Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 43

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 43
Nárakviöslit, síðari hluti - meðferð og horfur - Taflal Algengustu fylgikvillar nárakviðslitsaðgerða. I aðgerð: • Blæðing • Averkar á sáðstreng (aa.lvv. testicularis, vas deferens) • Averkar á taugum, görnum, þvagblöðru Eftir aðgerð: • Bráð þvagtregða • Margúll (hematoma) í pung/nára • Sárasýking • Eistnabólga (orchitis) • Rýrnun (atrophy) á eista • Taugahvot / dofi • Endurtekið kviðslit • Garnastífla (kvið sjáraðgerðir) aðgerðina, sérstakiega þeir sem hafa fyrri sögu um treg þvaglát. Settur er þvagleggur og hann jafnvel hafður í nokkra daga. Mar sést oft í kringum skurðinn og get- ur það á nokkrum dögum teygt sig niður í pung, getn- aðarlim eða skapabarm. Þetta er saklaust fyrirbæri og hverfur án sérstakrar meðferðar á nokkrum vikum. Stundum opnast æðar í skurðsárinu nokkrum tímum frá aðgerð og mynda margúl (hematoma). Ef mikið blæðir getur þurft að opna skurðinn og stöðva blæðing- una. I slíkum tilvikum getur verið rétt að gefa sýklalyf til þess að fyrirbyggja sýkingu. Skurðsýkingar koma annars fyrir í um það bil 1-4% tilfella [1,26,27,28,29]. Þær geta verið lúmskar og gera oftast vart við sig 3-5 dögum frá aðgerð. Yfirleitt hafa sjúklingarnir óeðlilega mikla verki og jafnvel hita, skurðsvæðið er spennt og oft roði í kring (mynd 10). Oft þarf að opna hluta skurðarins og tæma út sýktan vökva og/eða gröft, sárið er síðan skolað og skilið eftir opið með votri grisju. Sjúklingurinn er síðan settur á sýklalyf sem drepa penisillínasa-myndandi klasasýkla en þeir eru algeng- asti sýkingarvaldurinn. Sérstaklega verður að vera á varðbergi ef sjúklingurinn hefur net og á það bæði við um opnar aðgerðir og aðgerðir með kviðsjá. I slíkum tilvikum getur sýking haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og getur þurft að fjarlægja netið. Flestir skurð- læknar hafa fyrir reglu að gefa sjúklingum sem fá net, sýklalyf í æð við upphaf aðgerðar og sumir baða einnig netið með sýklalyfi til að minnka líkur á sýkingu. Rýrnun á eista er alvarlegur fylgikvilli og sést í allt að 0,5% tilfella við hefðbundna nárahaulsaðgerð en allt að Mynd 10. Sýking í skurðsári [45] Myndin er af sjúklingi sem hefur fengið sýkingu í skurðsár eftir kviðslitsaðgerð í báðum nárum samtímis. Sýkingin einkennist af roða og bólgu í skurðsárinu. 5% tilfella ef um stóra hliðlæga haula er að ræða eða endurtekið kviðslit [1,26]. Undanfari rýrnunar er oft- ast blóðþurrðar-eistnabólga sem eins og nafnið gefur til kynna stafar af skertri blóðrás til eistans, til dæmis þeg- ar a./v. testicularis eru klipptar í sundur. Einnig er talið að stíflur í bláæðum frá eistanu geti valdið þessu [26,30]. Einkenni eistnabólgu sjást yfirleitt innan nokkurra sólarhringa frá aðgerð. Oftast er um að ræða mikla verki í eistanu sem er bólgið og aumt viðkomu og margir hafa hita [26]. Bólgan gengur oftast niður á nokkrum vikum en verkirnir geta haldist í mánuði. Með tímanum rýrnar eistað en framleiðsla testósteróns helst svo til óbreytt [29]. Reynt er að útskýra fyrir sjúk- lingnum að verkirnir hverfi yfirleitt með tímanum og þótt eistað minnki hafi það hvorki áhrif á kyngetu né testósterónframleiðslu. Líkur á ófrjósemi eru taldar óverulegar ef hitt eistað er eðlilegt [29]. Þar sem um al- varlegan fylgikvilla er að ræða er rétt að undirstrika mikilvægi þess að skrá fyrir aðgerð hvort bæði eistu séu jafn stór. Algengt er að sjúklingar finni fyrir dofa í kringum skurðsár eftir opna aðgerð. Stundum er þessi dofi við- varandi, til dæmis þegar n. ilioinguinalis er skorin í sundur til þess að komast að haulnum. Sjúklingarnir LÆKNANEMINN 41 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.