Læknaneminn - 01.04.1997, Side 23
Gigt og
handarskurö-
Magnús Páll Albertsson lækningar
Sjúklingar með gigtarsjúkdóma er fjölmennur hópur
a móttöku handarskurðlækna. Auðvelt er að skipta
hópnum í tvo minni hópa þar sem annar hópurinn er
með slitgigt og hinn með liðagigt. Ef vill, má síðan
skipta hvorum hópi fyrir sig í minni undirhópa. Ég
mun hér gera grein fyrir helstu atriðum í skoðun og
meðferð þessara sjúklinga og mun fyrst og fremst taka
á hinum „kliniska“ þætti en lítið velta vöngum yfir or-
sökum þessara sjúkdóma.
SLITGIGT
Algengasta form slitgigtar í hendinni er án þekktra
orsaka en slitgigtin getur einnig komið upp sem afleið-
íng fyrri sjúkdóma (t.d. sýkingar í lið) eða slysa svo sem
brota sem ganga inn á liðflöt (t.d. Bennett's brot). Slit-
g*gt í höndum er miklu algengari hjá konum en körl-
um og sjúldingarnir eru yfirleitt eldri en 45 ára. Slit-
gigtin leggst oftast á fjærkjúkuliði (DIP liði) fingranna
og þumalrótina (CMC I liðinn) en getur einnig lagst á
nærkjúkuliðina (PIP liði), liðinn milli þríhyrnubeins
og baunarbeins (triquetrum og pisiforme) og svo ein-
nig á úlnliðinn, þótt oftast komi hún þar sem síðbúin
afleiðing áverka eða annars sjúkdóms.
Þótt orsakir séu oftast óþekktar er gangurinn þannig
að brjóskið eyðist, þétting verður í undirliggjandi beini
og beinnabbar myndast á liðbrúnum. Óstöðugleiki og
skekkjur eru einnig oft áberandi og liðirnir geta verið
„að hluta úr lið“ (subluxeraðir). Sjúldingarnir kvartayf-
irleitt um verk, einkum við áreynslu, og stirðleika.
Magnús Páll Albertsson Uknir
BœklunarUkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Fjœrkjúkuliðir
Venjulegasta staðsetningin á slitgigt í höndum. Hér
verða beinnabbar á liðbrúnum snemma áberandi enda
lítil bólstrun yfir. Var þeim fyrst lýst af Heberden
(1710-1801) og eru nefndir „Heberdens noduli“.
Einnig er vel þekkt hér að blöðrur fylltar hlaupkenndu
efni myndist við liðinn, ýmist grunnt eða djúpt við
naglrótina. Er hér um að ræða „ganglion" (mucoid
cyst).
Sjúklingar kvarta undan eymslum og verk, einkum
við hreyfingar og átök með hendinni og síðan minnkar
hreyfigetan í liðunum. Oft minnkar verkurinn eða
jafnvel hverfur alveg þegar sjúkdómurinn hefur náð sér
vel á strik og liðurinn stirðnar. Því ætti að útskýra
ganginn vel fyrir sjúklingum þegar þeir leita aðstoðar
vegna verkjanna og mæla með því að beðið verði átek-
ta. Ef einkenni eru slík (verkur eða skekkja) að sjúkl-
ingar geta ekki beðið átekta þá má reyna bólgueyðandi
lyf eða gera liðinn að staurlið. Reyndar er það góð með-
ferð sem gerir það að verkum að sjúklingar geta tekið
vel á með hendinni og liðurinn verður sterkur og
verkjalaus. Ef „mucoid cysta“ er aðalvandamálið kemur
til greina að fjarlægja hana og eins getur í einstaka til-
fellum verið rétt að fjarlægja beinnabba á liðbrúnum án
frekari aðgerða, en hafa verður þá í huga að ekki hefur
verið ráðist á undirliggjandi orsök þessara atriða.
Reynsla mín af sterasprautum í þessa liði er slík að ég
tel alla ástæðu til að fara varlega í slíkt.
Þumalrótin (CMCI liður)
Slitgigt í þumalródnni (CMC I liðnum) er algeng
meðal miðaldra kvenna og eldri. Orsakir sjúkdómsins
eru eins og í annarri slitgigt óþekktar. Reyndar hefur
nýlega verið vakin athygli á því að ofhreyfanleiki
(„hypermobilitet") virðist einnig geta átt þátt í að slit-
LÆKNANEMINN
21
1. tbl. 1997, 50. árg.