 á cm2. b)
og c) sýna mislangt ofan í sama hlaup og sjást nokkrar
bandvefsfrumur á leið í gegnum hlaupið.
58
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.