Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 103
Hópur þessi var mjög fjölbreyttur þar á meðal
tannlækna-, lækna-, og tryggingafræðinemar einnig
voru læknir, líf-, töl-, félags- og umhverfisfræðingar.
Sér til aukinnar kunnáttu sóttu einnig námsk-
eiðið sumir starfsmenn krabbameinsskránna á
Norðurlöndum, voru það um tíu til fimmtán manns.
Frá íslensku krabbameinsskránni kom Guðríður
Ólafsdóttir (Gurrý) sem velþekkt er fyrir
ættfræðikunnáttu sína og starf sitt í skráningu
krabbameinsætta.
Einnig sátu hlula námskeiðsins þeir fyrirlesarar
sent að kennslunni stóðu eða um fimmtán manns og
var fyrir íslands hönd Hrafn Tulinius yfirlæknir
íslensku krabbameinsskrárinnar og hélt hann tvo
fyrirlestra, annar fjallaði um brjóstakrabbamein og
hinn um sjúkdómsflokkunarkerfi.
Opinbert tungumál þessa fundar var enska og er
sorglegt að þessar þjóðir norðursins geti ekki tjáð sig
með einhverjum samnorrænum tíningi úr tungutaki
þeirra allra.
Námsskeiðinu var skipað upp þannig, að fyrir
hádegi var kennd faraldsfræði og reiknuð dæmi og var
stuðst við bók Kenneth J Rothmanns: Modern
Epidemiology, eftir hádegi var farið í faraldsfræði
mismunandi krabbameina og fleira til, en sunt kvöldin
voru notuð til umræðufunda.
Jón og Gurrý og Stefán með sinn fræga baksvip.
Fyrirlestrarnir voru ntisgóðir eins og gengur og
gerist, allt frá því að vera hrútleiðinlegir og
óskiljanlegir yfir í að vera bráðskemmtilegir og
hugnærandi. Komumst við talsvert nærri þeim
sannleik sem faraldsfræðin er.
Að auki skemmtum við okkurog flugunt heint.
II. hluti 8. júlí -15. ágúst:
Krabbameinsskráin sú ljúfa vistarvera
hins vísindalega þenkjandi manns.
Þegar til ísalands var komið skiptum við
félagamir með okkur liði.
Stefán hélt á braut sjálfstæðrar faraldsfræði-
iðkunar og hóf vísindalega rannsókn á flöguþekju-
krabbameini höfuðs og háls. (“Squamous cell cancer
of the head and neck. An epidemiologic study.”)
Vonandi fáum við aðsjáskrif um það verkefni íblaði
þeirra tannlæknanema.
Við Jón tókum til við rannsókn á lifun kvenna
sem fengið höfðu brjóstakrabbamein á árununt
1974-83 og var það með tilliti til stærðar æxlis,
1 löfundurnýturlífsinsásiglinguundanTyrklandsströndum
og í einstakri afslöppun að hætti Bogarts.
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
101