Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 51
Lifrarbólga C húð þrisvar í viku í 6 mánuði. Sjúklingur telst svara meðferð ef transaminasar verða eðlilegir og/eða LCV RNA er ekki lengur mælanlegt í sermi. Svörun við þess- ari meðferð er um 50% (28,29). Af þeim sem svara fá hins vegar allt að 70% „relapse“ eftir að meðferð lýkur. Þannig fá einungis 10-25% sjúklinga „varanlega svör- un“ (transaminasar eðlilegir 6 mánuðum eftir meðferð) við interferon meðferð í 6 mánuði. Það hefur sýnt sig að 12 mánaða meðferð gefur betri árangur (30). Lítill ávinningur er af að hækka skammta en hætta á auka- verkunum eykst mjög. Ef sjúklingar svara meðferð á annað borð gerist það yfirleitt á fyrstu 3 mánuðunum. Gerist það ekki er meðferð hætt að þeim tíma liðnum. Nokkrir þættir hafa forspárgildi um það hversu líldegt er að hver einstaklingur svari meðferð með interferon (tafla II). Aukaverkanir eru algengar og sumar alvarleg- ar (tafla II). Meðferðin er dýr. Skiptar skoðanir eru um það hverja eigi að meðhöndla. f mars 1997 var haldinn fundur á vegum meltingarsjúkdómadeildar National Institute of Health (NIH) í Bandaríkjunum þar sem reynt var að komast að niðurstöðu um hvaða sjúklinga ætti að meðhöndla og hvernig. Ráðleggingar NIH verða væntanlega eftirfarandi: Meðferð er ráðlögð fýrir þá sem eru með hækkun á transaminösum, septal fibrósu og/eða meðalslæma eða svæsna lifrarbólgu á lifrarsýni. Þessir sjúklingar þykja líklegir til að fá skorpulifur. Abending fyrir interferone meðferð er ekki eins augljós hjá sjúklingum með vægari lifrarbólgu og þarf þá að meta hvert tilvik fyrir sig. Sjúklinga með eðlileg iifrarpróf ætti ekki að meðhöndla þar sem litlar líkur eru á svörun. Onnur lyf Ymis önnur lyf hafa verið reynd við LC en fæst þeir- ra gert gagn. Þegar Ribavirin, sem er „nucleoside ana- log“, er gefið sjúklingum með LC verða lifrarpróf eðli- leg en lyfið virðist ekki hafa áhrif á veiruna sjálfa ef gef- ið eitt sér (31). Hins vegar eru bundar vonir við notk- un þessa lyfs samhliða interferon. Rannsóknir benda til að samblanda þessara tveggja lyfja gefi betri árangur en interferon eitt og sér (32,33). 3) LifrarígrœðsLa Lifrarbólga C er algengasta ábendingin fyrir lifrar- ígræðslu í Bandaríkjunum og mörgum Evrópulöndum. Abendingar fyrir lifrarígræðslu eru svipaðar hjá sjúk- lingum með LC og aðra lifrarsjúkdóma svo sem endur- teknar varicublæðingar, illviðráðanlegur ascites og aðr- ir fylgikvillar skorpulifrar. Þessum sjúklingum farnast yfirleitt vel með hina nýju lifur. Nánast allir eru áfram með veiruna í sermi og meirhluti fær langvinna bólgu í ígræðlinginn (34). Bólgan er þó yfirleitt væg og 5 ára lifun er sambærileg við aðra hópa lifrarþega (35). FORVARNIR Takmarkaðir meðferðarmöguleikar gera ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu sjúkdómsins enn mikilvægari en ella. Skimun blóð- og líffæragjafa er áfram mikilvæg. Aðgerðir til að draga úr flkniefhaneyslu og áhættuhegð- un sprautufíkla er sennilega mikilvægasta verkefnið í forvörnum. Ráðgjöf til smitaðra einstaklinga er einnig mikilvæg til að koma í veg fyrir að þeir smiti aðra. Ráð- lagt er að deila ekki hlutum eins og rakvélum og tann- burstum með öðrum og sjúklingar með LC eiga aug- ljóslega ekki að gefa blóð. Upplýsa þarf um möguleik- ann á smiti við kynmök. Vegna fjölbreytileika LCV erfðaefnisins og tíðra stökkbreytinga hefur þróun bóluefnis gegn veirunni reynst erfið og ekki Iíklegt að það takist í náinni fram- tíð. HEIMILDIR 1. Coo QL, Kuo G, Weiner AJ o.fl. Isolation of a cDNA clone derived from a blood borne non-A, non-B viral hepatitis genome. Science 1989; 244: 359-362. 2. Alter HJ, Purcell RH, Shih JW o.fl. Detection of antibody to hepa- titis C virus in prospectively followed transfusion recipients with acute non-A, non-B hepatitis. N Engl J Med. 1989; 321: 1494- 1500. 3. Houghton M, Weiner A, Han J o.fl. Molecular biology of the hepa- titis C virus: implications for diagnosis, development and control of viral disease. Hepatology 1991; 14: 381-388. 4. Simmonds P. Variability of hepatitis C virus. Hepatology 1995; 21: 570-583. 5. McOmish F, Yap PL, Dow BC o.fl. Geographical distribution of hepatitis C virus genome in blood donors: an international colla- borative survey. J Clin Microbiol. 1994; 32: 884-892. 6. Goodman ZD, IshakKG. Histopathology of hepatitis C virus infect- ion. Semin Liver Dis. 1995; 15: 70-81. 7. Boyer JL, Reuben A. Chronic hepatitis. In: SchiflFL, Schiff ER, eds. Diseases of the Liver. 7. útg. Philadelphia, Pa: Lippincott Co. 1993: 586-637. 8. Löve A, Stanzeit B. Lifrarbólguveiru C sýkingar á íslandi. Greining og útbreiðsla. Læknablaðið 1994; 80: 447-451. 9. Liou TC, Chang TT, Young KC o.fl. Detection of HCV RNA in saliva, urine, seminal fluid and ascites. J Med Virol. 1992; 37: 197- 202. 10. Gerberding JL. Incidence and prevalence of human immunodefici- ency virus, hepatitis B virus, hepatitis C virus, and cytomegalovirus among health care personnel at risk for blood exposure.: final report from a longitudinal study. J Infect Dis. 1994; 170: 1410-1417. 11. Mitsui T, Iwano K, Masuko K o.fl. Hepatitis C virus infection in medical personnel after needlestick accident. Hepatology 1992; 16: 1109-1114. LÆKNANEMINN 49 1. tbl. 1997, 50. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.