Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 46

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 46
LIFRARBÓLGA C Sigurður Ólafsson INNGANGUR Mikil straumhvörf urðu í þekkingu manna á lifrar- bólgu með uppgötvun lifrarbólguveira A og B fyrr á öldinni. Þó varð snemma ljóst að stór hluti smitandi lifrarbólgu orsakaðist ekki af þessum tveim veirum. Or- sakavaldurinn í þessum tilfellum var lengst af óþeldctur og gjarnan talað um „non-A, non-B“ (NANB) lifrar- bólgu. Arið 1989 tókst Choo og félögum (1) að ein- angra veirukjarnsýrur úr simpansa sem smitaður hafði verið af NANB lifrarbólgu. I kjölfarið voru þróuð mótefnapróf sem síðan hafa verið notuð til greiningar á veirunni. Fljótlega kom í ljós að þessi veira, sem kölluð var lifrarbólgu C veira, var orsök flestra NANB Iifrar- bólgutilfellanna (2). Það er nú einnig ljóst að lifrar- bólga C er ein algengasta orsök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum og megin áhættuþáttur fyrir lifrarkrabbamein. LIFRARBÓLGU C VEIRAN Lifrarbólgu C veiran (LCV) er jákvæð einstrend RNA veira úr Flaviviridae fjölskyldunni. Erfðaefni hennar er samansett af um 9400 níturbösum (nucleotides). Með in vitro rannsóknum hefur tekist að skilgreina erfðaskipulag (genetic organization) veirunn- ar og eiginleika nokkurra proteina sem hún framleiðir (mynd 1). Með samanburði á mismunandi röðun kjarnsýranna hafa fundist a.m.k. 6 megin arfgerðir (genotypes) af LCV (3,4). Dreifmg arfgerða er mis- munandi eftir löndum, heimshlutum og sjúklingahóp- um. Algengasta arfgerðin í Evrópu og Bandaríkjunum er gerð 1; gerð 3 er algeng í Norður- Evrópu og gerð 4 í Mið- Austurlöndum svo dæmi séu nefnd. Gerð 3 er SigurSur Ólafsson, sétfrœðingur í lyflœkningum, Sjúkrahúsi Akraness. HEPATITIS C VIRUS Genome EZ/NSl NSZ NS3 NS4A NS4B NS5A HS5B Slgnal Serlne protease/ RNA dependent peptide hellcase RNA polymerase NONSTBUCTURAL PROTEIHS Mynd 1. Skipulag erfðaefnis LCV (Organization ofHCV genome). algengari meðal yngra fólks og sprautufíkla (5). Arf- gerðir virðast hafa þýðingu fyrir sjúkdómsgang og svör- un við meðferð. Þannig hafa sjúklingar með arfgerð lb svæsnari lifrarbólgu og svara lyfjameðferð verr en aðrir. Sýking af veirunni er yfirleitt þrálát og gæti það byg- gst á sérstökum hæfileikum hennar til að „flýja“ ónæm- iskerfið með sífelldum stökkbreytingum. MEINGERÐ (PATHOGENESIS) Ekki er vitað hvernig veiran veldur lifrarbólgu. Hugs- anlegt er að það gerist með beinum „cytopathic“ áhrif- um veirunnar, áhrifum á ónæmiskerfið eða hvoru tveg- gja. Klasar lymfócýta (lymphoid follicles) á portal svæðum lifrar og ónæmisfléttur (immune complexes) í sermi sjúklinga bendir til að ónæmiskerfið eigi a.m.k. einhvern þátt í meingerð sjúkdómsins (3). Histologia (vefjagerð) bráðrar lifrarbólgu af völdum LCV er lítið frábrugðin því sem sést við bráða lifrar- bólgu af öðrum orsökum. Hins vegar getur histologisk mynd langvinnrar lifrarbólgu C verið nokkuð sérkenn- LÆKNANEMIIMN 44 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.