Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 74
2ja ára aldur. Yfirleitt fékkst ekki eins góð vernd af
þessu bóluefni þar og í Finnlandi og sumir töldu það
gera lítið sem ekkert gagn. (4)
Megingalli PRP bóluefnisins var auðvitað sá að
það verndaði ekki þann aldurshóp sem sýkingar af
völdum H. influenzae b bitna aðallega á. Annar galli
var að mótefnasvar jókst ekki við endurgjöf þ.e. það
vakti ekki T-frumuháð minnissvar ónæmiskerfis.
Árið 1984 fór hér fram umfjöllun um þetta
bóluefni á vegum bamalækna og landlæknis og var
ákveðið að taka það ekki í notkun þar sem um 70%
barna, sem hér veiktust af H. influenzae b sýkingum
voru yngri en 2ja ára.
PRP bóluefnið er stundum kallað H. influenzae
bóluefni af fyrstu kynslóð.
Þegar vankantar PRP sem mótefnavaka voru
komnir í ljós fóru menn að huga að endurbótum á því
í því sky ni að fá fram mótefnasvar hjá börnum á fy rsta
ári og helst T-frumuháð til að hægt væri að hvetja
mótefnamyndunmeðendurteknum bóluefnisgjöfum.
Til er gömul athugun á mótefnasvari við
fjölsykrungum pneumókokka sem sé að mótefni gegn
þeim aukast ef þeir eru tengdir við eggjahvítuefni og
gefnir inn í því formi. Þetta höfðu Avery og Goebels
sýnt fram á í dýratilraunum árið 1929. Var nú farið að
vinna eftir þessari fyrirmynd og þróa H. influenzae
bóluefni tengd (conjugated) við eggjahvítuefni. (5)
Fyrsta bóluefnið af þessu tagi sem tókst að
fullþróa var með tengingu við diphtheria toxoid: PRP-
D og er það enn framleitt (ProHibit, Connaught). Það
er stundum kallað H. influenzae bóluefni af annarri
kynslóð. Mótefnaprófanir á því fóru fram á árunum
1983-1985. (6,7) Finnar hófu síðan verndarpróf á
þessu bóluefni haustið 1985 hjá 30.000 börnum með
jafnstórum samanburðarhópi. Bóluefnið var gefið á
3ja, 4ra, 6 og 14 mánaða aldri. Þegar árangur var
gerður uppíjúlí 1987 höfðu 3 bólusett bömfengið//.
influenzae b sýkingu, öll innan 14 mánaða, en 20 í
óbólusetta hópnum og reiknaðist vernd bóluefnisins
87%. Mótefnamælingar á 113 þessara bama fyrir og
mánuði eftir hverja bóluefnisgjöf sýndu fremur lág
mótefni eftir fy rstu tvær inngjafir, allgóða hækkun hjá
hluta þeirra eftir þriðju gjöf og verulega hækkun hjá
nær öllum eftir fjórtán mánaða skammtinn.
Aukaverkanir voru ekki meiri en við venjulegar
ungbamabólusetningar en reyndar fengu börnin þær
um leið og nýja bóluefnið. (8)
Vemdarpróf á PRP-D var einnig gert á 2000
börnum í eskimóabyggöum Alaska. Þar er heila-
himnubólga af völdum H. influenzae miklu algengari
en meðal hvítrabarna íN-Ameríku og börnin veikjast
flest á fyrsta eða öðru ævimisseri. í þessum hópi
reyndist bóluefnið gefa mjög litla vemd, aðeins 35%.
(9) Greinilega var þama var þörf á bóluefni sem vekti
há mótefni á fyrsta ári.
Nú hafa þrjú bóluefni til viðbótar verið þróuð,
sem öll framkalla hærri mótefni hjá börnum á fyrsta
ári en PRP-D bóluefnið og teljast til þriðju
kynslóðar. (10)
1. HbOC bóluefni (HibTITER, Praxis) er
samsett úr stuttum sykrungskeðjum (OC=oligo
saccharides) tengdum við meinlausa diphtheria toxín
sameind (non-toxic mutant: CRM 197). Þettabóluefni
vekur há mótefni um 6 mánaða aldur ef barnið fær
skammt 2ja, 4ra og 6 mánaða. Finnar völdu þetta
bóluefni fyrirhelmingungbamasinnaárið I989,hinn
helmingurinn fékk PRP-D bóluefnið og reyndist
vernd HbOC meiri en hins á fyrsta og öðru ævimisseri
(11). Svipuð niðurstaða fékkst af stóru vemdarprófi í
Kaliforníu. (12) Aukaverkanir hafa ekki reynst neitt
vandamál.
2. PRP-OMP bóluefni (PedvaxHIB, Merck
Sharp &Dohme). I því er PRP tengt eggjahvítuefni úr
úthýði (outer membrane protein) B stofns
meningókokka. Það framkallar töluvert magn
mótefna eftir einn skammt á 2ja-3ja mánaða aldri og
hámótefni eftirannan skammt 2 mánuðum síðar. (13)
Vemdarpróf hefur verið gert á Navajo indjánabömum
sem líkjast eskimóabörnum að því leyti, að H.
influenzae heilahimnubólga herjar meira á þau og fyrr
áæviskeiðien hvítbörn.Reyndistbóluefniðgefaþeim
góða vernd a.m.k. fyrsta árið eftir bólusetningu á 2ja
og 4ra mánaða aldri. (14) Þettabóluefni olli framan af
þó nokkrum aukaverkunum, bæði staðbundnum og
hitahækkun, enda er örlítið af endotoxínum
meningókokka í því. Þessar verkanir minnkuðu til
muna við að blanda hjálparefni (adjuvant) í það. (10)
3. PRP-Tbóluefni (Act-HIB,Pasteur/Merieux).
1 því er tengda efnið tetanus toxoíð en það var með
l'yrstu eggjahvítuefnum sem tókst að tengja við PRP.
(5) Þetta bóluefni vekur mótefni hjá 2ja-3ja mánaða
bömum og eftir endurgjafir við 4ra og 6 mánaða eru
mótefni orðin há. (10) Athugun í Svíþjóð á 85 bömum
sem fengu þettabóluefni við 3ja, 5 og 12 mánaðaaldur
72
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.