Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 19
Gizur Gottskálksson
INNGANGUR
„Það sem hugurinn ekki veit, hrjáir elcki hjartað",
segir gamalt spakmæli og gæti það allt eins vísað til
þeirra áhrifa sem ósjálfráða taugakerfið hefur á hjartað.
Hjartavöðvinn hefur eigið rafkerfi. Efst upp í hægri
gattinni situr sínus hnúturinn, sem er hinn eiginlegi
gangráður hjartans. Rafboðin berast frá honum eftir
leiðslukerfinu sem er sérhæfður vöðvavefur, og breiðast
ut í hjartavöðvan. A þennan hátt slær hjartað taktfast
og dælir blóði um líkaman. Boð frá ósjálfráða tauga-
kerfinu geta síðan hægt eða hert á hjartslættinum vegna
þarfa líkamans, eða annarra áreita. í byrjun þessarar
aldar tókst að rita þessa rafvirkni hjartans og á fyrstu
aratugum aldarinnar fleygði þekkingu manna á þessu
sviði fram. Ut frá hjartarafriti (EKG) gátu menn síðan
skipt hjartsláttartruflunum upp eftir útliti þeirra.
Þannig varð til flokkun á annars vegar;
1) Hægslætti (Bradycardia), sem eru færri en 50 slög
á mín.
og hins vegar
2) Hraðslætti (Tachycardia), sem eru fleiri en 100
slög á mín.
Hægsláttur skiptist í tvennt, annars vegar truflanir í
starfsemi sínushnúts og hins vegar leiðnihindranir í
leiðslukerfinu. Hraðsláttur skiptist í hraðslátt ofan
slegla (supraventricular tachycardia SVT) og hraðslátt
frá sleglum (ventricular tachycardia VT), Sjá töflu.
RAFLÍFEÐLISFRÆÐILEG RANNSÓKN
Á HJARTSLÆTTI
N okkru fyrir 1970 var byrjað á því að þræða raf-
leiðslur í gegnum bláæðakerfið og inn í hjartað til að
Gizur Gottskálksson,
hjartasérfrœðingur.
Brennsla aukabrauta
sem meðferð við
h j a rtsl átta rtru flanir
rita rafboð þaðan. Á þennan hátt reyndist unnt að fá
mikilvægar upplýsingar um rafkerfi hjartans.
Á 1. mynd, sést hvernig rafleiðslum er komið fyrir á
mismunandi stöðum inni í hjartanu. Rafboð eru síðan
rituð frá hverri leiðslu fyrir sig, eins og sýnt er. Segja má
að venjulegt hjartarit sé á þennan hátt brotið upp. Síð-
an er hægt að meta starfsemi sínus hnútsins og mæla
leiðnina í leiðslukerfmu. Eins er hægt að rannsaka
hjartsláttartruflanir með ýmsum aðferðum (t.d. fram-
kalla með rafhlöðu).
Með tilkomu þessarar rannsóknaraðferðar óx skiln-
ingur manna á eðli rafkerfisins og á orsökum hjartslátt-
artruflana. Fljótlega kom í ljós að sú skipting sem rak-
in er hér að framan (Tafla 1), er hvergi fullnægjandi. 1
stað þess að flokka hjartsláttartruflanir eftir útliti þeir-
ra á riti, varð mögulegt að flokka þær eftir þeim ferlum
sem lágu á bak við.
Nú eru hraðsláttartruflanir flokkaðar í eftirfarandi
flokka:
a) Aukin sjálfvirkni (enhanced automaticity)
b) Snemmbær afskautun (early and delayed after-
depolarization)
c) Hringsól (reentry)
Þessi nýja skipting varð síðan grundvöllur verulegra
framfara í meðferð hjartsláttartruflana, bæði hvað varð-
ar lyfjameðferð og eins aðrar meðferðir. Ekki verður
farið nánar út í lyfjameðferð en í stað þess vikið að öðr-
um meðferðarmöguleikum í meðferð hraðsláttar.
BRENNSLA
AUKALEIÐSLUBANDA
I Ijós kom að stærsti hluti algengra hraðsláttartrufl-
ana (tachycardia) eru vegna hringsóls (reentry). Hring-
sól er einnig auðveldast að vinna með inni á rannsókn-
arstofu, það er að segja, vekja upp og brjóta eftir þörf-
LÆKNANEMINN
17
1. tbl. 1997, 50. árg.