Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 5
Ágætu lesendur
Mikið vatn hefur runnið til sjávar, síðan fyrsta tölublað Lækna-
nemans kom út fyrir fimmtíu árum. Þekking okkar á manns-
líkamanum hefur margfaldast og stöðugar framfarir átt sér stað í
meðhöndlun þeirra sjúkdóma sem hrjá okkur. Nú leika bifvéla-
virkjar ekki lengur hlutverk svæfingalækna á landsbyggðarsjúkra-
húsum, né heldur eru fæðingartangir smíðaðar eftir þörfum í fjós-
um fandsmanna. Islendingar, sem og aðrar vestrænar þjóðir, hafa
lagt hart að sér á síðastliðnum áratugum, til þess að byggja upp
öffugt heilbrigðiskerfi, sem allir landsmenn eiga greiðan aðgang
að, óháð efnahag eða þjóðfélagsstöðu. Afleiðing þess átaks hefur
getið af sér stórbætta heilsu þjóðarinnar og lengi vel gátu íslend-
ingar státað af því að búa við ein bestu lífsskilyrð í heiminum. Það
hefur verið athyglisvert að fylgjast með þeirri þróun sem hefur átt
sér stað á síðastliðnum árum. Forráðamenn þjóðarinnar hafa, ein-
hverra hluta vegna, talið að hag þjóðarinnar væri best komið, ef
umfang heilbrigðiskerfisins væri minnkað. Það er ekki þar með
sagt, að leiðin til bætts heilsufars þjóðarinnar felist í stanslausri
þenslu sjúkrahúsa eða veitingu ótakmarkaðs fjármagns til heil-
brigðismála, síður en svo. Ráðamenn þjóðarinnar verða að átta sig
á því, fyrr en seinna, að íslendingar geta ekki búið við núverandi
þróun til langs tíma. Viðhorf ráðamanna gagnvart heilbrigðiskerf-
inu verður að breytast: það er hagur þjóðarinnar að búa við góða
heilbrigðisþjónustu. Það er erfitt að sannfærast um nauðsyn sparn-
aðaraðgerða síðastliðinna ára og horfa samtímis á stórfellda upp-
byggingu í öðrum geirum þjóðarbúsins.
Heilsa er fjárfesting, en hvorki byrði né söluvarningur.
Við þökkum læknanemum fortíðarinnar fyrir framlög síðastlið-
inna ára og áratuga, og óskum læknanemum framtíðarinnar góðs
gengis með ókomin verkefni.
Ritstjórar