Læknaneminn - 01.04.1997, Blaðsíða 56
Unnur Steina Björnsdóttir og Davíð Gíslason
eindirnar dragast þannig nær hvor annarri og Ca”
flæðir inn í frumuna sem Iosar ýmis bólguboðefni. Sum
boðefnin (t.d. histamín) eru geymd í kornum í frum-
unum sjálfum (mast frumum og basofílum) en önnur
myndast án tafar við ofnæmisviðbrögðin (t.d. leukotrín
og prostaglandin). Þessi efni valda á svipstundu þeim
einkennum sem við sjáurn við bráða ofnæmissvörun:
kláða, hnerra, nefstíflu, berkjusamdrætti og anaphylax-
is. Þessi áhrif geta horfið innan 30-60 mínútna, annað
hvort af sjálfu sér eða með réttri meðferð, t.d. með
adrenalíni og berkjuvíkkandi lyfjum. Leukotrín (t.d.
LTC4) geta valdið 100 til 1000 sinnum kröftugri sam-
drætti í berkjum en histamín. Hjá um helmingi allra
astmasjúklinga verður síðbúin ofnæmissvörun. Hún
lýsir sér sem berkjuteppa 4-8 klukkustundum eftir
fyrsta kastið. Þetta gerist án þess að sjúklingurinn komi
í snertingu við ofnæmisvakann á ný. Auðkenni hinnar
síðbúnu ofnæmissvörunar er að berkjuteppan stendur
lengur, einkennin eru alvarlegri en í fyrra kastinu og
oftast svara sjúklingarnir meðferðinni verr en áður.
Þegar hér er komið sögu hafa mastfrumurnar losað
ýmis önnur boðefni t.d. NCF og ECF (neutrophil - og
eosinophil chemotactic factor) og cytókín eins og IL-3,
IL-5 og GM-CSF. Þessi efni hafa þá eiginleika að leng-
ja æviskeið og virkja/ræsa eosínofíla og draga þá á
vettvang bólgunnar (chemotaxis). Þetta leiðir til
gífurlegrar fjölgunar eosínófíla á bólgustað næstu
Idukkustundirnar, en íferð eosínófíla einkennir einmitt
slímhúðarbólgu í ofnæmissvarinu. Virkjaðir eosínófílar
losa síðan skaðleg efni. Má þar nefna MBP, ECP, EPO
og EPN (major basic protein, eosinophil cationic pro-
tein, eosinophil peroxidase, eosinophil derived neuro-
toxin). Þau eyðileggja yfirborðsþekju slímhimnunnar
og aðra vefi sem þau komast í snertingu við. Auk þess
losa eosínofílarnir önnur skaðleg efni eins og súrefnis-
radíkala og frumuboðefni (LTC4, TNF-°=, GM-CSF
og IL-5). Þeir geta þannig ræst sjálfa sig og viðhaldið
bólgusvarinu án utanaðkomandi áreitis — vítahringur
hefur myndast.
0FNÆMISVAKAR
Margir helstu ofnæmisvakar sem valda dýraofnæmi
hafa verið vel skilgreindir (tafla I). Þessir ofnæmisvakar
líkjast mjög öðrum ofnæmisvökum í efnasamsetningu
þ.e. flest eru glycoprotein með mólikúl þunga 15-30
kd. Oftast finnst mest af þeim í líkamsvessum. Aðal
kattarofnæmisvakinn , Fel d I, er t.d. myndaður aðal-
lega í húðkirtlum (sebaceous glands) og munn-
vatnskirtlum. Can f I (aðal hundaofnæmisvakinn) er
fyrst og fremst í munnvatni og húðflögum, en hugsan-
lega einnig í þvagi. Hjá rottum og músunt eru
ofnæmisvakarnir aðallega í þvagi, en hjá kanínum og
naggrísum í bæði munnvatni og þvagi .
Líkamsvessarnir þorna t.d. á teppum, gardínum og
rúmfötum og berast þannig greiðlega um vistarverur
manna. Ofnæmisvakarnir eru mjög smáir - t.d. frá 0.3
mm í 20 mm hjá köttum og rottum (flestar þó undir 5
mm) og haldast því klukkustundum saman svífandi í
loftinu og berast auðveldlega niður í öndunarfæri
manna. Þeir hafa einnig hæfni til að festast við flesta
hluti. Ofnæmisvakarnir finnast því um allt heintilið, á
gólfum, húsgögnum, gardínum og veggjunt. Þessir
eiginleikar dýraofnæmisvakanna gera það að verkum að
þeir finnast jafnvel í miklu mæli í opinberum byg-
gingum þar sem umgangur er mikill, í skólum og á
heimilum þar sem dýr hefur aldrei komið inn fyrir dyr.
Gróður og rykmaurar gefa frá sér mun stærri ofnæmis-
vaka sem falla til jarðar á noldtrum mínútum, og er því
mun auðveldara að losna við þá úr umhverfi en
dýraofnæmisvaka.
DÝRAOFNÆMI Á ÍSLANDI
Dýraofnæmi er líkt og annað ofnæmi háð því
umhverfi sem menn lifa í. Ofnæmi getur ekki myndast
fyrir öðrum dýrurn en þeirn sem eru í umhverfmu. Frá
fornu fari hafa allir íslendingar búið við þau húsdýr
sem þeir fluttu með sér á landnámsöld. Kindur, kýr,
hestar, hundar og kettir hafa verið á hverju heimili.
Hænsni, gæsir og svín hafa einnig verið all útbreidd
fram eftir öldum og geitur hafa einnig fundist í ein-
hverju mæli. Mýs hafa væntanlega flust fljótlega til
landsins en talið er að rottur hafi ekki borist hingað fyrr
en seint á miðöldum. Meðan tíðarfar var sem verst og
fátækt mest í landinu, hvarf fiðurfénaður að mestu og
svínaræktin lagðist af. Mestu breytingarnar á dýrahaldi
urðu með vexti Reykjavíkur og annarra bæja á þessari
öld, svo og með vaxandi sérhæfingu í landbúnaði á
umliðnum árum. Nú eru til heimili í sveit þar sem
kannski eru aðeins til ein eða tvær tegundir húsdýra, en
í' þéttbýli er gæludýrahald að sama skapi orðið fjöl-
breyttara. Tafla 2 sýnir gæludýrahald á æskuheimilum
þeirra sem fæddir eru á árabilinu 1946-70 og bjuggu í
Reykjavík 1990. Kettir eru þar efstir á blaði og síðan
fuglar, án þess að þeir séu nánar tilgreindir. Undir
LÆKNANEMINN
54
1. tbl. 1997, 50. árg.