Læknaneminn - 01.10.1991, Blaðsíða 20
óútreiknanleg, en mestá nóttunni bendirþað sterklega
til að á ferðinni sé óráð en ekki annars konar
heilabilun (9).
Athygli og árvekni
Athygli er alltaf skert í óráði. Sjúklingur hefur
skerta hæfni til að bregðast við skynáreitum og beina
athyglinni í ákveðna átt (6,9). Arvekni getur bæði
verið minnkuð eða aukin þannig að annað hvort bregst
sjúklingur lítið eða mjög harkalega við áreiti sem hann
verður fyrir (8). Athyglistími er einnig minnkaður og
sjúklingur truflast mjög auðveldlega. Þessi truflun er
einnig mismikil eftir tíma dags og oft minnst á daginn.
Athyglisskerðing er eitt aðaleinkenni óráðs og eitt hið
mikilvægasta og mjög svo hjálpleg við að greina óráð
frá heilabilun (9).
Truflun á svefn-vöku ferli
Vökustig er oft lækkað á daginn, sjúklingurinn
er syfjaður og dottar oft. A nóttunni hefur hann hins
vegar tilhneigingu til að vaka og er þá á háu
örvunarstigi. Þannig getur hið venjulega svefn-vöku
ferli verið brenglað eða þá að sjúklingur sefur alls
ekki. Slík brenglun virðist síðan geta aukið þá truflun
sem verður á vitsmunum og athyglisgáfu sem áður
hefur verið lýst (6).
Einnig er talað um hreytilegt meðvitundarstig
sem eitt höfuðeinkenni óráðs. Er þá átt við minnkaða
eða aukna hæfni sjúklings til að svara utanaðkomandi
skynáreitum (9).
Truflun á hreyfiþörf og hreyfingu
Sjúklingur með óráði getur verið annað hvort of-
eða vanvirkur með tilliti til hreyfinga og tals. Hann
kann að vera dauflegur og brugðist hægt og hikandi
við eða þvert á móti, ákafur og framkvæmt
hálftilgangslausar hreyfingar og talað hátt og hratt. Sá
síðamefndi er líklegri til að vekja athygli á ástandi sínu
en sá dauflegi. Jafnvel gæti farið svo að þar sem sá
dauflegi truflar engan, gæti ástand hans farið framhjá
starfsfólkinu og það ekki greint óráðið (6,7). Þeir sem
þjást af fráhvarfi frá áfengisneyslu eða neyslu róandi
lyfja sýna frekar ofvirkt ástand en þeir sem hafa
efnaskipta heilatruflun (metabolic encephalopathy),
sem frekar eru vanvirkir (7). Sumir sjúklingar sýna
ósjálfráðar hreyfingar svo sem skjálfta eða
blakskjálfta (asterixis). Ennfremur geta nokkrir verið
mállausir eða legið stjarfir (6).
Önnur einkenni
Sjúklingur með óráði getur sýnt ýmis konar
geðbrigði samfara ofangreindum einkennum, svo sem
hræðslu, reiði, þunglyndi, tilfinningakulda (apathy)
eða vellíðan (euphoria) (9). Teikn um örvun á
sympatíska taugakerfinu, samfara hræðslu og reiði,
geta komið fram eins og hraður hjartsláttur, sviti, fölvi
eða roði í andliti, útvíkkuð sjáöldur og hækkaður
blóðþrýstingur. Slík teikn eru oftlega samfara óráði af
völdum andkólínergra lyfja eða lyfja- og áfengis
fráhvarfs (6).
Horfur og gangur
Samkvæmt skilgreiningu er óráð tímabundinn
sjúkdómur sem lagast á nokkrum dögum eða vikum.
Óráð hefurtilhneigingu til að standa lengurhjágömlu
fólki en hjá ungu. Ef vel er staðið að greiningu og
meðferð er útkoman oftast góð og sjúklingur verður
eins og hann á að sér. Hjá eldri sjúkingum getur þetta
ástand verið merki um lokastig undirliggjandi
sjúkdóms sem leiðir til dauða. Hluti tilfellanna endar
þó í langvarandi heilabilun en ekki er vitað hvað það
hlutfall er stórt, en sumir hafa áður ógreinda langvinna
heilabilun, sem kemur upp á yfirborðið í kjölfarið á
óráði (9).
Orsakir óráðs
Orsakir óráðs má flokka í fjóra flokka: 1) sjúk-
dómar í heila, 2) líkamlegir sjúkdómar sem einnig
trufla starfsemi heilans svo sem efnaskiptatruflanir,
æxli, sýkingarog hjarta- og æðasjúkdómar, 3) eitranir
svo sem lyfjaeitranir eða eitranir sem rekja má til
18
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.