Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 56

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 56
Unnur Steina Björnsdóttir og Davíð Gíslason eindirnar dragast þannig nær hvor annarri og Ca” flæðir inn í frumuna sem Iosar ýmis bólguboðefni. Sum boðefnin (t.d. histamín) eru geymd í kornum í frum- unum sjálfum (mast frumum og basofílum) en önnur myndast án tafar við ofnæmisviðbrögðin (t.d. leukotrín og prostaglandin). Þessi efni valda á svipstundu þeim einkennum sem við sjáurn við bráða ofnæmissvörun: kláða, hnerra, nefstíflu, berkjusamdrætti og anaphylax- is. Þessi áhrif geta horfið innan 30-60 mínútna, annað hvort af sjálfu sér eða með réttri meðferð, t.d. með adrenalíni og berkjuvíkkandi lyfjum. Leukotrín (t.d. LTC4) geta valdið 100 til 1000 sinnum kröftugri sam- drætti í berkjum en histamín. Hjá um helmingi allra astmasjúklinga verður síðbúin ofnæmissvörun. Hún lýsir sér sem berkjuteppa 4-8 klukkustundum eftir fyrsta kastið. Þetta gerist án þess að sjúklingurinn komi í snertingu við ofnæmisvakann á ný. Auðkenni hinnar síðbúnu ofnæmissvörunar er að berkjuteppan stendur lengur, einkennin eru alvarlegri en í fyrra kastinu og oftast svara sjúklingarnir meðferðinni verr en áður. Þegar hér er komið sögu hafa mastfrumurnar losað ýmis önnur boðefni t.d. NCF og ECF (neutrophil - og eosinophil chemotactic factor) og cytókín eins og IL-3, IL-5 og GM-CSF. Þessi efni hafa þá eiginleika að leng- ja æviskeið og virkja/ræsa eosínofíla og draga þá á vettvang bólgunnar (chemotaxis). Þetta leiðir til gífurlegrar fjölgunar eosínófíla á bólgustað næstu Idukkustundirnar, en íferð eosínófíla einkennir einmitt slímhúðarbólgu í ofnæmissvarinu. Virkjaðir eosínófílar losa síðan skaðleg efni. Má þar nefna MBP, ECP, EPO og EPN (major basic protein, eosinophil cationic pro- tein, eosinophil peroxidase, eosinophil derived neuro- toxin). Þau eyðileggja yfirborðsþekju slímhimnunnar og aðra vefi sem þau komast í snertingu við. Auk þess losa eosínofílarnir önnur skaðleg efni eins og súrefnis- radíkala og frumuboðefni (LTC4, TNF-°=, GM-CSF og IL-5). Þeir geta þannig ræst sjálfa sig og viðhaldið bólgusvarinu án utanaðkomandi áreitis — vítahringur hefur myndast. 0FNÆMISVAKAR Margir helstu ofnæmisvakar sem valda dýraofnæmi hafa verið vel skilgreindir (tafla I). Þessir ofnæmisvakar líkjast mjög öðrum ofnæmisvökum í efnasamsetningu þ.e. flest eru glycoprotein með mólikúl þunga 15-30 kd. Oftast finnst mest af þeim í líkamsvessum. Aðal kattarofnæmisvakinn , Fel d I, er t.d. myndaður aðal- lega í húðkirtlum (sebaceous glands) og munn- vatnskirtlum. Can f I (aðal hundaofnæmisvakinn) er fyrst og fremst í munnvatni og húðflögum, en hugsan- lega einnig í þvagi. Hjá rottum og músunt eru ofnæmisvakarnir aðallega í þvagi, en hjá kanínum og naggrísum í bæði munnvatni og þvagi . Líkamsvessarnir þorna t.d. á teppum, gardínum og rúmfötum og berast þannig greiðlega um vistarverur manna. Ofnæmisvakarnir eru mjög smáir - t.d. frá 0.3 mm í 20 mm hjá köttum og rottum (flestar þó undir 5 mm) og haldast því klukkustundum saman svífandi í loftinu og berast auðveldlega niður í öndunarfæri manna. Þeir hafa einnig hæfni til að festast við flesta hluti. Ofnæmisvakarnir finnast því um allt heintilið, á gólfum, húsgögnum, gardínum og veggjunt. Þessir eiginleikar dýraofnæmisvakanna gera það að verkum að þeir finnast jafnvel í miklu mæli í opinberum byg- gingum þar sem umgangur er mikill, í skólum og á heimilum þar sem dýr hefur aldrei komið inn fyrir dyr. Gróður og rykmaurar gefa frá sér mun stærri ofnæmis- vaka sem falla til jarðar á noldtrum mínútum, og er því mun auðveldara að losna við þá úr umhverfi en dýraofnæmisvaka. DÝRAOFNÆMI Á ÍSLANDI Dýraofnæmi er líkt og annað ofnæmi háð því umhverfi sem menn lifa í. Ofnæmi getur ekki myndast fyrir öðrum dýrurn en þeirn sem eru í umhverfmu. Frá fornu fari hafa allir íslendingar búið við þau húsdýr sem þeir fluttu með sér á landnámsöld. Kindur, kýr, hestar, hundar og kettir hafa verið á hverju heimili. Hænsni, gæsir og svín hafa einnig verið all útbreidd fram eftir öldum og geitur hafa einnig fundist í ein- hverju mæli. Mýs hafa væntanlega flust fljótlega til landsins en talið er að rottur hafi ekki borist hingað fyrr en seint á miðöldum. Meðan tíðarfar var sem verst og fátækt mest í landinu, hvarf fiðurfénaður að mestu og svínaræktin lagðist af. Mestu breytingarnar á dýrahaldi urðu með vexti Reykjavíkur og annarra bæja á þessari öld, svo og með vaxandi sérhæfingu í landbúnaði á umliðnum árum. Nú eru til heimili í sveit þar sem kannski eru aðeins til ein eða tvær tegundir húsdýra, en í' þéttbýli er gæludýrahald að sama skapi orðið fjöl- breyttara. Tafla 2 sýnir gæludýrahald á æskuheimilum þeirra sem fæddir eru á árabilinu 1946-70 og bjuggu í Reykjavík 1990. Kettir eru þar efstir á blaði og síðan fuglar, án þess að þeir séu nánar tilgreindir. Undir LÆKNANEMINN 54 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.