Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 33

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 33
Líkamsklukkan og melatónín Mynd 3) Tvær tilgátur (tilgáta Borbélys (a) og Kripkes (b)) eiga að skýra samband dægursveifla og þunglyndis. hann vart talist vera hluti heilans, þar sem lítil tauga- tengsl eru við heilann, en ítaugun kirtilsins kemur utan frá, frá sympatiskum taugum frá cervical ganglíonum í hálsi. Við örvun þessara tauga losa taugaendarnir nora- drenalín á kirtilfrumurnar, sem leiðir til myndunar ens- íma sem framleiða melatónín u.þ.b. tveimur kluklcu- stundum eftir taugaörvunina. Hér er því um mjög hægvirkt ferli að ræða, enda sveiflast melatónínfram- leiðslan að jafnaði aðeins einn hring á sólarhring. Helmingunartími melatóníns í blóði er svo um ein klukkustund. Ljós sem skín í heilbrigð augu stöðvar melatónínframleiðslu. Líklegt er talið að upphaflega hafi kirtillinn sjálfur verið ljósnæmur, jafnvel virlcað sem einhvers konar þriðja auga, en hjá frumstæðum dýrum eins og eðlum er gat í hauskúpunni og þunn húð yfir kirtlinum og ófullkomin linsa í auganu. Melatónín virðist vera þróunarfræðilega gamalt efni og er til staðar í mjög mörgum dýrum. Hlutverk melatóníns virðist vera að flytja frumum í líkömum dýra boð um stöðu dægra til að samræma lík- amsstarfsemina. Þannig eru margháttaðar breytingar á starfsemi fruma háðar tíma sólarhrings. Með því að senda öllum frumum líkamans skilaboð með melatóníni getur líkamskluklcan þannig samræmt þessa starfsemi. Melatónín er efnafræðilega skylt serotóníni. Það er enda myndað úr því við tvær ensímstýrðar efnabreyt- ingar og er ensímið HIOMT aðeins til staðar þar sem melatónín myndast. Melatónín finnst í mjög mörgum lífverum, allt nið- ur í einfrumunga. Hjá mönnum myndast efnið í heilaköngli, en auk þess í retinu og í görnunum. Mynd- un er mest hjá börnum með hámarksblóðþéttni um 125pg/ml við 6 ára aldur, en fellur hratt við kynþroska og síðan verður hæg minnkun eftir því sem líður á æv- ina. Strax eftir kynþroska fara að sjást kalkmyndanir í kirtlinum sem verða eins og sandkorn og kallast cor- pora arenacea. Þessi kölkun í kirtlinum sést vel á röntgenmynd og var áður fyrr mikið notuð sem viðmið til að sjá hvort corpus pineale lægi í miðlínu þegar grunur var um fyrirferðaraukningu í heila. Hjá gömlu fólki er kirtillinn oft mikið kalkaður en starfar samt. Melatónín er hægt að mæla beint í munnvatni en einnig má mæla niðurbrotsefni þess í þvagi. Verkun melatóníns á frumur er með mismunandi hætti. Sumar frumur eru með melatónínviðtaka á frumuhimnunnu. Þetta eru einkum frumur í heila, t.d. heilaberki, SCN, hippocampus, cerebellum, í retinu og í heiladingli. Melatónínviðtakar hafa einnig fundist í æðum og hugsanlegt er að verkun melatóníns á æðar í heila tengist hitastjórnun líkamans. Loks má nefna að melatónínviðtakar eru á T-lympocytum og tengja þannig líkamsklukkuna við ónæmiskerfið. Sá eiginleiki melatóníns að vera bæði vatnsleysanlegt og fituleysanlegt veitir því auðveldari aðgang inn í frumukjarna þar sem það getur myndað komplex við calmodulin og þannig haft áhrif á þetta mikilvæga mólekú. NOTKUIM MELATÓNÍNS SEM LYFS Þegar melatónín er gefið dýrum eða mönnum hefur það margvísleg áhrif, einkum á þá þætti sem stjórnast af lífsklukkunni, svo sem svefn og vöku og fengitíma dýra með eustrus hring. Efnið hefur einnig áhrif á frjó- semi kvenna, en mjög stóra skammta þarf, til að það hamli getnaði. Auk þessarar aðalverkunar melatóníns virkar það einnig andoxunarverkun líkt og C- og E- vítamín. Verkun efnisins á fengitíma dýra varð til þess að far- ið var að nota það í stórum stíl í landbúnaði. Það var hins vegar ekki fyrr en um 1990 sem farið var að nota LÆKNANEMINN 31 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.