Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 59
Ofnæmi fyrirdýrum
Loftræsdkerfi með HEPA eða electrostatiskum filter
gagnast ef ofnæmisagnirnar eru mjög smáar og lengi í
loftinu og geta þannig komið að gagni ef um kattar-
ofnæmisvaka er að ræða. Áhrifarík aðferð til að hindra
að ofnæmisvakinn komist úr rúmdýnum eða koddum
er að setja lokuð hulstur með sérstakri gúmíhimnu
utan um dýnuna og koddann.
Atvinnutengt dýraofnœmi
Einstaklingar sem vinna með nagdýr á rannsókn-
arstofum og eru með ofnæmi geta haft mikil óþægindi.
Rétt er að benda ungu fólki með ofnæmi á að forðast
slík störf. Ofnæmissjúklingar ættu ekki að skipta á sagi
í búrum þar sem 50-100 sinnum meiri ofnæmisvakar
eru í loftinu meðan verið er að þrífa búrin. Næmir ein-
staklingar ættu að nota sérstakar grímur við slík störf og
klæðast hlífðarfötum. Auk þess er best að vinna ein-
ungis undir sérstökum loftræstum hettum.
Lyfjameðferð við dýraofnæmi
Lyfjameðferð við dýraofnæmi er sú sama og við aðra
ofnæmissjúkdóma (Tafla 4). Þó er árangur meðferð-
arinnar oft takmarkaður, sérstaklega ef mikið magn af
Tafla III
Aðgerðir til þess að draga úr magni ofnæmis-
vaka
fra gæludýrum.
1. Hleypa dýrinu ckki inn í svefnherbergi sjúldings með ofnæmi.
2. Þvo dýrið (rennbleyta) á 1-2 vikna fresti. Ekki nota sápu.
3. Þvo sængurföt vikuiega við > 60 °C
4. Auka loftskipti í svefnherberginu og opna glugga
5. Þurrka af með rakri tusku. Þar sem ekki er hægt að þurrka af
safnast ofnæmisvakar. Þannig safna teppi, bólstruð húsgögn,
rúmteppi, þungar gardínur og hansagardínur ryki.
6. Nota ryksugur með HEPA filter eða tvöfaldan poka.
5. Dýnuklæði (Mattress cover) og koddaklæði frá t.d. Allergy
Control Products með Acb2 himnu hindra að ofnæmisvakinn
komist í gegnum lak, sængur- og koddaver.
ofnæmisvaka er að staðaldri í umhverfi sjúklingsins
(t.d. sjúklingur með slæmt kattarofnæmi sem ekki losar
sig við köttinn). Meðferð við nefeinkennum eru
staðbundnir barksterar í nef og andhistamín. Ef ein-
staldingurinn kemst aðeins öðru hverju í snertingu við
dýr (t.d. hund hjá tengdaforeldrum) gagnast Natríum
krómóglýcat ef það er tekið 20-30 mínútum fyrir
Flixonase
Glaxo Wellcomc
Tvö púst í nasir...
Nefúðasterar eru viðurkenndir sem grunnmeðferð gegn
ofnæmisbólgum í nefslímhúð. FLIX0NASE (flútikasón
própíónat) hefur öfluga bólgueyðandi verkun. Þægileg
pakkning og einföld skömmtun:
Tvö púst í hvora nös, einu sinni á dag!
NEFÚÐALYF;
lg inniheldur: Fluticasonum INN, própíónat 0,5mg, Benzalkonii chloridum 0,2mg,
Phenethanolum 2,5mg, hjálparefni og Aqua purificata q.s. ad 1 g. Hver úðaskammtur inni-
heldur: Fluticasonum INN, própíónat, 50 mflcróg.
Eiginleikar: Lyfið er vatnslausn af flútikasóni til staðbundinnar meðferðar á ofnæmisbólgum í
nefslímhúð. Lyfið er barksteri með kröftuga bólgueyðandi verkun en hefur litlar almennar
aukaverkanir, þar sem lyfið umbrotnar hratt í lifur í óvirkt umbrotsefni. Staðbundinn verk-
unartími er allt að 24 klst. Ábendingar: Til meðferðar á og til að fyrirbyggja ofnæmisbólgur í
nefslímhúð.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varúð: Ekki er mælt með notkun lyfsins
á meðgöngutíma.
Aukaverkanir: Þurrkur og erting í nefi og hálsi. Óþægilegt bragð og lykt. Blóðnasir hafa
komið fyrir.
Skammtastærðir handa fullorðnum:
Tvær úðanir í hvora nös einu sinni á dag. í stöku tilvikum þarf að gefa lyfið tvisvar sinnum á
dag.
Skammtastærðir handa börnum:
Börn ára og eldri: Sömu skammtar og handa fullorðnum, sbr. hér að framan.
Börn 4-11 ára: Ein uðun í hvora nös einu sinni á dag. Lyfið er ekki cetlað bömum yngri en 4 ára.
Pakkningar og verð:
16 ml (120 úðaskammtar) - 2845 kr.
GlaxoWdlcome
i
LÆKNANEMINN
57
1. tbl. 1997, 50. árg.