Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 84
Amar Víkingsson
Tafla 3
Einkenni í lúpus
3a. einkenni
tíðni
slappleiki, hiti 85%
liðverkir 85%
húðútbrot 81%
fleiðrubólga 37%
gollurshúsbólga 29%
Raynaud's 58%
nýrnasjúkdómur 77%
eink. frá miðt.kerfi 54%
eitlastækkanir 32%
3b. nýmasjúkdómur
Nephrotískt syndrome u%
skert nýrnastarfsemi 8%
Vefjameingerð:
mesangial GN 56%
focal proliferativur GN 20%
diffuse proliferativur GN 18%
membraneous GN 6%
um tilfellum reynist nauðsynlegt að grípa til sykurstera
eða ónæmisbælandi lyfja (azathioprine eða methotrexa-
te).
Þreyta, almenn vanlíðan og hiti eru algengar kvartan-
ir í lúpus og verkar hydroxychloroquine vel á þessi ein-
kenni. Ef sjúklingurinn er jafnframt með virkan lúpus
í innri Iíffærum þarf að grípa til öflugari lyfja sem draga
þá úr allri lúpus virkninni, einnig almennu einkennun-
um. Mikilvægt er að hafa í huga að vefjagigt finnst hjá
20-50% lúpussjúklinga. Ef einu kvartanir sjúklingsins
eru almennir stoðkerfisverkir, þreyta og svefntruflanir
og athugun sýnir að öðru leyti ekki fram á virkan sjúk-
dóm er vel mögulegt að kvartanir sjúklings stafi frá
vefjagigt fremur en virkum lúpus og meðhöndlast sam-
kvæmt því (sjá Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hhiti).
II. Húðútbrot.
Húðútbrot í lúpus eru margbreytileg. Algengustu
eru útbrot tengd næmi fyrir útfjólublárri geislun, dis-
coid útbrot, útbrot vegna æðabólgu í húð og lyfjaút-
brot. Stundum framkallar útfjólublá geislun ekki að-
eins húðútbrot heldur getur einnig virkjað önnur ein-
kenni. Allir lúpus sjúklingar þurfa að fara varlega í sól
en sérstaldega þeir sem af fyrri reynslu vita að útfjólu-
blá geislun hefur áhrif á lúpusvirknina. Rétt er að skýla
húð fyrir sólargeislum (barðahattar, síðerma skyrtur og
síðbuxur) og nota sólverndandi krern.
Utvortis notkun stera og hydroxychloroquine virka á
vægari tilfellin. Við skyndilegum og svæsnum útbrot-
um dugar tímabundin gjöf prednisólón best. Discoid
lúpus útbrot geta verið mjög erfið viðureignar en frek-
ari meðferð á þeim verður eklti tíunduð hér.
III. Bólga í nýrum.
Bólgur í nýrnagauklum sjást hjá um 3/4 sjúklinga og
er algengasta alvarlega vandamálið í lúpus. I reglu-
bundnu eftirliti sjúklinga er mikilvægt að fylgjast með
nýrnastarfsemi og skoða þvag til að greina nýrnasjúk-
dóm á byrjunarstigi. Árangur meðferðar byggist annars
vegar á vefjameingerð í nýrum og hins vegar á magni
vefjaskemmda þegar meðferð hefst. Vefjameingerð er
margbreytileg (sjá töflu 3b) og svörun við ónæmis-
bælandi meðferð misjöfn. Þegar grunur vaknar um
bólgu í nýrnagauklum þarf að spá fyrir um sennilega
meingerð og meta langtímahorfur. Auk almennra
blóðprufa þarf að mæla s-kreatinin, nýrnaklerans,
skoða þvag og hugsanlega athuga prótein útskilnað í
þvagi. Vefjasýni úr nýra er oft hjálpleg viðbót í þessu
mati og gefur bæði hugmyndir um vefjameingerðina og
um núverandi sjúkdómsvirkni í nýrnagauklum. Mæl-
ingar á anti-dsDNA mótefnum og komplímentum
geta hjálpað við eftirlit til fylgja eftir sjúkdómsvirkni.
Diffuse proliferativur glomerulonephritis (GN)
þarfnast kröftugrar ónæmisbælandi meðferðar til að
hindra nýrnaskemmdir sem leiða til vaxandi nýrnabil-
unar. Rétt meðferð (að áliti flestra) er samtímisgjöf
sykurstera og cyclophosphamíðs (12). Upphafs-
skammtur prednisólóns er 1 mg/kg/dag í tví- eða þrí-
skiptum dagsskömmtum. Stundum er fyrst gefin
metýlprednisólón púlsmeðferð, 500-1000 mg í æð dag-
lega í 3 daga. Cyclophosphamíð er gefið í æð á 3ja til
4ja vikna fresti framan af (oft í 6 mánuði) en síðan
lengist bilið á milli gjafa (13). Nákvæmt eftirlit er
nauðsynlegt til að fylgjast með framvindu sjúkdómsins
og aukaverkunum af lyfjagjöf, sem eru margar. I focal
proliferativum GN og í vægari tilfellum af diffuse proli-
ferativum GN má í stað cyclophosphamíðs reyna gjöf
azathiopríns. Membranous GN meðhöndlast á svipað-
an hátt og hjá sjúklingum með idiopatískan sjúkdóm.
Tímabundin háskammta prednisólón meðferð dregur
úr sjúkdómsvirkni hjá hluta sjúklinga. Hjá þeim sent
eklci svara prednisólónmeðferð er stundum reynd með-
ferð með azathioprín og jafnvel cyclophosphamíð.
LÆKNANEMINN
82
1. tbl. 1997, 50. árg.